Sif leggur landsliðsskóna á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2022 22:00 Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi en alls fór hún á fjögur stórmót. Getty/Charlotte Wilson Sif Atladóttir hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Frá þessu greindi hún á Instagram-síðu sinni í kvöld. Hin 37 ára gamla Sif hefur spilað með íslenska landsliðinu allt frá árinu 2007. Nú, eftir 90 A-landsleiki og fjögur stórmót, fara landsliðsskórnir upp á hillu. Hún er þó hvergi nærri hætt að spila fótbolta en hún framlengdi samning sinn á Selfossi nýverið um tvö ár. Það þýðir að Sif verður orðin 39 ára gömul þegar hún hættir loks að spila. Sif er þekkt fyrir að vera hörð i horn að taka, frábær í loftinu, með góðan leikskilning og innköst sem minna á fallbyssu. Eftir að hafa leikið með FH, KR, Þrótti Reykjavík og Val hér á landi hélt hún til Þýskalands árið 2010 þar sem hún spilaði með FC Saarbrücken í eitt tímabil. Ári síðar gekk Sif í raðir sænska félagsins Kristianstad og var þar í áratug áður en hún kom heim og samdi við Selfoss. Í færslu sinni á Instagram segir Sif „Ekki gráta af því eitthvað er búið, brostu af því það átti sér stað. Allt tekur sinn enda. Eftir 15 ár, 90 landsleiki og 4 stórmót þá er kominn tími á að ég hengi upp bláu treyjuna með stolt í hjarta.“ View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) „Til ykkar allra sem hafa verið hluti af mínu ferðalagi við ég segja Takk. Ég hef gefið hjarta, líkama og sál í búninginn og hef ég borið hann með stolti. Það hefur verið minn heiður að spila fyrir ykkur. Takk fyrir mig Ísland,“ segir að endingu í færslunni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Hin 37 ára gamla Sif hefur spilað með íslenska landsliðinu allt frá árinu 2007. Nú, eftir 90 A-landsleiki og fjögur stórmót, fara landsliðsskórnir upp á hillu. Hún er þó hvergi nærri hætt að spila fótbolta en hún framlengdi samning sinn á Selfossi nýverið um tvö ár. Það þýðir að Sif verður orðin 39 ára gömul þegar hún hættir loks að spila. Sif er þekkt fyrir að vera hörð i horn að taka, frábær í loftinu, með góðan leikskilning og innköst sem minna á fallbyssu. Eftir að hafa leikið með FH, KR, Þrótti Reykjavík og Val hér á landi hélt hún til Þýskalands árið 2010 þar sem hún spilaði með FC Saarbrücken í eitt tímabil. Ári síðar gekk Sif í raðir sænska félagsins Kristianstad og var þar í áratug áður en hún kom heim og samdi við Selfoss. Í færslu sinni á Instagram segir Sif „Ekki gráta af því eitthvað er búið, brostu af því það átti sér stað. Allt tekur sinn enda. Eftir 15 ár, 90 landsleiki og 4 stórmót þá er kominn tími á að ég hengi upp bláu treyjuna með stolt í hjarta.“ View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) „Til ykkar allra sem hafa verið hluti af mínu ferðalagi við ég segja Takk. Ég hef gefið hjarta, líkama og sál í búninginn og hef ég borið hann með stolti. Það hefur verið minn heiður að spila fyrir ykkur. Takk fyrir mig Ísland,“ segir að endingu í færslunni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira