Offita, markaðsöfl og neysla Hallgerður Hauksdóttir skrifar 19. september 2022 17:01 Ýmislegt hefur verið leitt fram um ætlaðar ástæður offitufaraldurs sem geysar á Vesturlöndum. Ein kenning var um hættulega fituneyslu, hugmynd sem leiddi til aukinnar kolvetnavæðingar matvæla. Mikil neysla sykurefna er í sjálfu sér alvarlegt mál, enda er sykursýki 2 vaxandi afleiðing. Nýleg míta, sem sem betur fer er einnig á undanhaldi, er „kaloríur inn, kaloríur út“ kenningin um útreikning á hversu mikilla kaloría sé neytt miðað við grunnbrennslu og líkamsrækt. Hún gengur út á að neyta færri kaloría en líkaminn brennir innan hvers sólarhrings. Líkaminn sér við slíku með því að lækka efnaskiptahraðann. Þessi aðferð neyðir líkamann til að ganga á vöðvavef þegar miðað er við „margar litlar máltíðir allan daginn“ – sem er enn önnur arfaslæm hugmynd. Vegna ónýtra megrunaraðferða og fólks sem fitnar aftur hefur jafnframt verið vaxandi sú hugmynd að offitu eigi að líta á sem óhjákvæmilega og beri að normalísera hana. Þetta er fjarri sanni. Föstur eru líkamanum eiginlegar til að brenna fitubirgðum. Þróunarfræðilega er þetta frá því löngu áður en forverum okkar datt í hug að selja afurðir og matvöru í matvörubúðum. Líkömum okkar er til milljóna ára eiginlegt að safna í eigið forðabúr í fituformi og líkamanum er jafn eiginlegt að nýta fituna aftur. Það er nútímalífstíll með öllum þessum mat sem haldið er að okkur úr öllum áttum og allan daginn sem gerir okkur erfitt að komast til að nota þessar eigin birgðir. Hugtakið föstur er reyndar líka talsvert á reiki í daglegu tali og stundum jafnvel notað um ýmsa matarkúra eða safakúra. En eiginlegar föstur eru engu að síður einfaldlega það að neyta ekki næringar um tiltekinn tíma. Fasta hefst þegar glúkósa/glýkógen forði líkamans er uppurinn, sem er yfirleitt eftir 12-16 klst án næringar. Þá byrjar líkaminn að nýta eigin forða beint. Hann nýtir fyrst bæði eigin fitubirgðir meðfram því að endurnýta ónýt prótínefni innan frumna en skiptir að því loknu alveg yfir í að brenna fitu. Líkaminn kann þetta alveg og við getum treyst því. Eftir föstur og við neyslu heilnæms fæðis hefst uppbygging og endurnýjun innan líkamans fyrir tilstilli vaxtarhormóna. Föstur ekki sérgreint matarræði eins ketó, paleo- eða vegan eða annað slíkt. Þær eru ekki kúr af neinu tagi né skyldar hugmyndum um að tengja offitu við líkamshreyfingu eða hreyfingarleysi. Föstur skyldi alls ekki tengja við átraskanir á borð við lotugræðgi eða lystarstol. Föstur má flokka í stuttföstur innan hvers sólarhrings og langföstur sem standa í fleiri daga. Áríðandi er að framkvæma föstur rétt og er varasamt að fara í langföstu án þess að kynna sér vel hvað þarf til. En það verður seint að föstum verði haldið að fólki eða þær vel kynntar, enda ekkert á því að græða að beina fólki frá neyslu matvæla eða kostnaðarsamra og íþyngjandi úrræða. Föstur eru eitthvað sem við hvert og eitt ættum að kynna okkur sjálf ef okkur langar til að losa okkur við umframfitu á einfaldan og eðlilegan máta. Höfundur er áhugamanneskja um heilbrigðan lífstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur verið leitt fram um ætlaðar ástæður offitufaraldurs sem geysar á Vesturlöndum. Ein kenning var um hættulega fituneyslu, hugmynd sem leiddi til aukinnar kolvetnavæðingar matvæla. Mikil neysla sykurefna er í sjálfu sér alvarlegt mál, enda er sykursýki 2 vaxandi afleiðing. Nýleg míta, sem sem betur fer er einnig á undanhaldi, er „kaloríur inn, kaloríur út“ kenningin um útreikning á hversu mikilla kaloría sé neytt miðað við grunnbrennslu og líkamsrækt. Hún gengur út á að neyta færri kaloría en líkaminn brennir innan hvers sólarhrings. Líkaminn sér við slíku með því að lækka efnaskiptahraðann. Þessi aðferð neyðir líkamann til að ganga á vöðvavef þegar miðað er við „margar litlar máltíðir allan daginn“ – sem er enn önnur arfaslæm hugmynd. Vegna ónýtra megrunaraðferða og fólks sem fitnar aftur hefur jafnframt verið vaxandi sú hugmynd að offitu eigi að líta á sem óhjákvæmilega og beri að normalísera hana. Þetta er fjarri sanni. Föstur eru líkamanum eiginlegar til að brenna fitubirgðum. Þróunarfræðilega er þetta frá því löngu áður en forverum okkar datt í hug að selja afurðir og matvöru í matvörubúðum. Líkömum okkar er til milljóna ára eiginlegt að safna í eigið forðabúr í fituformi og líkamanum er jafn eiginlegt að nýta fituna aftur. Það er nútímalífstíll með öllum þessum mat sem haldið er að okkur úr öllum áttum og allan daginn sem gerir okkur erfitt að komast til að nota þessar eigin birgðir. Hugtakið föstur er reyndar líka talsvert á reiki í daglegu tali og stundum jafnvel notað um ýmsa matarkúra eða safakúra. En eiginlegar föstur eru engu að síður einfaldlega það að neyta ekki næringar um tiltekinn tíma. Fasta hefst þegar glúkósa/glýkógen forði líkamans er uppurinn, sem er yfirleitt eftir 12-16 klst án næringar. Þá byrjar líkaminn að nýta eigin forða beint. Hann nýtir fyrst bæði eigin fitubirgðir meðfram því að endurnýta ónýt prótínefni innan frumna en skiptir að því loknu alveg yfir í að brenna fitu. Líkaminn kann þetta alveg og við getum treyst því. Eftir föstur og við neyslu heilnæms fæðis hefst uppbygging og endurnýjun innan líkamans fyrir tilstilli vaxtarhormóna. Föstur ekki sérgreint matarræði eins ketó, paleo- eða vegan eða annað slíkt. Þær eru ekki kúr af neinu tagi né skyldar hugmyndum um að tengja offitu við líkamshreyfingu eða hreyfingarleysi. Föstur skyldi alls ekki tengja við átraskanir á borð við lotugræðgi eða lystarstol. Föstur má flokka í stuttföstur innan hvers sólarhrings og langföstur sem standa í fleiri daga. Áríðandi er að framkvæma föstur rétt og er varasamt að fara í langföstu án þess að kynna sér vel hvað þarf til. En það verður seint að föstum verði haldið að fólki eða þær vel kynntar, enda ekkert á því að græða að beina fólki frá neyslu matvæla eða kostnaðarsamra og íþyngjandi úrræða. Föstur eru eitthvað sem við hvert og eitt ættum að kynna okkur sjálf ef okkur langar til að losa okkur við umframfitu á einfaldan og eðlilegan máta. Höfundur er áhugamanneskja um heilbrigðan lífstíl.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun