Hver á að hugsa um yngstu börnin? Alda Agnes Sveinsdóttir skrifar 20. október 2022 13:32 Ég er sannfærð um að börn yngri en tveggja ára sem ekki eru í leikskólum og eru í umsjón foreldra sinna geti fengið öll þau námstækifæri sem við í leikskólanum bjóðum þeim uppá ef foreldrarnir geta og vilja það. Flestir foreldrar eru bestir í að lesa í þarfir barna sinna og því ákjósanlegastir umönnunaraðilarnir og mennta börnin sín vel með því að bregðast við þeim og örva þau til dáða. Ég veit líka að vel menntað og þjálfað starfsfólk getur sinnt menntun og brugðist við þörfum barnanna að miklu leiti líkt og foreldrar og jafnvel boðið þeim upp á öðruvísi námsleiðir en foreldrarnir. En ég er hugsi yfir raunveruleikanum og því að Í leikskóla eru börnin mjög oft að skipta um þann sem á að bregst við þörfum þeirra, örva þau og annast. Starfsfólk er með minni viðveru í hópnum en börnin, það fer í vinnustyttingu og sumir í undirbúning. Nokkuð er um veikindi starfsmanna á ungbarnadeildum þar sem mikið er um allskonar pestir sem grassera fram og til baka í starfsmönnum og börnum. Ég hugsa oft um eftirfarandi dæmi á klikkuðum dögum sem við flest þekkjum. Lítið 20 mánaða gamalt barn er með 42 og 1/2 tíma í viku vistun (8 og 1/2 tíma á dag). Það eru 15 önnur börn á svipuðum aldri með því á deild. 4 grunnstarfsmenn eru á deildinni og sá fimmti kemur í afleysingar þegar einhver á undirbúning vonandi oftast sá sami. Enginn fullorðinn er í fleiri en 37 tíma á viku með hópnum þ.e. 5 og 1/2 tíma skemur en barnið. Margir starfsmenn eru mun skemur með hópnum vegna undirbúningstíma. Svo þegar leysa þarf veikindi starfsmanna kemur íhlaupafólk svo sem leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eða starfsmenn af öðrum deildum. Þó að stytting eigi ekki að kosta þá er takmarkaður sá fjöldi barna sem einn starfsmaður getur haft yfirsýn yfir svo öryggismörkum sé náð þess vegna þarf að bæta við aukafólki inn á deildir eða sameinast öðrum deildum þegar starfsfólk er í styttingu og áður en vikan er liðin hefur þessu blessaða 20 mánaða barni verið sinnt af 8 til 10 manns. Barnið er lens á brautarstöð þar sem starfsfólkið kemur og fer. Í árferði eins og núna þegar erfiðlega gengur að ráða starfsfólk ratar inn fólk í störf á leikskólum sem hefur svo ekki þegar til kastanna kemur áhuga á börnum og getur ekki brugðist við þörfum þeirra og það látið hætta. Börnin taka þátt í því. Sem leikskólastjóri á ég minn þátt í ástandinu og er alla daga í togstreitu vegna eigin sannfæringar og pressu frá foreldrum, rekstraraðilum og atvinnulífinu. Ég hef skilning á stöðu foreldra, ég veit að lögum samkvæmt skulu sveitarfélög hafa forystu um að tryggja foreldrum leikskólapláss, ég veit að atvinnulífið þarf foreldrana í vinnu og foreldrar þurfa að vera í vinnu til að reka heimilin. Börnin eiga líka rétt, þau eiga rétt á að hagsmunir þeirra séu settir í forngang þegar ákvarðanir eru teknar um allt sem snertir þau. Á meðan fullorðnir sérfræðingar í málefnum barna í hinum ýmsum stofnunum í samfélaginu takast á um hvað sé börnunum fyrir bestu og hversu framarlega eigi að raða hagsmunum þeirra í forgangsröðun þá er allskonar í gangi með daggæslu, umönnun og menntun þeirra. Ég hef sérstakar áhyggjur af yngstu börnunum og óttast að það geti verið miklu dýrkeyptara til framtíðar ef við komum okkur ekki saman um hvað sé þeim fyrir bestu og veljum þær leiðir hvað sem þær kosta í framkvæmd. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég er sannfærð um að börn yngri en tveggja ára sem ekki eru í leikskólum og eru í umsjón foreldra sinna geti fengið öll þau námstækifæri sem við í leikskólanum bjóðum þeim uppá ef foreldrarnir geta og vilja það. Flestir foreldrar eru bestir í að lesa í þarfir barna sinna og því ákjósanlegastir umönnunaraðilarnir og mennta börnin sín vel með því að bregðast við þeim og örva þau til dáða. Ég veit líka að vel menntað og þjálfað starfsfólk getur sinnt menntun og brugðist við þörfum barnanna að miklu leiti líkt og foreldrar og jafnvel boðið þeim upp á öðruvísi námsleiðir en foreldrarnir. En ég er hugsi yfir raunveruleikanum og því að Í leikskóla eru börnin mjög oft að skipta um þann sem á að bregst við þörfum þeirra, örva þau og annast. Starfsfólk er með minni viðveru í hópnum en börnin, það fer í vinnustyttingu og sumir í undirbúning. Nokkuð er um veikindi starfsmanna á ungbarnadeildum þar sem mikið er um allskonar pestir sem grassera fram og til baka í starfsmönnum og börnum. Ég hugsa oft um eftirfarandi dæmi á klikkuðum dögum sem við flest þekkjum. Lítið 20 mánaða gamalt barn er með 42 og 1/2 tíma í viku vistun (8 og 1/2 tíma á dag). Það eru 15 önnur börn á svipuðum aldri með því á deild. 4 grunnstarfsmenn eru á deildinni og sá fimmti kemur í afleysingar þegar einhver á undirbúning vonandi oftast sá sami. Enginn fullorðinn er í fleiri en 37 tíma á viku með hópnum þ.e. 5 og 1/2 tíma skemur en barnið. Margir starfsmenn eru mun skemur með hópnum vegna undirbúningstíma. Svo þegar leysa þarf veikindi starfsmanna kemur íhlaupafólk svo sem leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eða starfsmenn af öðrum deildum. Þó að stytting eigi ekki að kosta þá er takmarkaður sá fjöldi barna sem einn starfsmaður getur haft yfirsýn yfir svo öryggismörkum sé náð þess vegna þarf að bæta við aukafólki inn á deildir eða sameinast öðrum deildum þegar starfsfólk er í styttingu og áður en vikan er liðin hefur þessu blessaða 20 mánaða barni verið sinnt af 8 til 10 manns. Barnið er lens á brautarstöð þar sem starfsfólkið kemur og fer. Í árferði eins og núna þegar erfiðlega gengur að ráða starfsfólk ratar inn fólk í störf á leikskólum sem hefur svo ekki þegar til kastanna kemur áhuga á börnum og getur ekki brugðist við þörfum þeirra og það látið hætta. Börnin taka þátt í því. Sem leikskólastjóri á ég minn þátt í ástandinu og er alla daga í togstreitu vegna eigin sannfæringar og pressu frá foreldrum, rekstraraðilum og atvinnulífinu. Ég hef skilning á stöðu foreldra, ég veit að lögum samkvæmt skulu sveitarfélög hafa forystu um að tryggja foreldrum leikskólapláss, ég veit að atvinnulífið þarf foreldrana í vinnu og foreldrar þurfa að vera í vinnu til að reka heimilin. Börnin eiga líka rétt, þau eiga rétt á að hagsmunir þeirra séu settir í forngang þegar ákvarðanir eru teknar um allt sem snertir þau. Á meðan fullorðnir sérfræðingar í málefnum barna í hinum ýmsum stofnunum í samfélaginu takast á um hvað sé börnunum fyrir bestu og hversu framarlega eigi að raða hagsmunum þeirra í forgangsröðun þá er allskonar í gangi með daggæslu, umönnun og menntun þeirra. Ég hef sérstakar áhyggjur af yngstu börnunum og óttast að það geti verið miklu dýrkeyptara til framtíðar ef við komum okkur ekki saman um hvað sé þeim fyrir bestu og veljum þær leiðir hvað sem þær kosta í framkvæmd. Höfundur er leikskólakennari.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun