Orkuskiptin Heiðar Guðjónsson skrifar 27. október 2022 08:00 Mannkynið hefur unnið ötullega að orkuskiptum um langt skeið. Allt frá því manninum tókst að hagnýta sér eldinn hefur orkumyndun þróast, en aldrei hraðar en nú. Eftir að kol leystu timbur að mestu af hólmi komu olía og gas, sem leiddu af sér margfalt hreinni bruna og vistvænni orku. Þegar Edison kynnir rafmagnið fyrir rúmri öld er síðan hægt að nýta enn fleiri orkugjafa, vatn, vind, sól og kjarnorku sem enn bættu orkuframleiðsluna. Sagan er skýrt dæmi um það að einn orkugjafi leiðir til annars yfir tíma en þróunin gerist ekki í stökkum. Tíðarandinn virðist ekki vilja líta til sögu orkuskipta, heldur hafa stjórnmálamenn freistast til að ætla að stökkbreyta orkubúskapnum með mjög misráðnum aðgerðum. Skýrasta dæmið um þetta er að finna í Evrópu sem sér fram á meiri háttar rýrnun lífsgæða í vetur og næstu árin ásamt auknum útblæstri koltvísýrings því verið er að kveikja aftur á gömlum kolaorkuverum sem menga allt að hundraðfalt á við gasorkuver. Firringin er mikil í Evrópu. Þar er ekki strax hafist handa við vinnslu á gasi úr steini (e. fracking) þó úr einni stærstu gaslind heims, Groningen í Hollandi, sé unnt að vinna gríðarlegt magn á hagkvæman hátt. Gasvinnslu þar hefur verið lokað í áföngum frá 2014 út af jarðskjálftum sem fylgdu vinnslunni. Þeir skjálftar voru sambærilegir þeim sem við á suðvesturhorni Íslands þekkjum vel frá vinnslu á jarðvarma á Hellisheiði. Í Bretlandi hefur vitleysan gengið enn lengra því þar var sett inn að jarðskjálfti sökum orkuvinnslu mætti ekki fara yfir 0,5 á Richter - sem er svipað og þegar stól er velt á gólf nálægt jarðskjálftamæli. Ef mörkin yrðu færð upp í það sem við erum vön á Íslandi gæti Bretland orðið sjálfbært um orku á 6 mánuðum og séð Þýskalandi fyrir gasi að ári liðnu. Það vita það allir að orka er ekki það sama og orka. Orka er mishagkvæm og skilur eftir sig mismikla mengun.Þá er hráolía ekki öll eins. Olía sem er rík af brennisteini, svo sem frá Kanada, Venesúela eða Rússlandi þarf annars konar hreinsun og meðhöndlun en olía úr Persaflóa. Það er því ekki þannig að hætti Evrópa að kaupa hráolíu frá Rússlandi að hún flæði til Kína eða Indlands. Þar er ekki hægt að taka á móti henni og hreinsa því þeirra kerfi er lagað að olíu frá Persaflóa. Það tekur jafn langan tíma að aðlaga núverandi olíuhreinsistöðvar Kína og Indlands að rússneskri olíu og að byggja nýjar. Í þessu ljósi er afskaplega óskynsamlegt að færa í lög á Íslandi að bannað verði að leita og vinna olíu og gas hér við land eins og umhverfis- orku- og loftslagsráðherra leggur til í frumvarpi að nýjum lögum. Það er óskiljanlegt að nokkur ráðherra og sérstaklega ráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli koma fram með slíkt frumvarp. Heiminn vantar þessa orkugjafa til að minnka útblástur, til að brúa bilið að orkuskiptum framtíðar og til þess að minnka vægi einræðisríkja í heiminum. Að halda að Ísland veki aðdáun vegna þess að við bönnum nýtingu verðmætra auðlinda er barnalegt. Að brjóta brúna frá einum hagkvæmum orkugjafa til annars enn hagkvæmari er glapræði. Það fellur aðeins að kenningunni um að sæl sé sameiginleg eymd. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi eigandi að Eykon Energy ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Innrás Rússa í Úkraínu Heiðar Guðjónsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Mannkynið hefur unnið ötullega að orkuskiptum um langt skeið. Allt frá því manninum tókst að hagnýta sér eldinn hefur orkumyndun þróast, en aldrei hraðar en nú. Eftir að kol leystu timbur að mestu af hólmi komu olía og gas, sem leiddu af sér margfalt hreinni bruna og vistvænni orku. Þegar Edison kynnir rafmagnið fyrir rúmri öld er síðan hægt að nýta enn fleiri orkugjafa, vatn, vind, sól og kjarnorku sem enn bættu orkuframleiðsluna. Sagan er skýrt dæmi um það að einn orkugjafi leiðir til annars yfir tíma en þróunin gerist ekki í stökkum. Tíðarandinn virðist ekki vilja líta til sögu orkuskipta, heldur hafa stjórnmálamenn freistast til að ætla að stökkbreyta orkubúskapnum með mjög misráðnum aðgerðum. Skýrasta dæmið um þetta er að finna í Evrópu sem sér fram á meiri háttar rýrnun lífsgæða í vetur og næstu árin ásamt auknum útblæstri koltvísýrings því verið er að kveikja aftur á gömlum kolaorkuverum sem menga allt að hundraðfalt á við gasorkuver. Firringin er mikil í Evrópu. Þar er ekki strax hafist handa við vinnslu á gasi úr steini (e. fracking) þó úr einni stærstu gaslind heims, Groningen í Hollandi, sé unnt að vinna gríðarlegt magn á hagkvæman hátt. Gasvinnslu þar hefur verið lokað í áföngum frá 2014 út af jarðskjálftum sem fylgdu vinnslunni. Þeir skjálftar voru sambærilegir þeim sem við á suðvesturhorni Íslands þekkjum vel frá vinnslu á jarðvarma á Hellisheiði. Í Bretlandi hefur vitleysan gengið enn lengra því þar var sett inn að jarðskjálfti sökum orkuvinnslu mætti ekki fara yfir 0,5 á Richter - sem er svipað og þegar stól er velt á gólf nálægt jarðskjálftamæli. Ef mörkin yrðu færð upp í það sem við erum vön á Íslandi gæti Bretland orðið sjálfbært um orku á 6 mánuðum og séð Þýskalandi fyrir gasi að ári liðnu. Það vita það allir að orka er ekki það sama og orka. Orka er mishagkvæm og skilur eftir sig mismikla mengun.Þá er hráolía ekki öll eins. Olía sem er rík af brennisteini, svo sem frá Kanada, Venesúela eða Rússlandi þarf annars konar hreinsun og meðhöndlun en olía úr Persaflóa. Það er því ekki þannig að hætti Evrópa að kaupa hráolíu frá Rússlandi að hún flæði til Kína eða Indlands. Þar er ekki hægt að taka á móti henni og hreinsa því þeirra kerfi er lagað að olíu frá Persaflóa. Það tekur jafn langan tíma að aðlaga núverandi olíuhreinsistöðvar Kína og Indlands að rússneskri olíu og að byggja nýjar. Í þessu ljósi er afskaplega óskynsamlegt að færa í lög á Íslandi að bannað verði að leita og vinna olíu og gas hér við land eins og umhverfis- orku- og loftslagsráðherra leggur til í frumvarpi að nýjum lögum. Það er óskiljanlegt að nokkur ráðherra og sérstaklega ráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli koma fram með slíkt frumvarp. Heiminn vantar þessa orkugjafa til að minnka útblástur, til að brúa bilið að orkuskiptum framtíðar og til þess að minnka vægi einræðisríkja í heiminum. Að halda að Ísland veki aðdáun vegna þess að við bönnum nýtingu verðmætra auðlinda er barnalegt. Að brjóta brúna frá einum hagkvæmum orkugjafa til annars enn hagkvæmari er glapræði. Það fellur aðeins að kenningunni um að sæl sé sameiginleg eymd. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi eigandi að Eykon Energy ehf.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun