Tryggjum börnum gott atlæti - núna Hólmfríður Árnadóttir skrifar 10. september 2022 09:30 Nú verður ríkið að stíga inn í og lengja fæðingarorlof barna. Þó löngu fyrr hefði verið enda ótal rannsóknir sem sýna fram á að börnum er best borgið með sínu besta fólki, foreldrum sínum fyrstu tvö árin, þessum mikilvægu árum geðtengslamyndunar. Alþingi ákvarðar lengd fæðingarorlofs og nú er lag að koma til móts við börnin fyrst og fremst en einnig foreldra/fjölskyldur og sveitarfélög því sannarlega má segja að nú ríki neyðarástand og ljúft væri að stjórnmálamönnum rynni blóð til skyldunnar. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og því eðlilegt að vel sé staðið að málefnum barna sem þó og kannski skiljanlega fer fækkandi, fæðingartíðni var aðeins 1,82 á síðasta ári sem er þó eitt metára í barnsfæðingum. Gefum okkur að börn vilji dvelja sem mest með foreldrum sínum fyrstu tvö árin, fara svo í góðan leikskóla með faglærðu starfsfólki, fyrsta skólastiginu, þar sem hlúð er að félags-, tilfinninga-, hreyfi- og málþroska ásamt ýmsu öðru sem frjálsum leik, aðal kennsluaðferð leikskólans, tilheyrir. Gefum okkur líka að með því að tryggja að svo sé drögum við úr álagi á foreldra og fjölskyldur barnanna sem og á velferðarkerfin okkar, heilbrigðis-, félags- og menntakerfin, sem fleiri rannsóknir sýna að gerist þegar vel er hlúð að í frumbernsku, er þá ekki til mikils að vinna? Því fyrst og fremst snýst þetta um vilja og forgangsröðun. Hvernig samfélag viljum við móta og búa í? Þar sem vel er hlúð að börnum sem taka fyrstu mikilvægu þroskaskrefin með foreldrum sínum og fara síðan í góða leikskóla með nægu rými og fagfólki til að taka á móti þeim að loknu fæðingarorlofi, börnum sem síðar verða ábyrgir sjálfstæðir einstaklingar og munu stjórna samfélaginu og annast okkur í ellinni? Því gott atlæti skilar sér í jákvæðu viðhorfi, virðingu og velsæld. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja börnin okkar allra og um leið framtíðina í forgang (eins og oft er lofað á tyllidögum) ekki seinna en strax! Höfundur er leik- og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Fæðingarorlof Hólmfríður Árnadóttir Börn og uppeldi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú verður ríkið að stíga inn í og lengja fæðingarorlof barna. Þó löngu fyrr hefði verið enda ótal rannsóknir sem sýna fram á að börnum er best borgið með sínu besta fólki, foreldrum sínum fyrstu tvö árin, þessum mikilvægu árum geðtengslamyndunar. Alþingi ákvarðar lengd fæðingarorlofs og nú er lag að koma til móts við börnin fyrst og fremst en einnig foreldra/fjölskyldur og sveitarfélög því sannarlega má segja að nú ríki neyðarástand og ljúft væri að stjórnmálamönnum rynni blóð til skyldunnar. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og því eðlilegt að vel sé staðið að málefnum barna sem þó og kannski skiljanlega fer fækkandi, fæðingartíðni var aðeins 1,82 á síðasta ári sem er þó eitt metára í barnsfæðingum. Gefum okkur að börn vilji dvelja sem mest með foreldrum sínum fyrstu tvö árin, fara svo í góðan leikskóla með faglærðu starfsfólki, fyrsta skólastiginu, þar sem hlúð er að félags-, tilfinninga-, hreyfi- og málþroska ásamt ýmsu öðru sem frjálsum leik, aðal kennsluaðferð leikskólans, tilheyrir. Gefum okkur líka að með því að tryggja að svo sé drögum við úr álagi á foreldra og fjölskyldur barnanna sem og á velferðarkerfin okkar, heilbrigðis-, félags- og menntakerfin, sem fleiri rannsóknir sýna að gerist þegar vel er hlúð að í frumbernsku, er þá ekki til mikils að vinna? Því fyrst og fremst snýst þetta um vilja og forgangsröðun. Hvernig samfélag viljum við móta og búa í? Þar sem vel er hlúð að börnum sem taka fyrstu mikilvægu þroskaskrefin með foreldrum sínum og fara síðan í góða leikskóla með nægu rými og fagfólki til að taka á móti þeim að loknu fæðingarorlofi, börnum sem síðar verða ábyrgir sjálfstæðir einstaklingar og munu stjórna samfélaginu og annast okkur í ellinni? Því gott atlæti skilar sér í jákvæðu viðhorfi, virðingu og velsæld. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja börnin okkar allra og um leið framtíðina í forgang (eins og oft er lofað á tyllidögum) ekki seinna en strax! Höfundur er leik- og grunnskólakennari.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar