Háskólinn á Akureyri og heiðursdoktorsnafnbót dr. Ólafs Ragnars Grímssonar — Sterkt samstarf um málefni Norðurslóða Eyjólfur Guðmundsson skrifar 30. september 2022 09:00 Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fræðimaður og fyrrverandi forseti, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í dag. Þótt Ólafur Ragnar sé í dag best þekktur fyrir störf sín sem forseti Íslands og fyrir brautryðjendastarf í tengslum við málefni Norðurslóða ásamt uppbyggingu Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) þá var hann einnig brautryðjandi á sviði félagsvísinda á Íslandi og einn fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsgráðu á því sviði. Háskólinn á Akureyri naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar þegar háskólinn markaði sér sess með áherslu á Norðurslóðir, bæði meðan Ólafur Ragnar var forseti og æ síðan. Þar má meðal annars nefna hvatningu og stuðning við stofnaðild háskólans að Háskóla Norðurslóða (e. University of the Arctic) sem er samstarfsnet yfir 200 háskóla er láta sig málefni Norðurslóða varða. Fræðileg nálgun Ólafs Ragnars á stjórnskipun og stjórnmál í víðum skilningi eru meðal helstu viðfangsefna fræðafólks á Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri, en eins og áður greinir eru það svið þar sem Ólafur Ragnar hefur látið ríkulega að sér kveða. Það er því mjög við hæfi og mikill heiður fyrir háskólann að veita Ólafi Ragnari heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum. Hringjamiðja Norðurslóða Háskólinn á Akureyri fagnaði 35 árá afmæli sínu þann 5. september síðastliðinn. Vöxtur háskólans í rannsóknum og nemendafjölda hefur farið fram úr allra björtustu vonum þess tíma þegar háskólinn var stofnaður árið 1987. Haraldur Bessason, fyrsti rektor háskólans, var þó með bjartsýnni mönnum í sinni spá um velgengni háskólans í álitsgerð sinni um háskóla á Akureyri — en þar sagði hann m.a.: „Skólinn rís ekki af grunni í öllu veldi sínu á örskotsstund. Brýna nauðsyn ber þó til að velja honum stað af stórhug og framsýni.” Og jafnframt: „Þó má ætla að ekki þurfi lengi að bíða þess að stúdentar geti stefnt að meistara- og doktorsgráðum...”. Má segja að hvorutveggja hafi raungerst á þessum 35 árum. Þá er hvatning hans til okkar um enn frekari uppbyggingu jafn nauðsynleg í dag og hún var árið 1986 þegar við horfum til uppbyggingar á Sólborgarsvæðinu þar sem unnt verður að tengja enn frekar saman rannsóknir og aðra starfsemi tengdum Norðurslóðum í heildstætt samfélag vísinda með áherslu á samfélagslega þætti hvað varðar búsetu okkar sem á Norðurslóðum búum. Á þessum árum hefur háskólinn markað sér skýran sess sem Háskóli norðursins, með sérhæfðu námsframboði í heimskautarétti og með rannsóknum á samfélögum norðursins, bæði stjórnsýslulega sem og hvað varðar heilbrigði íbúa og atvinnuhætti. Fyrir Ísland í heild sinni hefur Háskólinn á Akureyri skipt verulega miklu máli í að auka aðgengi að háskólanámi í gegnum fjarnám — eða stafræna miðlun náms. Aukin þekking og bætt aðgengi að vísindalegri þekkingu í samvinnu við íbúa norðursins er besta leiðin til að auka og jafna lífsskilyrði á milli borga og ytri svæða norðursins. Og á Íslandi er hægt að skilgreina norðrið sem allar byggðir er standa utan beins áhrifasvæðis höfuðborgarinnar á suðvesturhorninu. Þannig eru aðstæður og atvinnuhættir frá Snæfellsnesi norður um land, austur fyrir og að Vík mun líkari aðstæðum á Norðurslóðum almennt og nauðsynlegt að takast á við þær áskoranir i í samvinnu við íbúa en ekki fyrir íbúa, eins og suðrinu hættir til. Þetta er kjarninn í orðræðu Hringborðs Norðurslóðanna þar sem allir aðilar hafa aðgengi að umræðu um málefni Norðurslóða, og ekki síst þeir sem þar búa. Íslendingar hafa talað um byggðamál án þess að ná góðri lendingu í byggðastefnu. Norðurslóðamál eru byggðamál — byggðamál eru á fræðasviði félagsvísinda og á endanum snýst þetta allt um á hvaða hátt samfélög hafa sjálfsákvörðunarrétt í sínum málum. Tenging Háskólans á Akureyri við ævistarf Ólafs Ragnars Grímssonar er því sterk og háskólanum því mikill heiður að Ólafur Ragnar hafi þegið tilnefninguna. Málþing í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar Í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd” við Háskólann á Akureyri. Málþingið fer fram kl. 10–15 sama dag og þar munu forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson, og aðrir fræðimenn fjalla um og eiga orðastað við Ólaf Ragnar um mikilvæga málaflokka þar sem Ólafur Ragnar hefur látið mikið að sér kveða. Í framhaldi af málþinginu fer fram formleg athöfn þar sem Ólafi Ragnari verður veitt heiðursdoktorsnafnbót. Á málstofunni má gera ráð fyrir líflegri umræðu um hlutverk háskóla og þar á meðal aukið hlutverk Háskólans á Akureyri til að efla Akureyri enn frekar sem miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi. Einnig verður rætt um hvernig megi efla innlent samráð og samstarf um málefni Norðurslóða þannig að hlutverk hvers sé skýrt í heildarstefnumörkun landsins gagnvart málefnum Norðurslóða og aðgerðum í loftslagsmálum – sem eru grunnstef í helstu verkefnum íbúa Norðurslóða á næstu áratugum. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Akureyri Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fræðimaður og fyrrverandi forseti, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í dag. Þótt Ólafur Ragnar sé í dag best þekktur fyrir störf sín sem forseti Íslands og fyrir brautryðjendastarf í tengslum við málefni Norðurslóða ásamt uppbyggingu Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) þá var hann einnig brautryðjandi á sviði félagsvísinda á Íslandi og einn fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsgráðu á því sviði. Háskólinn á Akureyri naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar þegar háskólinn markaði sér sess með áherslu á Norðurslóðir, bæði meðan Ólafur Ragnar var forseti og æ síðan. Þar má meðal annars nefna hvatningu og stuðning við stofnaðild háskólans að Háskóla Norðurslóða (e. University of the Arctic) sem er samstarfsnet yfir 200 háskóla er láta sig málefni Norðurslóða varða. Fræðileg nálgun Ólafs Ragnars á stjórnskipun og stjórnmál í víðum skilningi eru meðal helstu viðfangsefna fræðafólks á Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri, en eins og áður greinir eru það svið þar sem Ólafur Ragnar hefur látið ríkulega að sér kveða. Það er því mjög við hæfi og mikill heiður fyrir háskólann að veita Ólafi Ragnari heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum. Hringjamiðja Norðurslóða Háskólinn á Akureyri fagnaði 35 árá afmæli sínu þann 5. september síðastliðinn. Vöxtur háskólans í rannsóknum og nemendafjölda hefur farið fram úr allra björtustu vonum þess tíma þegar háskólinn var stofnaður árið 1987. Haraldur Bessason, fyrsti rektor háskólans, var þó með bjartsýnni mönnum í sinni spá um velgengni háskólans í álitsgerð sinni um háskóla á Akureyri — en þar sagði hann m.a.: „Skólinn rís ekki af grunni í öllu veldi sínu á örskotsstund. Brýna nauðsyn ber þó til að velja honum stað af stórhug og framsýni.” Og jafnframt: „Þó má ætla að ekki þurfi lengi að bíða þess að stúdentar geti stefnt að meistara- og doktorsgráðum...”. Má segja að hvorutveggja hafi raungerst á þessum 35 árum. Þá er hvatning hans til okkar um enn frekari uppbyggingu jafn nauðsynleg í dag og hún var árið 1986 þegar við horfum til uppbyggingar á Sólborgarsvæðinu þar sem unnt verður að tengja enn frekar saman rannsóknir og aðra starfsemi tengdum Norðurslóðum í heildstætt samfélag vísinda með áherslu á samfélagslega þætti hvað varðar búsetu okkar sem á Norðurslóðum búum. Á þessum árum hefur háskólinn markað sér skýran sess sem Háskóli norðursins, með sérhæfðu námsframboði í heimskautarétti og með rannsóknum á samfélögum norðursins, bæði stjórnsýslulega sem og hvað varðar heilbrigði íbúa og atvinnuhætti. Fyrir Ísland í heild sinni hefur Háskólinn á Akureyri skipt verulega miklu máli í að auka aðgengi að háskólanámi í gegnum fjarnám — eða stafræna miðlun náms. Aukin þekking og bætt aðgengi að vísindalegri þekkingu í samvinnu við íbúa norðursins er besta leiðin til að auka og jafna lífsskilyrði á milli borga og ytri svæða norðursins. Og á Íslandi er hægt að skilgreina norðrið sem allar byggðir er standa utan beins áhrifasvæðis höfuðborgarinnar á suðvesturhorninu. Þannig eru aðstæður og atvinnuhættir frá Snæfellsnesi norður um land, austur fyrir og að Vík mun líkari aðstæðum á Norðurslóðum almennt og nauðsynlegt að takast á við þær áskoranir i í samvinnu við íbúa en ekki fyrir íbúa, eins og suðrinu hættir til. Þetta er kjarninn í orðræðu Hringborðs Norðurslóðanna þar sem allir aðilar hafa aðgengi að umræðu um málefni Norðurslóða, og ekki síst þeir sem þar búa. Íslendingar hafa talað um byggðamál án þess að ná góðri lendingu í byggðastefnu. Norðurslóðamál eru byggðamál — byggðamál eru á fræðasviði félagsvísinda og á endanum snýst þetta allt um á hvaða hátt samfélög hafa sjálfsákvörðunarrétt í sínum málum. Tenging Háskólans á Akureyri við ævistarf Ólafs Ragnars Grímssonar er því sterk og háskólanum því mikill heiður að Ólafur Ragnar hafi þegið tilnefninguna. Málþing í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar Í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd” við Háskólann á Akureyri. Málþingið fer fram kl. 10–15 sama dag og þar munu forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson, og aðrir fræðimenn fjalla um og eiga orðastað við Ólaf Ragnar um mikilvæga málaflokka þar sem Ólafur Ragnar hefur látið mikið að sér kveða. Í framhaldi af málþinginu fer fram formleg athöfn þar sem Ólafi Ragnari verður veitt heiðursdoktorsnafnbót. Á málstofunni má gera ráð fyrir líflegri umræðu um hlutverk háskóla og þar á meðal aukið hlutverk Háskólans á Akureyri til að efla Akureyri enn frekar sem miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi. Einnig verður rætt um hvernig megi efla innlent samráð og samstarf um málefni Norðurslóða þannig að hlutverk hvers sé skýrt í heildarstefnumörkun landsins gagnvart málefnum Norðurslóða og aðgerðum í loftslagsmálum – sem eru grunnstef í helstu verkefnum íbúa Norðurslóða á næstu áratugum. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun