Offita, markaðsöfl og neysla Hallgerður Hauksdóttir skrifar 19. september 2022 17:01 Ýmislegt hefur verið leitt fram um ætlaðar ástæður offitufaraldurs sem geysar á Vesturlöndum. Ein kenning var um hættulega fituneyslu, hugmynd sem leiddi til aukinnar kolvetnavæðingar matvæla. Mikil neysla sykurefna er í sjálfu sér alvarlegt mál, enda er sykursýki 2 vaxandi afleiðing. Nýleg míta, sem sem betur fer er einnig á undanhaldi, er „kaloríur inn, kaloríur út“ kenningin um útreikning á hversu mikilla kaloría sé neytt miðað við grunnbrennslu og líkamsrækt. Hún gengur út á að neyta færri kaloría en líkaminn brennir innan hvers sólarhrings. Líkaminn sér við slíku með því að lækka efnaskiptahraðann. Þessi aðferð neyðir líkamann til að ganga á vöðvavef þegar miðað er við „margar litlar máltíðir allan daginn“ – sem er enn önnur arfaslæm hugmynd. Vegna ónýtra megrunaraðferða og fólks sem fitnar aftur hefur jafnframt verið vaxandi sú hugmynd að offitu eigi að líta á sem óhjákvæmilega og beri að normalísera hana. Þetta er fjarri sanni. Föstur eru líkamanum eiginlegar til að brenna fitubirgðum. Þróunarfræðilega er þetta frá því löngu áður en forverum okkar datt í hug að selja afurðir og matvöru í matvörubúðum. Líkömum okkar er til milljóna ára eiginlegt að safna í eigið forðabúr í fituformi og líkamanum er jafn eiginlegt að nýta fituna aftur. Það er nútímalífstíll með öllum þessum mat sem haldið er að okkur úr öllum áttum og allan daginn sem gerir okkur erfitt að komast til að nota þessar eigin birgðir. Hugtakið föstur er reyndar líka talsvert á reiki í daglegu tali og stundum jafnvel notað um ýmsa matarkúra eða safakúra. En eiginlegar föstur eru engu að síður einfaldlega það að neyta ekki næringar um tiltekinn tíma. Fasta hefst þegar glúkósa/glýkógen forði líkamans er uppurinn, sem er yfirleitt eftir 12-16 klst án næringar. Þá byrjar líkaminn að nýta eigin forða beint. Hann nýtir fyrst bæði eigin fitubirgðir meðfram því að endurnýta ónýt prótínefni innan frumna en skiptir að því loknu alveg yfir í að brenna fitu. Líkaminn kann þetta alveg og við getum treyst því. Eftir föstur og við neyslu heilnæms fæðis hefst uppbygging og endurnýjun innan líkamans fyrir tilstilli vaxtarhormóna. Föstur ekki sérgreint matarræði eins ketó, paleo- eða vegan eða annað slíkt. Þær eru ekki kúr af neinu tagi né skyldar hugmyndum um að tengja offitu við líkamshreyfingu eða hreyfingarleysi. Föstur skyldi alls ekki tengja við átraskanir á borð við lotugræðgi eða lystarstol. Föstur má flokka í stuttföstur innan hvers sólarhrings og langföstur sem standa í fleiri daga. Áríðandi er að framkvæma föstur rétt og er varasamt að fara í langföstu án þess að kynna sér vel hvað þarf til. En það verður seint að föstum verði haldið að fólki eða þær vel kynntar, enda ekkert á því að græða að beina fólki frá neyslu matvæla eða kostnaðarsamra og íþyngjandi úrræða. Föstur eru eitthvað sem við hvert og eitt ættum að kynna okkur sjálf ef okkur langar til að losa okkur við umframfitu á einfaldan og eðlilegan máta. Höfundur er áhugamanneskja um heilbrigðan lífstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur verið leitt fram um ætlaðar ástæður offitufaraldurs sem geysar á Vesturlöndum. Ein kenning var um hættulega fituneyslu, hugmynd sem leiddi til aukinnar kolvetnavæðingar matvæla. Mikil neysla sykurefna er í sjálfu sér alvarlegt mál, enda er sykursýki 2 vaxandi afleiðing. Nýleg míta, sem sem betur fer er einnig á undanhaldi, er „kaloríur inn, kaloríur út“ kenningin um útreikning á hversu mikilla kaloría sé neytt miðað við grunnbrennslu og líkamsrækt. Hún gengur út á að neyta færri kaloría en líkaminn brennir innan hvers sólarhrings. Líkaminn sér við slíku með því að lækka efnaskiptahraðann. Þessi aðferð neyðir líkamann til að ganga á vöðvavef þegar miðað er við „margar litlar máltíðir allan daginn“ – sem er enn önnur arfaslæm hugmynd. Vegna ónýtra megrunaraðferða og fólks sem fitnar aftur hefur jafnframt verið vaxandi sú hugmynd að offitu eigi að líta á sem óhjákvæmilega og beri að normalísera hana. Þetta er fjarri sanni. Föstur eru líkamanum eiginlegar til að brenna fitubirgðum. Þróunarfræðilega er þetta frá því löngu áður en forverum okkar datt í hug að selja afurðir og matvöru í matvörubúðum. Líkömum okkar er til milljóna ára eiginlegt að safna í eigið forðabúr í fituformi og líkamanum er jafn eiginlegt að nýta fituna aftur. Það er nútímalífstíll með öllum þessum mat sem haldið er að okkur úr öllum áttum og allan daginn sem gerir okkur erfitt að komast til að nota þessar eigin birgðir. Hugtakið föstur er reyndar líka talsvert á reiki í daglegu tali og stundum jafnvel notað um ýmsa matarkúra eða safakúra. En eiginlegar föstur eru engu að síður einfaldlega það að neyta ekki næringar um tiltekinn tíma. Fasta hefst þegar glúkósa/glýkógen forði líkamans er uppurinn, sem er yfirleitt eftir 12-16 klst án næringar. Þá byrjar líkaminn að nýta eigin forða beint. Hann nýtir fyrst bæði eigin fitubirgðir meðfram því að endurnýta ónýt prótínefni innan frumna en skiptir að því loknu alveg yfir í að brenna fitu. Líkaminn kann þetta alveg og við getum treyst því. Eftir föstur og við neyslu heilnæms fæðis hefst uppbygging og endurnýjun innan líkamans fyrir tilstilli vaxtarhormóna. Föstur ekki sérgreint matarræði eins ketó, paleo- eða vegan eða annað slíkt. Þær eru ekki kúr af neinu tagi né skyldar hugmyndum um að tengja offitu við líkamshreyfingu eða hreyfingarleysi. Föstur skyldi alls ekki tengja við átraskanir á borð við lotugræðgi eða lystarstol. Föstur má flokka í stuttföstur innan hvers sólarhrings og langföstur sem standa í fleiri daga. Áríðandi er að framkvæma föstur rétt og er varasamt að fara í langföstu án þess að kynna sér vel hvað þarf til. En það verður seint að föstum verði haldið að fólki eða þær vel kynntar, enda ekkert á því að græða að beina fólki frá neyslu matvæla eða kostnaðarsamra og íþyngjandi úrræða. Föstur eru eitthvað sem við hvert og eitt ættum að kynna okkur sjálf ef okkur langar til að losa okkur við umframfitu á einfaldan og eðlilegan máta. Höfundur er áhugamanneskja um heilbrigðan lífstíl.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun