Þjófnaður á skyrlokum orðinn stórvandamál í Bónus Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. október 2022 23:00 Hér má sjá umrætt skilti sem sett var upp í Bónus í Kringlunni. vísir/egill Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga hundruðum skyrdolla vegna þjófnaðar á loki umbúðanna. Vilji framleiðenda til að sporna gegn plastneyslu hefur skapað nýtt og ófyrirséð vandamál. „Að taka lok úr öðru skyri er þjófnaður“ segir skilti í Bónus í Kringlunni. Margir hafa velt því fyrir sér hvað þetta þýði eiginlega. Hverjum dettur í hug að stela loki af skyri? Þar hefur brotist út hálfgerður faraldur en rekja má upptök hans til aðgerða matvælaframleiðenda til að sporna gegn plastnotkun og loftslagsbreytingum. Fjallað var um mikla óánægju landsmanna með papparör og pappaskeiðar í fyrra sem komu í staðinn fyrir einnota plast. Sum fyrirtæki hafa nú gengið skrefinu lengra og selja ýmis skyr og jógúrt án loks - og þá auðvitað alveg án nokkurs áhalds til að neyta þeirra. „Við erum búin að vera að lenda í því að við fáum mikið af skólakrökkum til okkar og þeir sækja svoldið í skeiðarnar á skyrinu. Og eins og þið sjáið þá eru náttúrulega ekki allar með skeið. Og þá er tekið svolítið upp á því að nappa lokunum og skipt,“ segir Gunnar Jónsson, verslunarstjóri Bónus í Kringlunni og sýnir okkur mismunandi umbúðir í sjónvarpsklippunni sem er hér að neðan. Krakkarnir vilja greinilega eitthvað til að borða skyrið með í hádeginu. Og þessi tilraun framleiðenda til að stuðla að minni plastneyslu skapar nýtt umhverfisvandamál. Upplýsingar um síðasta neysludag eru nefnilega oftast prentaðar á lok varanna. Og þegar lokið hverfur má ekki selja vöruna lengur. Skyr með loki og pappaskeið og skyr án loks. Hvort má bjóða þér?vísir/egill „Bæði hverfur lokið og svo eru dagsetningar á þessu öllu sem þarf að fylgja þannig við getum ekki verið að selja þetta með röngum dagsetningum,“ segir Gunnar. Þurfiði þá að farga vörunni eða hvað? „Já, henni er fargað.“ Mikil matarsóun hlýst af þessu en skyrdollurnar eru ansi margar sem Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga. „Þau eru allavega í hundruðunum. Án efa,“ segir Gunnar. Gunnar Jónsson (til vinstri) er verslunarstjóri Bónus í Kringlunni.vísir/egill Og þetta er væntanlega dáldið tjón fyrir ykkur ef þið getið ekki selt vöruna? „Já, þetta er stórt tjón.“ Bónus hefur því tekið sig til og býður upp á fríar bambusskeiðar fyrir þá sem kaupa loklaus skyr. Og nú er bara að sjá hvort krakkarnir sætti sig við þann kost. Fjallað var um óánægju landsmanna með papparör- og skeiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra: Matvælaframleiðsla Loftslagsmál Umhverfismál Neytendur Verslun Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira
„Að taka lok úr öðru skyri er þjófnaður“ segir skilti í Bónus í Kringlunni. Margir hafa velt því fyrir sér hvað þetta þýði eiginlega. Hverjum dettur í hug að stela loki af skyri? Þar hefur brotist út hálfgerður faraldur en rekja má upptök hans til aðgerða matvælaframleiðenda til að sporna gegn plastnotkun og loftslagsbreytingum. Fjallað var um mikla óánægju landsmanna með papparör og pappaskeiðar í fyrra sem komu í staðinn fyrir einnota plast. Sum fyrirtæki hafa nú gengið skrefinu lengra og selja ýmis skyr og jógúrt án loks - og þá auðvitað alveg án nokkurs áhalds til að neyta þeirra. „Við erum búin að vera að lenda í því að við fáum mikið af skólakrökkum til okkar og þeir sækja svoldið í skeiðarnar á skyrinu. Og eins og þið sjáið þá eru náttúrulega ekki allar með skeið. Og þá er tekið svolítið upp á því að nappa lokunum og skipt,“ segir Gunnar Jónsson, verslunarstjóri Bónus í Kringlunni og sýnir okkur mismunandi umbúðir í sjónvarpsklippunni sem er hér að neðan. Krakkarnir vilja greinilega eitthvað til að borða skyrið með í hádeginu. Og þessi tilraun framleiðenda til að stuðla að minni plastneyslu skapar nýtt umhverfisvandamál. Upplýsingar um síðasta neysludag eru nefnilega oftast prentaðar á lok varanna. Og þegar lokið hverfur má ekki selja vöruna lengur. Skyr með loki og pappaskeið og skyr án loks. Hvort má bjóða þér?vísir/egill „Bæði hverfur lokið og svo eru dagsetningar á þessu öllu sem þarf að fylgja þannig við getum ekki verið að selja þetta með röngum dagsetningum,“ segir Gunnar. Þurfiði þá að farga vörunni eða hvað? „Já, henni er fargað.“ Mikil matarsóun hlýst af þessu en skyrdollurnar eru ansi margar sem Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga. „Þau eru allavega í hundruðunum. Án efa,“ segir Gunnar. Gunnar Jónsson (til vinstri) er verslunarstjóri Bónus í Kringlunni.vísir/egill Og þetta er væntanlega dáldið tjón fyrir ykkur ef þið getið ekki selt vöruna? „Já, þetta er stórt tjón.“ Bónus hefur því tekið sig til og býður upp á fríar bambusskeiðar fyrir þá sem kaupa loklaus skyr. Og nú er bara að sjá hvort krakkarnir sætti sig við þann kost. Fjallað var um óánægju landsmanna með papparör- og skeiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra:
Matvælaframleiðsla Loftslagsmál Umhverfismál Neytendur Verslun Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira