Ábyrgðin á Sælukoti liggur hjá Reykjavíkurborg Margrét Eymundardóttir, María Lea Ævarsdóttir og Eva Drífudóttir skrifa 12. september 2022 11:00 Í viðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur leikskólastjóra á Sælukoti, þann 9. september síðastliðinn, kemur fram að rekstrarstjóri Sælukots sé nunna í Ananda Marga samtökunum sem vinnur mikla sjálfboðavinnu og óeigingjarnt starf. Hún hafi með áralöngu striti náð að kaupa raðhús í Skerjafirði sem sé hluti af fjárfestingu Ananda Marga samtakanna sem ætli sér að stækka leikskólann. Þetta er reyndar hlægilega einfalt svar en í framhaldi af því vakna hjá okkur spurningar um arðinn. Hver þiggur arð upp á 41,8 mkr? Og, hverjir standa á bak við leikskólann? Hverjir eru í Sælutröð og hafa þeir einhver tengsl við Reykjavíkurborg? Sömuleiðis kemur fram í viðtalinu að lítill reglurammi og skriffinnska sé í kringum leikskólastarfið. Það byggi á kærleika og nýhúmanisma sem sé einfaldlega þannig að fólk sé gott og ástúðlegt, sérstaklega við börn. Þetta er allt gott og blessað, og enginn ætti að fetta fingur út í svo fallegt fyrirkomulag. Börnin syngja um Baba og vinna við leikskólann hefur gegnum tíðina oft verið byggð á sjálfboðastarfi. Þetta vissum við sem unnum allar á ólíkum tíma við leikskólann. Við þekkjum líka allar hina hliðina á góðvild og ástúð rekstrarstjórans. Lýsingar á henni koma fram í bréfi sem við sendum á Reykjavíkurborg og fleiri í nóvember í fyrra og lesa má hér. Við vitum það fyrir víst að um árabil hafa leikskólastjórar einungis starfað í lítilli prósentu í Sælukoti. Vinna þeirra hefur einkum falist í því að rita skýrslur og uppfylla þær skildur sem Reykjavíkurborg þó gerir um leikskólastarfið. Starfsfólk leikskólans hefur ekki þekkt leikskólastjórana í sjón enda stjórnar rekstrarstjórinn, nunnan, með mýkt eða harðneskju, eftir því hvernig liggur á henni. Á Sælukoti er ekki unnið eftir Aðalnámskrá og innan leikskólans er lítil sem engin fagmenntun. En eins áður hefur komið fram hjá okkur þá sækja leikskólakennarar sjaldan um starf á leikskólanum og ef þeir villast þangað inn staldra þeir stutt við. Sérkennsla er sjaldnast til staðar og lítið er sóst eftir þátttöku utanaðkomandi aðila. Þetta allt veit starfsfólk, embættismenn og stjórnendur hjá Reykjavíkurborg. Þroskaþjálfar, sálfræðingar, Félag stjórnenda í leikskólum o.s.frv. Og þetta vita líka kjörnir borgarfulltrúarar sem fara með vald og eiga að sýna ábyrgð. En það er auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og vona að hlutirnir reddist, sérstaklega þegar leikskólapláss vantar í borginni. Elínu sendum við ást og frið til baka og óskum henni alls góðs. Hún sem hefur unnið á leikskólanum í tvo mánuði, ber ekki ábyrgð á því ástandi sem þar hefur skapast. Við ætlum hins vegar ekki að standa í frekari bréfaskiftum við hana sem getur ekki svarað fyrir a.m.k. sex ára vanrækslu á Sælukoti. Þar liggur ábyrgðin hjá Reykjavíkurborg. Hún liggur hjá Skúla Helgasyni, fyrrverandi yfirmanns skóla- og frístundasviðs, Helga Grímssyni, sviðstjóra skóla-og frístundasviðs, Ólafi Brynjari Bjarkasyni, skrifstofustjóra fagskrifstofu leikskólamála, Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, núverandi formanni skóla- og frístundasviðs og öðrum kjörnum fulltrúum. Við biðjum og vonum að ekki þurfi stórslys til að loka þessum leikskóla eða umbreyta starfsemi hans. Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóri María Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðir Eva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Vegna umfjöllunar um leikskólann Sælukot Ég undirrituð hef þurft að lesa greinar og hlusta á viðtöl í fjölmiðlum síðustu 2 daga þar sem fram koma ótrúlegustu rangfærslur um skólastarf leikskólans Sælukots sem á að baki 46 ára starf. 9. september 2022 13:01 Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. 7. september 2022 09:31 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í viðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur leikskólastjóra á Sælukoti, þann 9. september síðastliðinn, kemur fram að rekstrarstjóri Sælukots sé nunna í Ananda Marga samtökunum sem vinnur mikla sjálfboðavinnu og óeigingjarnt starf. Hún hafi með áralöngu striti náð að kaupa raðhús í Skerjafirði sem sé hluti af fjárfestingu Ananda Marga samtakanna sem ætli sér að stækka leikskólann. Þetta er reyndar hlægilega einfalt svar en í framhaldi af því vakna hjá okkur spurningar um arðinn. Hver þiggur arð upp á 41,8 mkr? Og, hverjir standa á bak við leikskólann? Hverjir eru í Sælutröð og hafa þeir einhver tengsl við Reykjavíkurborg? Sömuleiðis kemur fram í viðtalinu að lítill reglurammi og skriffinnska sé í kringum leikskólastarfið. Það byggi á kærleika og nýhúmanisma sem sé einfaldlega þannig að fólk sé gott og ástúðlegt, sérstaklega við börn. Þetta er allt gott og blessað, og enginn ætti að fetta fingur út í svo fallegt fyrirkomulag. Börnin syngja um Baba og vinna við leikskólann hefur gegnum tíðina oft verið byggð á sjálfboðastarfi. Þetta vissum við sem unnum allar á ólíkum tíma við leikskólann. Við þekkjum líka allar hina hliðina á góðvild og ástúð rekstrarstjórans. Lýsingar á henni koma fram í bréfi sem við sendum á Reykjavíkurborg og fleiri í nóvember í fyrra og lesa má hér. Við vitum það fyrir víst að um árabil hafa leikskólastjórar einungis starfað í lítilli prósentu í Sælukoti. Vinna þeirra hefur einkum falist í því að rita skýrslur og uppfylla þær skildur sem Reykjavíkurborg þó gerir um leikskólastarfið. Starfsfólk leikskólans hefur ekki þekkt leikskólastjórana í sjón enda stjórnar rekstrarstjórinn, nunnan, með mýkt eða harðneskju, eftir því hvernig liggur á henni. Á Sælukoti er ekki unnið eftir Aðalnámskrá og innan leikskólans er lítil sem engin fagmenntun. En eins áður hefur komið fram hjá okkur þá sækja leikskólakennarar sjaldan um starf á leikskólanum og ef þeir villast þangað inn staldra þeir stutt við. Sérkennsla er sjaldnast til staðar og lítið er sóst eftir þátttöku utanaðkomandi aðila. Þetta allt veit starfsfólk, embættismenn og stjórnendur hjá Reykjavíkurborg. Þroskaþjálfar, sálfræðingar, Félag stjórnenda í leikskólum o.s.frv. Og þetta vita líka kjörnir borgarfulltrúarar sem fara með vald og eiga að sýna ábyrgð. En það er auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og vona að hlutirnir reddist, sérstaklega þegar leikskólapláss vantar í borginni. Elínu sendum við ást og frið til baka og óskum henni alls góðs. Hún sem hefur unnið á leikskólanum í tvo mánuði, ber ekki ábyrgð á því ástandi sem þar hefur skapast. Við ætlum hins vegar ekki að standa í frekari bréfaskiftum við hana sem getur ekki svarað fyrir a.m.k. sex ára vanrækslu á Sælukoti. Þar liggur ábyrgðin hjá Reykjavíkurborg. Hún liggur hjá Skúla Helgasyni, fyrrverandi yfirmanns skóla- og frístundasviðs, Helga Grímssyni, sviðstjóra skóla-og frístundasviðs, Ólafi Brynjari Bjarkasyni, skrifstofustjóra fagskrifstofu leikskólamála, Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, núverandi formanni skóla- og frístundasviðs og öðrum kjörnum fulltrúum. Við biðjum og vonum að ekki þurfi stórslys til að loka þessum leikskóla eða umbreyta starfsemi hans. Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóri María Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðir Eva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaður
Vegna umfjöllunar um leikskólann Sælukot Ég undirrituð hef þurft að lesa greinar og hlusta á viðtöl í fjölmiðlum síðustu 2 daga þar sem fram koma ótrúlegustu rangfærslur um skólastarf leikskólans Sælukots sem á að baki 46 ára starf. 9. september 2022 13:01
Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. 7. september 2022 09:31
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun