Vildu fá fjögur þúsund krónur en þurfa að greiða 372 þúsund Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2022 12:56 Veitingastaður Fresco í Faxafeni. Fresco Kona þarf ekki að greiða 4.580 krónur líkt og fyrirtækið Fresco 48 ehf. sem rekur veitingastaðinn Fresco hafði krafið hana um. Þess í stað þarf fyrirtækið að greiða málskostnað konunnar sem var 372 þúsund krónur. Málið var tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Fresco 48 krafðist þess að kona skildi greiða 4.580 króna fyrir matarúttekt á veitingastað þeirra. Samkvæmt Fresco 48 mun matarúttektin hafa átt sér stað þegar veitingareksturinn tilheyrði félaginu HNB ehf.. Krafan hafi verið meðal eigna sem Bestun birtingarhús ehf. keypti af HNB og síðar þrotabúi HNB í samræmi við yfirlýsingu skiptastjóra. Kröfurnar voru svo framseldar Fresco 48 í mars á þessu ári. Konan tók út eitt stykki salat og eitt stykki af svokölluðum mána, samtals að fjárhæð 4.580 króna. Reikningur var gefinn út á hendur stefndu þann 14. mars á þessu ári, innheimtuviðvörun póstlögð níu dögum síðar og ítrekun send þann 6. apríl. Stefnda byggði á því að umrædd krafa hafi ekki verið fyrir hendi enda hafi þrotabú HNB ekki átt nokkra kröfu á hendur sér. Stefnandi reisi kröfu sína á matarúttektarseðli og sé það skjal ekki reikningur sem útgefinn var af HNB. Á umræddum matarúttektarseðli er ekki hægt að sjá upplýsingar um dagsetningu ætlaðrar úttektar. HNB var stofnað árið 2006 og því gæti úttektin náð allt til þess árs. Héraðsdómur mat það sem svo að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að stefndi hafi tekið á sig umrædda skuldbindingu með matarúttekt, hvenær sú úttekt hafi átt sér stað né hvort greitt hafi verið fyrir úttektina hafi hún átt sér stað. Því var konan sýknuð af kröfum Fresco 48 ehf.. Fresco 48 er gert að greiða málskostnað konunnar sem hljóðar upp á 372 þúsund krónur. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Málið var tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Fresco 48 krafðist þess að kona skildi greiða 4.580 króna fyrir matarúttekt á veitingastað þeirra. Samkvæmt Fresco 48 mun matarúttektin hafa átt sér stað þegar veitingareksturinn tilheyrði félaginu HNB ehf.. Krafan hafi verið meðal eigna sem Bestun birtingarhús ehf. keypti af HNB og síðar þrotabúi HNB í samræmi við yfirlýsingu skiptastjóra. Kröfurnar voru svo framseldar Fresco 48 í mars á þessu ári. Konan tók út eitt stykki salat og eitt stykki af svokölluðum mána, samtals að fjárhæð 4.580 króna. Reikningur var gefinn út á hendur stefndu þann 14. mars á þessu ári, innheimtuviðvörun póstlögð níu dögum síðar og ítrekun send þann 6. apríl. Stefnda byggði á því að umrædd krafa hafi ekki verið fyrir hendi enda hafi þrotabú HNB ekki átt nokkra kröfu á hendur sér. Stefnandi reisi kröfu sína á matarúttektarseðli og sé það skjal ekki reikningur sem útgefinn var af HNB. Á umræddum matarúttektarseðli er ekki hægt að sjá upplýsingar um dagsetningu ætlaðrar úttektar. HNB var stofnað árið 2006 og því gæti úttektin náð allt til þess árs. Héraðsdómur mat það sem svo að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að stefndi hafi tekið á sig umrædda skuldbindingu með matarúttekt, hvenær sú úttekt hafi átt sér stað né hvort greitt hafi verið fyrir úttektina hafi hún átt sér stað. Því var konan sýknuð af kröfum Fresco 48 ehf.. Fresco 48 er gert að greiða málskostnað konunnar sem hljóðar upp á 372 þúsund krónur. Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira