Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja? Rúnar Sigurðsson skrifar 13. október 2022 11:30 Skýjalausnir hvað er það? Skýjalausnir eru hugbúnaðar lausnir er keyra í sérhönnuðum gagnaverum og allir notendur eru í sömu grunnútgáfunni, þ.e. ekki er haldið utan um sértæka útgáfu fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. Aðlaganir fyrir hvern og einn er hægt að gera, en grunnkerfið er alltaf í sömu útgáfu fyrir alla notendur. Þessar sértæku aðlaganir halda sér þótt ný grunnútgáfa líti dagsins ljós. Uppfærslur gerast miðlægt og kostnaður við þróun dreifist á marga aðila. Fyrirtækin aðlaga sig að lausninni frekar en að hanna eigin lausnir, sem er síðan erfitt að uppfæra án mikils kostnaðar. Við þekkjum vel slíkar lausnir en þar eru Microsoft 365 og Uniconta upplýsingakerfið góð dæmi um skýjalausnir þar sem allir eru í sömu útgáfunni þó hver og einn hafi gert einhverjar aðlaganir á hverri fyrir sig. Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja út? Miklar breytingar eiga sér nú stað með tilkomu skýjalausna og nútíma högunar á upplýsingakerfum. Áður áttu upplýsingakerfin að gera allt fyrir alla, en nú eru kröfur þannig að öflugar sérlausnir tengjast öflugu fjárhagskerfi sem tekur á íslenskum sérþörfum. Þannig er hægt að velja skýjalausn sem leysir nútíma þarfir og gömlu upplýsingakerfin fjara út, eða hreinlega hverfa. Sértækar lausnir munu gera það að verkum að gömlu kerfin standast ekki samanburð eða uppfylla þarfir nútímans. Hvað tekur við? Nú veljum við að lausnir sem henta okkur og fáum þær til að tala saman. Við veljum okkur einfaldlega besta fjárhagskerfið, besta verk- og tímaskráningarkerfið eða þá lausn sem við teljum henta okkur best hverju sinni. Síðan einfaldlega tengjum við saman það sem þarf að tengja og þau gögn sem við viljum að fari á milli með forritaskilum. Það er alltaf að verða auðveldara að tengja ólík kerfi saman. Þannig má finna þá bestu lausn sem hentar okkur í verkefnið sem á að leysa. Með tilkomu skýjalausna er líka mun auðveldra að láta lausnir tala saman því aðgengi í skýinu er auðveldara, er ekki á netþjóni innan fyrirtækis sem er lítt aðgengilegur. Hvering á að velja réttu lausnina? Fyrst skal huga að því að lausnin sé skýjalausn og sé í vottuðu og viðurkenndu umhverfi. Afritun sé í lagi og uppfærslur gerist sjálfkrafa og reglulega. Síðan skal velja rétt fjárhagskerfið sem uppfyllir íslenskar reglur og staðla og er með allar tengingar við íslenskt umhverfi. Þar ber helst að nefna, tengingu við banka, rafræna skeytamiðlara, þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, innheimtukerfi og kröfukerfi. Kerfið þarf einnig að hafa öflug forritaskil og geta tengst öðrum kerfum á auðveldan hátt. Samþáttanir og flæði á milli kerfa – nútíminn Ef þörf er á að velja sértækar lausnir eins og verk- og tímaskráningar eða önnur þau kerfi sem okkur líst vel á er nauðsynlegt að skoða gaumgæfilega hvað er í boði. Einnig er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort þörf sé á að vera með sér íslenskar aðlaganir í sértækum lausnum. Yfirleitt er það ekki hægt í sérhönnuðum sértækum skýjalausnum að vera með sér íslenskar aðlaganir, því er mikilvægt að fjárhagskerfið sé með það sem þarf til að tengjast íslensku umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Svar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skýjalausnir hvað er það? Skýjalausnir eru hugbúnaðar lausnir er keyra í sérhönnuðum gagnaverum og allir notendur eru í sömu grunnútgáfunni, þ.e. ekki er haldið utan um sértæka útgáfu fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. Aðlaganir fyrir hvern og einn er hægt að gera, en grunnkerfið er alltaf í sömu útgáfu fyrir alla notendur. Þessar sértæku aðlaganir halda sér þótt ný grunnútgáfa líti dagsins ljós. Uppfærslur gerast miðlægt og kostnaður við þróun dreifist á marga aðila. Fyrirtækin aðlaga sig að lausninni frekar en að hanna eigin lausnir, sem er síðan erfitt að uppfæra án mikils kostnaðar. Við þekkjum vel slíkar lausnir en þar eru Microsoft 365 og Uniconta upplýsingakerfið góð dæmi um skýjalausnir þar sem allir eru í sömu útgáfunni þó hver og einn hafi gert einhverjar aðlaganir á hverri fyrir sig. Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja út? Miklar breytingar eiga sér nú stað með tilkomu skýjalausna og nútíma högunar á upplýsingakerfum. Áður áttu upplýsingakerfin að gera allt fyrir alla, en nú eru kröfur þannig að öflugar sérlausnir tengjast öflugu fjárhagskerfi sem tekur á íslenskum sérþörfum. Þannig er hægt að velja skýjalausn sem leysir nútíma þarfir og gömlu upplýsingakerfin fjara út, eða hreinlega hverfa. Sértækar lausnir munu gera það að verkum að gömlu kerfin standast ekki samanburð eða uppfylla þarfir nútímans. Hvað tekur við? Nú veljum við að lausnir sem henta okkur og fáum þær til að tala saman. Við veljum okkur einfaldlega besta fjárhagskerfið, besta verk- og tímaskráningarkerfið eða þá lausn sem við teljum henta okkur best hverju sinni. Síðan einfaldlega tengjum við saman það sem þarf að tengja og þau gögn sem við viljum að fari á milli með forritaskilum. Það er alltaf að verða auðveldara að tengja ólík kerfi saman. Þannig má finna þá bestu lausn sem hentar okkur í verkefnið sem á að leysa. Með tilkomu skýjalausna er líka mun auðveldra að láta lausnir tala saman því aðgengi í skýinu er auðveldara, er ekki á netþjóni innan fyrirtækis sem er lítt aðgengilegur. Hvering á að velja réttu lausnina? Fyrst skal huga að því að lausnin sé skýjalausn og sé í vottuðu og viðurkenndu umhverfi. Afritun sé í lagi og uppfærslur gerist sjálfkrafa og reglulega. Síðan skal velja rétt fjárhagskerfið sem uppfyllir íslenskar reglur og staðla og er með allar tengingar við íslenskt umhverfi. Þar ber helst að nefna, tengingu við banka, rafræna skeytamiðlara, þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, innheimtukerfi og kröfukerfi. Kerfið þarf einnig að hafa öflug forritaskil og geta tengst öðrum kerfum á auðveldan hátt. Samþáttanir og flæði á milli kerfa – nútíminn Ef þörf er á að velja sértækar lausnir eins og verk- og tímaskráningar eða önnur þau kerfi sem okkur líst vel á er nauðsynlegt að skoða gaumgæfilega hvað er í boði. Einnig er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort þörf sé á að vera með sér íslenskar aðlaganir í sértækum lausnum. Yfirleitt er það ekki hægt í sérhönnuðum sértækum skýjalausnum að vera með sér íslenskar aðlaganir, því er mikilvægt að fjárhagskerfið sé með það sem þarf til að tengjast íslensku umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Svar ehf.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar