Hörður hættir í Macland Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 22:59 Hörður Ágústsson hefur lengi verið kallaður Höddi í Macland eða Höddi Mac. STVF Hörður Ágústsson, einn stofnenda fyrirtækisins Macland, hefur ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu. Hann segir viðskilnaðinn ljúfsáran en tímabært hafi verið að breyta til. Næstu mánuði mun hann vinna að verkefni með rafskútu- og deilibílaleigunni Hopp. „Það var kominn tími til þess að skipta um vettvang. Maður er búinn að vera lengi á sama staðnum og mig langaði að prófa mig í einhverju öðru. Ég var orðinn alveg ágætur í því að vinna í Apple-heiminum en maður gleymir því líka að þegar maður er búinn að vera í tólf ár í einhverju einu þá þarf maður kannski aðeins að ögra sér meira en það,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Úr stofunni heima Það eru komin 12 ár síðan fyrirtækið var stofnað og hefur það stækkað töluvert. Fyrsta búðin var opnuð árið 2010 í gamla Sirkushúsinu á Klapparstíg og var meðal annars á Laugavegi 17 í átta ár. Nú rekur Macland verslun og Apple-verkstæði í Kringlunni. „Það er gaman að horfa til baka. Það er svona það sem maður er búinn að vera að gera síðustu vikuna, bara að horfa til baka og sjá hvað þetta breyttist frá því að vera í stofunni heima hjá manni í eitthvað allt annað. Ekki bjóst maður við því að það myndi gerast,“ segir Hörður og hlær. „Ég er orðinn svo gamall“ Hörður segir of snemmt að gefa nánari upplýsingar um verkefnið sem hann kemur til að vinna að hjá Hopp en leggur áherslu á að verkefnið skipti hann miklu máli. Hann gerir ráð fyrir því að það verði kynnt fljótlega. Hörður segir Apple áhugann þó enn vera til staðar: „Það verður erfitt að breyta úr því úr þessu. Það er of seint að skipta, ég er orðinn svo gamall,“ segir hann og hlær. Hörður greindi frá tíðindunum á Twitter-síðu sinni og hefur fengið mikil viðbrögð við tístinu: RIP Höddi Mac. Elsku vinir, við Svala höfum sagt skilið við Macland. Þessum kafla í okkar lífi er nú lokið. RIP Höddi Mac 🙃Næstu mánuði mun ég vinna að gríðarlega spennandi verkefni með Hopp Reykjavík, m.a. Hopp deilibílum sem er mikið passion project fyrir mig persónulega. 🥰— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 26, 2022 Vistaskipti Tækni Apple Reykjavík Verslun Tímamót Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
„Það var kominn tími til þess að skipta um vettvang. Maður er búinn að vera lengi á sama staðnum og mig langaði að prófa mig í einhverju öðru. Ég var orðinn alveg ágætur í því að vinna í Apple-heiminum en maður gleymir því líka að þegar maður er búinn að vera í tólf ár í einhverju einu þá þarf maður kannski aðeins að ögra sér meira en það,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Úr stofunni heima Það eru komin 12 ár síðan fyrirtækið var stofnað og hefur það stækkað töluvert. Fyrsta búðin var opnuð árið 2010 í gamla Sirkushúsinu á Klapparstíg og var meðal annars á Laugavegi 17 í átta ár. Nú rekur Macland verslun og Apple-verkstæði í Kringlunni. „Það er gaman að horfa til baka. Það er svona það sem maður er búinn að vera að gera síðustu vikuna, bara að horfa til baka og sjá hvað þetta breyttist frá því að vera í stofunni heima hjá manni í eitthvað allt annað. Ekki bjóst maður við því að það myndi gerast,“ segir Hörður og hlær. „Ég er orðinn svo gamall“ Hörður segir of snemmt að gefa nánari upplýsingar um verkefnið sem hann kemur til að vinna að hjá Hopp en leggur áherslu á að verkefnið skipti hann miklu máli. Hann gerir ráð fyrir því að það verði kynnt fljótlega. Hörður segir Apple áhugann þó enn vera til staðar: „Það verður erfitt að breyta úr því úr þessu. Það er of seint að skipta, ég er orðinn svo gamall,“ segir hann og hlær. Hörður greindi frá tíðindunum á Twitter-síðu sinni og hefur fengið mikil viðbrögð við tístinu: RIP Höddi Mac. Elsku vinir, við Svala höfum sagt skilið við Macland. Þessum kafla í okkar lífi er nú lokið. RIP Höddi Mac 🙃Næstu mánuði mun ég vinna að gríðarlega spennandi verkefni með Hopp Reykjavík, m.a. Hopp deilibílum sem er mikið passion project fyrir mig persónulega. 🥰— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 26, 2022
Vistaskipti Tækni Apple Reykjavík Verslun Tímamót Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira