Söfn og dagur íslenskrar náttúru Björk Þorleifsdóttir skrifar 16. september 2022 11:23 Dagur íslenskrar náttúru er 16. september. Á þeim degi er söfnum hollt og mikilvægt að minna sig á að þau eiga ekki að vera og geta ekki verið hlutlaus þegar kemur að umhverfismálum. Það á að vera okkur ljúft og skylt að fræða safngesti um hvaða hættur steðja að okkar eina heimili, Jörðinni, og hvað við getum gert til þess að snúa af braut eyðileggingarinnar og stefna þess í stað rakleiðis í áttina að sjálfbærni og bættum heimi – ekki bara fyrir mannfólkið heldur fyrir allar lífverur. Það á að vera sjálfsagt hlutverk okkar að hvetja safngesti til góðra verka og við þurfum að muna að margt smátt gerir eitt stórt – einstaklingurinn skiptir alltaf máli, hversu lítil sem okkur finnst við vera! Í Grasagarðinum stóðum við fyrir fræðslunni „Byrjum heima að bjarga jörðinni“ núna síðsumars á samfélagsmiðlum. Þar var í máli, myndum og myndböndum bent á leiðir til þess að vera umhverfisvænni en tilgangurinn var ekki síst að hvetja fólk til að vera meðvitaðri neytendur fyrir líffræðilega fjölbreytni og að setja upp náttúruskoðunargleraugun hvort sem við erum í manngerðu umhverfi eða úti í náttúrunni. Allt í kringum okkur leynist náttúra; túnfífill brýst upp úr brotnu malbiki í miðborginni. Við lítum á hann sem illgresi en hann er samt sem áður að hreinsa andrúmsloftið fyrir okkur – hann tekur upp koltvíoxíð og gefur frá sér súrefni og við græðum! Sniglarnir á salatinu okkar eru mikilvægar niðurbrotsverur og geitungurinn sem er að pirra okkur núna hreinsaði fallegustu rósina í garðinum af blaðlúsum fyrr í sumar svo núna njótum við blómgunarinnar. Í safni eins og Grasagarðinum búa ótal lífverur fyrir utan þessar 5.000 sem teljast safngripirnir okkar – Grasagarðurinn er svo sannarlega lifandi safn. Á degi íslenskrar náttúru lítum við til hins óskráða á safninu: sveppanna sem eru svo áberandi á þessum árstíma. Við kíkjum á ætisveppi, niðurbrotssveppi og skoðum svepprótakerfi undir trjám – samlífiskerfi sem gerir trjánum kleift að tala við önnur tré. Við vonum að íbúar landsins nýti dag íslenskrar náttúru til að gera eitthvað náttúrunni til hagsbóta og vonumst auðvitað til að sjá sem flesta í hádegisgöngu hjá okkur á slaginu 12 í Grasagarðinum þennan dag. Höfundur er verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Grasagarði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar náttúru er 16. september. Á þeim degi er söfnum hollt og mikilvægt að minna sig á að þau eiga ekki að vera og geta ekki verið hlutlaus þegar kemur að umhverfismálum. Það á að vera okkur ljúft og skylt að fræða safngesti um hvaða hættur steðja að okkar eina heimili, Jörðinni, og hvað við getum gert til þess að snúa af braut eyðileggingarinnar og stefna þess í stað rakleiðis í áttina að sjálfbærni og bættum heimi – ekki bara fyrir mannfólkið heldur fyrir allar lífverur. Það á að vera sjálfsagt hlutverk okkar að hvetja safngesti til góðra verka og við þurfum að muna að margt smátt gerir eitt stórt – einstaklingurinn skiptir alltaf máli, hversu lítil sem okkur finnst við vera! Í Grasagarðinum stóðum við fyrir fræðslunni „Byrjum heima að bjarga jörðinni“ núna síðsumars á samfélagsmiðlum. Þar var í máli, myndum og myndböndum bent á leiðir til þess að vera umhverfisvænni en tilgangurinn var ekki síst að hvetja fólk til að vera meðvitaðri neytendur fyrir líffræðilega fjölbreytni og að setja upp náttúruskoðunargleraugun hvort sem við erum í manngerðu umhverfi eða úti í náttúrunni. Allt í kringum okkur leynist náttúra; túnfífill brýst upp úr brotnu malbiki í miðborginni. Við lítum á hann sem illgresi en hann er samt sem áður að hreinsa andrúmsloftið fyrir okkur – hann tekur upp koltvíoxíð og gefur frá sér súrefni og við græðum! Sniglarnir á salatinu okkar eru mikilvægar niðurbrotsverur og geitungurinn sem er að pirra okkur núna hreinsaði fallegustu rósina í garðinum af blaðlúsum fyrr í sumar svo núna njótum við blómgunarinnar. Í safni eins og Grasagarðinum búa ótal lífverur fyrir utan þessar 5.000 sem teljast safngripirnir okkar – Grasagarðurinn er svo sannarlega lifandi safn. Á degi íslenskrar náttúru lítum við til hins óskráða á safninu: sveppanna sem eru svo áberandi á þessum árstíma. Við kíkjum á ætisveppi, niðurbrotssveppi og skoðum svepprótakerfi undir trjám – samlífiskerfi sem gerir trjánum kleift að tala við önnur tré. Við vonum að íbúar landsins nýti dag íslenskrar náttúru til að gera eitthvað náttúrunni til hagsbóta og vonumst auðvitað til að sjá sem flesta í hádegisgöngu hjá okkur á slaginu 12 í Grasagarðinum þennan dag. Höfundur er verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Grasagarði Reykjavíkur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun