Endalaus hryllingur Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. október 2022 11:00 Úkraínska þjóðin berst af mikilli hörku, dugnaði og þrautseigju fyrir lífi sínu og frelsi sínu. Hræðilegar árásir Rússa á Úkraínu ekki bara á hernaðarmannvirki heldur á almenna borgara, verslunarmiðstöðvar, sjúkrahús og leikvelli sýnir meiri grimmd og hrylling en hægt væri að ímynda sér. Konur og börn leggja á flótta, við hér á Íslandi svo og í Evrópu allri gerum hvað við getum að taka vel á móti úkraínskum flóttamönnum. En þar með er hryllingi þeirra ekki lokið. Notkun á leitarorðum eins og „úkraínskt klám“, „úkraínskar fylgdarkonur“, „úkraínskar konur fyrir kynlíf“ hefur aukist um 200-600%. Því miður er varnarlaust fólk oft nýtt til kynlífsþrælkunar og flóttamenn eru varnarlausir. Ísland er engin undantekning og þess hefur orðið vart hér að menn hafa boðist til að hýsa úkraínskar konur sérstaklega á ákveðnu aldursbili og jafnvel farið fram á vinnuframlag svo fáein dæmi séu tekin. Í nágrannalöndum okkar er tekið á móti flóttamönnum í sértækum búsetuúrræðum. Svæðin eru lokuð öðrum til að vernda flóttafólkið. Bæði í Noregi og Danmörku er tekið á móti umsækjendum á einum stað þar sem það býr fyrst um sinn, þar eru skólar og leikskólar, félagsaðstaða, læknisþjónusta, sálfræðiþjónusta og almenn þjónusta og utanumhald utan um þetta viðkvæma fólk. Hjá okkur er þessu ekki svo komið heldur eru búsetuúrræði Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar mjög víða. Fólkið flytur á milli úrræða og börnin mæta beint inn í næsta hverfisskóla. Skólinn veit ekkert um þessi börn fyrr en þau mæta og hefur litlar sem engar bjargir til að veita nauðsynlega þjónustu. Með vaxandi fjölda flóttafólks hér á landi er nauðsynlegt að breyta verklagi okkar, gera kerfið skilvirkara og tryggja að við veitum því fólki sem þarf vernd raunverulega verndi. Börnin þurfa að vera í fyrsta sæti og fá þjónustu við hæfi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Klám Hernaður Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Úkraínska þjóðin berst af mikilli hörku, dugnaði og þrautseigju fyrir lífi sínu og frelsi sínu. Hræðilegar árásir Rússa á Úkraínu ekki bara á hernaðarmannvirki heldur á almenna borgara, verslunarmiðstöðvar, sjúkrahús og leikvelli sýnir meiri grimmd og hrylling en hægt væri að ímynda sér. Konur og börn leggja á flótta, við hér á Íslandi svo og í Evrópu allri gerum hvað við getum að taka vel á móti úkraínskum flóttamönnum. En þar með er hryllingi þeirra ekki lokið. Notkun á leitarorðum eins og „úkraínskt klám“, „úkraínskar fylgdarkonur“, „úkraínskar konur fyrir kynlíf“ hefur aukist um 200-600%. Því miður er varnarlaust fólk oft nýtt til kynlífsþrælkunar og flóttamenn eru varnarlausir. Ísland er engin undantekning og þess hefur orðið vart hér að menn hafa boðist til að hýsa úkraínskar konur sérstaklega á ákveðnu aldursbili og jafnvel farið fram á vinnuframlag svo fáein dæmi séu tekin. Í nágrannalöndum okkar er tekið á móti flóttamönnum í sértækum búsetuúrræðum. Svæðin eru lokuð öðrum til að vernda flóttafólkið. Bæði í Noregi og Danmörku er tekið á móti umsækjendum á einum stað þar sem það býr fyrst um sinn, þar eru skólar og leikskólar, félagsaðstaða, læknisþjónusta, sálfræðiþjónusta og almenn þjónusta og utanumhald utan um þetta viðkvæma fólk. Hjá okkur er þessu ekki svo komið heldur eru búsetuúrræði Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar mjög víða. Fólkið flytur á milli úrræða og börnin mæta beint inn í næsta hverfisskóla. Skólinn veit ekkert um þessi börn fyrr en þau mæta og hefur litlar sem engar bjargir til að veita nauðsynlega þjónustu. Með vaxandi fjölda flóttafólks hér á landi er nauðsynlegt að breyta verklagi okkar, gera kerfið skilvirkara og tryggja að við veitum því fólki sem þarf vernd raunverulega verndi. Börnin þurfa að vera í fyrsta sæti og fá þjónustu við hæfi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar