Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Halldór Oddsson skrifar 14. september 2022 07:01 Vegna umræðu um meint áhrifaleysi Alþýðusambands Íslands gagnvart stjórnvöldum vil ég segja þetta: Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. Staðreyndin er sú að skýr og vönduð sýn innan hreyfingarinnar er talsvert líklegri til að ná máli en sundurleitni og gífuryrði. Ég tala nú ekki um ef samstaðan er slík að ætla má að hreyfingin sé reiðubúin að beita vopnum sínum til að ná fram kjara- og réttarbótum fyrir íslenskt launafólk. Helstu ástæður fyrir meintu áhrifaleysi ASÍ við að ná sínu fram gagnvart stjórnvöldum tel ég að eigi fyrst og fremst að skrifast á samstöðuleysi og skort á vilja forsvarsmanna aðildarfélaga til að sameina rödd hreyfingarinnar í sterk og skýr skilaboð. Eðli málsins samkvæmt verður allt forsvarsfólk aðildarfélaga ASÍ að axla ábyrgð á því að raðirnar séu þéttar og áherslurnar skýrar. Með þessum orðum er það ekki ætlun mín að beina spjótum að ákveðnu forsvarsfólki umfram annað í þeim efnum. ASÍ er, þegar allt kemur til alls, verkfæri stéttarfélaganna. Það er ábyrgð þeirra að beita því vel eða illa. Veruleiki þar sem margar lágróma raddir tala út og suður þýðir að stjórnvöld þurfa aðeins að hlusta á enduróm eigin orða þegar ákvarðanir sem varða lífsviðurværi alþýðu landsins eru teknar. Þegar okkur hefur tekist að sameina raddir okkar og áherslur gagnvart stjórnvöldum höfum við náð mikilsverðum árangri og nefni ég nokkur nýleg dæmi: -Almenna íbúðakerfið (Bjarg-íbúðafélag) – 2016 -Keðjuábyrgð í opinberum framkvæmdum – 2016 -Keðjuábyrgð (þjónustuveitendur frá EES / Starfsmannaleigur) – 2018 -Leiðrétting/hækkun greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa – 2018 -Ný almenn lög um jafna meðferð á vinnumarkaði – 2018 -Endurskoðuð þrep í tekjuskattskerfi – 2019 -Tengsl vinnu og leigu í húsaleigulögum rofin – 2019 -Lengra og betra fæðingarorlof – 2020 -Hækkun lífeyrissjóðsiðgjalds lögbundin – 2022 En betur má ef duga skal, og já, vissulega er stundum erfitt að finna samhljóminn í svo stórri hreyfingu. Á sama tíma og ég tek fegins hendi og fagna allri umræðu um gagnsemi og uppbyggingu hreyfingarinnar, þá biðla ég til þeirra sem hvað mest hafa sig í frammi að leyfa ASÍ að njóta sannmælis í umræðunni. Við eigum ekki að ræða hvort við ætlum að vera saman, heldur hvernig við ætlum að vera saman. Með hagsmuni launafólks á Íslandi fyrir brjósti, vona ég innilega að komandi forsetar og miðstjórnarfulltrúar beri gæfu til að sameina hreyfinguna í samstillta og öfluga rödd. Við erum 130.000 félagar og ef við viljum erum við óstöðvandi. Höfundur starfar hjá Alþýðusambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kjaramál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Vegna umræðu um meint áhrifaleysi Alþýðusambands Íslands gagnvart stjórnvöldum vil ég segja þetta: Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. Staðreyndin er sú að skýr og vönduð sýn innan hreyfingarinnar er talsvert líklegri til að ná máli en sundurleitni og gífuryrði. Ég tala nú ekki um ef samstaðan er slík að ætla má að hreyfingin sé reiðubúin að beita vopnum sínum til að ná fram kjara- og réttarbótum fyrir íslenskt launafólk. Helstu ástæður fyrir meintu áhrifaleysi ASÍ við að ná sínu fram gagnvart stjórnvöldum tel ég að eigi fyrst og fremst að skrifast á samstöðuleysi og skort á vilja forsvarsmanna aðildarfélaga til að sameina rödd hreyfingarinnar í sterk og skýr skilaboð. Eðli málsins samkvæmt verður allt forsvarsfólk aðildarfélaga ASÍ að axla ábyrgð á því að raðirnar séu þéttar og áherslurnar skýrar. Með þessum orðum er það ekki ætlun mín að beina spjótum að ákveðnu forsvarsfólki umfram annað í þeim efnum. ASÍ er, þegar allt kemur til alls, verkfæri stéttarfélaganna. Það er ábyrgð þeirra að beita því vel eða illa. Veruleiki þar sem margar lágróma raddir tala út og suður þýðir að stjórnvöld þurfa aðeins að hlusta á enduróm eigin orða þegar ákvarðanir sem varða lífsviðurværi alþýðu landsins eru teknar. Þegar okkur hefur tekist að sameina raddir okkar og áherslur gagnvart stjórnvöldum höfum við náð mikilsverðum árangri og nefni ég nokkur nýleg dæmi: -Almenna íbúðakerfið (Bjarg-íbúðafélag) – 2016 -Keðjuábyrgð í opinberum framkvæmdum – 2016 -Keðjuábyrgð (þjónustuveitendur frá EES / Starfsmannaleigur) – 2018 -Leiðrétting/hækkun greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa – 2018 -Ný almenn lög um jafna meðferð á vinnumarkaði – 2018 -Endurskoðuð þrep í tekjuskattskerfi – 2019 -Tengsl vinnu og leigu í húsaleigulögum rofin – 2019 -Lengra og betra fæðingarorlof – 2020 -Hækkun lífeyrissjóðsiðgjalds lögbundin – 2022 En betur má ef duga skal, og já, vissulega er stundum erfitt að finna samhljóminn í svo stórri hreyfingu. Á sama tíma og ég tek fegins hendi og fagna allri umræðu um gagnsemi og uppbyggingu hreyfingarinnar, þá biðla ég til þeirra sem hvað mest hafa sig í frammi að leyfa ASÍ að njóta sannmælis í umræðunni. Við eigum ekki að ræða hvort við ætlum að vera saman, heldur hvernig við ætlum að vera saman. Með hagsmuni launafólks á Íslandi fyrir brjósti, vona ég innilega að komandi forsetar og miðstjórnarfulltrúar beri gæfu til að sameina hreyfinguna í samstillta og öfluga rödd. Við erum 130.000 félagar og ef við viljum erum við óstöðvandi. Höfundur starfar hjá Alþýðusambandi Íslands.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun