Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Halldór Oddsson skrifar 14. september 2022 07:01 Vegna umræðu um meint áhrifaleysi Alþýðusambands Íslands gagnvart stjórnvöldum vil ég segja þetta: Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. Staðreyndin er sú að skýr og vönduð sýn innan hreyfingarinnar er talsvert líklegri til að ná máli en sundurleitni og gífuryrði. Ég tala nú ekki um ef samstaðan er slík að ætla má að hreyfingin sé reiðubúin að beita vopnum sínum til að ná fram kjara- og réttarbótum fyrir íslenskt launafólk. Helstu ástæður fyrir meintu áhrifaleysi ASÍ við að ná sínu fram gagnvart stjórnvöldum tel ég að eigi fyrst og fremst að skrifast á samstöðuleysi og skort á vilja forsvarsmanna aðildarfélaga til að sameina rödd hreyfingarinnar í sterk og skýr skilaboð. Eðli málsins samkvæmt verður allt forsvarsfólk aðildarfélaga ASÍ að axla ábyrgð á því að raðirnar séu þéttar og áherslurnar skýrar. Með þessum orðum er það ekki ætlun mín að beina spjótum að ákveðnu forsvarsfólki umfram annað í þeim efnum. ASÍ er, þegar allt kemur til alls, verkfæri stéttarfélaganna. Það er ábyrgð þeirra að beita því vel eða illa. Veruleiki þar sem margar lágróma raddir tala út og suður þýðir að stjórnvöld þurfa aðeins að hlusta á enduróm eigin orða þegar ákvarðanir sem varða lífsviðurværi alþýðu landsins eru teknar. Þegar okkur hefur tekist að sameina raddir okkar og áherslur gagnvart stjórnvöldum höfum við náð mikilsverðum árangri og nefni ég nokkur nýleg dæmi: -Almenna íbúðakerfið (Bjarg-íbúðafélag) – 2016 -Keðjuábyrgð í opinberum framkvæmdum – 2016 -Keðjuábyrgð (þjónustuveitendur frá EES / Starfsmannaleigur) – 2018 -Leiðrétting/hækkun greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa – 2018 -Ný almenn lög um jafna meðferð á vinnumarkaði – 2018 -Endurskoðuð þrep í tekjuskattskerfi – 2019 -Tengsl vinnu og leigu í húsaleigulögum rofin – 2019 -Lengra og betra fæðingarorlof – 2020 -Hækkun lífeyrissjóðsiðgjalds lögbundin – 2022 En betur má ef duga skal, og já, vissulega er stundum erfitt að finna samhljóminn í svo stórri hreyfingu. Á sama tíma og ég tek fegins hendi og fagna allri umræðu um gagnsemi og uppbyggingu hreyfingarinnar, þá biðla ég til þeirra sem hvað mest hafa sig í frammi að leyfa ASÍ að njóta sannmælis í umræðunni. Við eigum ekki að ræða hvort við ætlum að vera saman, heldur hvernig við ætlum að vera saman. Með hagsmuni launafólks á Íslandi fyrir brjósti, vona ég innilega að komandi forsetar og miðstjórnarfulltrúar beri gæfu til að sameina hreyfinguna í samstillta og öfluga rödd. Við erum 130.000 félagar og ef við viljum erum við óstöðvandi. Höfundur starfar hjá Alþýðusambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kjaramál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna umræðu um meint áhrifaleysi Alþýðusambands Íslands gagnvart stjórnvöldum vil ég segja þetta: Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. Staðreyndin er sú að skýr og vönduð sýn innan hreyfingarinnar er talsvert líklegri til að ná máli en sundurleitni og gífuryrði. Ég tala nú ekki um ef samstaðan er slík að ætla má að hreyfingin sé reiðubúin að beita vopnum sínum til að ná fram kjara- og réttarbótum fyrir íslenskt launafólk. Helstu ástæður fyrir meintu áhrifaleysi ASÍ við að ná sínu fram gagnvart stjórnvöldum tel ég að eigi fyrst og fremst að skrifast á samstöðuleysi og skort á vilja forsvarsmanna aðildarfélaga til að sameina rödd hreyfingarinnar í sterk og skýr skilaboð. Eðli málsins samkvæmt verður allt forsvarsfólk aðildarfélaga ASÍ að axla ábyrgð á því að raðirnar séu þéttar og áherslurnar skýrar. Með þessum orðum er það ekki ætlun mín að beina spjótum að ákveðnu forsvarsfólki umfram annað í þeim efnum. ASÍ er, þegar allt kemur til alls, verkfæri stéttarfélaganna. Það er ábyrgð þeirra að beita því vel eða illa. Veruleiki þar sem margar lágróma raddir tala út og suður þýðir að stjórnvöld þurfa aðeins að hlusta á enduróm eigin orða þegar ákvarðanir sem varða lífsviðurværi alþýðu landsins eru teknar. Þegar okkur hefur tekist að sameina raddir okkar og áherslur gagnvart stjórnvöldum höfum við náð mikilsverðum árangri og nefni ég nokkur nýleg dæmi: -Almenna íbúðakerfið (Bjarg-íbúðafélag) – 2016 -Keðjuábyrgð í opinberum framkvæmdum – 2016 -Keðjuábyrgð (þjónustuveitendur frá EES / Starfsmannaleigur) – 2018 -Leiðrétting/hækkun greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa – 2018 -Ný almenn lög um jafna meðferð á vinnumarkaði – 2018 -Endurskoðuð þrep í tekjuskattskerfi – 2019 -Tengsl vinnu og leigu í húsaleigulögum rofin – 2019 -Lengra og betra fæðingarorlof – 2020 -Hækkun lífeyrissjóðsiðgjalds lögbundin – 2022 En betur má ef duga skal, og já, vissulega er stundum erfitt að finna samhljóminn í svo stórri hreyfingu. Á sama tíma og ég tek fegins hendi og fagna allri umræðu um gagnsemi og uppbyggingu hreyfingarinnar, þá biðla ég til þeirra sem hvað mest hafa sig í frammi að leyfa ASÍ að njóta sannmælis í umræðunni. Við eigum ekki að ræða hvort við ætlum að vera saman, heldur hvernig við ætlum að vera saman. Með hagsmuni launafólks á Íslandi fyrir brjósti, vona ég innilega að komandi forsetar og miðstjórnarfulltrúar beri gæfu til að sameina hreyfinguna í samstillta og öfluga rödd. Við erum 130.000 félagar og ef við viljum erum við óstöðvandi. Höfundur starfar hjá Alþýðusambandi Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun