Erlent

Telja keisaramörgæsina nú í útrýmingarhættu

Kjartan Kjartansson skrifar
Keisaramörgæsir reiða sig á ísinn á Suðurskautslandinu til þess að koma upp nýlendum sínum og ala upp ungviði.
Keisaramörgæsir reiða sig á ísinn á Suðurskautslandinu til þess að koma upp nýlendum sínum og ala upp ungviði. Vísir/Getty

Bandarísk stjórnvöld settu keisaramörgæsina á lista yfir dýrategundir sem eru taldar í hættu á útrýmingu í gær. Hnattræn hlýnun og bráðnun hafíss við Suðurskautslandið er talin ógna þessari stærstu mörgæsartegund jarðar.

Náttúrulífsstofnun Bandaríkjanna segir að keisaramörgæsin sé ekki í útrýmingarhættu þessa stundina en að hún verði það líklega vegna hækkandi hitastigs jarðar. Hún leggur til að tegundin verði vernduð á grundvelli bandarískra laga um dýr í útrýmingarhættu.

Skilgreining bandarískra stjórnvalda liðkar fyrir alþjóðlegu samstarfi og fjármögnun til verndunar mörgæsanna. Bandarískar alríkisstofnanir þurfa þá einnig að grípa til aðgerða til þess að draga úr hættunni sem steðjar að þeim.

Loftslagsbreytingar hafa nú þegar valdið búsifjum hjá keisaramörgæsinni. Þannig drukknuðu allir nýfæddir ungar í Halley-flóanýlendunni við Weddel-haf árið 2016 í kjölfar nokkrra lélegra hafíssára í röð. Nýlendan við Halley-flóa er sú næststærsta í heiminum, að sögn Reuters-fréttastofunnar

„Tilvist mörgæsanna veltu á því hvort að ríkisstjórn okkar grípi til nógu sterkra aðgerða strax til þess að skera niður jarðefnaeldsneyti sem veldur hlýnun og koma í veg fyrir óafturkræft tjón á lífríki jarðar,“ segir Shaye Wolf, yfirmaður loftslagsvísinda hjá félagasamtökunum Miðstöð líffræðilegs fjölbreytileika.


Tengdar fréttir

Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar

Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×