Tryggjum börnum gott atlæti - núna Hólmfríður Árnadóttir skrifar 10. september 2022 09:30 Nú verður ríkið að stíga inn í og lengja fæðingarorlof barna. Þó löngu fyrr hefði verið enda ótal rannsóknir sem sýna fram á að börnum er best borgið með sínu besta fólki, foreldrum sínum fyrstu tvö árin, þessum mikilvægu árum geðtengslamyndunar. Alþingi ákvarðar lengd fæðingarorlofs og nú er lag að koma til móts við börnin fyrst og fremst en einnig foreldra/fjölskyldur og sveitarfélög því sannarlega má segja að nú ríki neyðarástand og ljúft væri að stjórnmálamönnum rynni blóð til skyldunnar. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og því eðlilegt að vel sé staðið að málefnum barna sem þó og kannski skiljanlega fer fækkandi, fæðingartíðni var aðeins 1,82 á síðasta ári sem er þó eitt metára í barnsfæðingum. Gefum okkur að börn vilji dvelja sem mest með foreldrum sínum fyrstu tvö árin, fara svo í góðan leikskóla með faglærðu starfsfólki, fyrsta skólastiginu, þar sem hlúð er að félags-, tilfinninga-, hreyfi- og málþroska ásamt ýmsu öðru sem frjálsum leik, aðal kennsluaðferð leikskólans, tilheyrir. Gefum okkur líka að með því að tryggja að svo sé drögum við úr álagi á foreldra og fjölskyldur barnanna sem og á velferðarkerfin okkar, heilbrigðis-, félags- og menntakerfin, sem fleiri rannsóknir sýna að gerist þegar vel er hlúð að í frumbernsku, er þá ekki til mikils að vinna? Því fyrst og fremst snýst þetta um vilja og forgangsröðun. Hvernig samfélag viljum við móta og búa í? Þar sem vel er hlúð að börnum sem taka fyrstu mikilvægu þroskaskrefin með foreldrum sínum og fara síðan í góða leikskóla með nægu rými og fagfólki til að taka á móti þeim að loknu fæðingarorlofi, börnum sem síðar verða ábyrgir sjálfstæðir einstaklingar og munu stjórna samfélaginu og annast okkur í ellinni? Því gott atlæti skilar sér í jákvæðu viðhorfi, virðingu og velsæld. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja börnin okkar allra og um leið framtíðina í forgang (eins og oft er lofað á tyllidögum) ekki seinna en strax! Höfundur er leik- og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Fæðingarorlof Hólmfríður Árnadóttir Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Nú verður ríkið að stíga inn í og lengja fæðingarorlof barna. Þó löngu fyrr hefði verið enda ótal rannsóknir sem sýna fram á að börnum er best borgið með sínu besta fólki, foreldrum sínum fyrstu tvö árin, þessum mikilvægu árum geðtengslamyndunar. Alþingi ákvarðar lengd fæðingarorlofs og nú er lag að koma til móts við börnin fyrst og fremst en einnig foreldra/fjölskyldur og sveitarfélög því sannarlega má segja að nú ríki neyðarástand og ljúft væri að stjórnmálamönnum rynni blóð til skyldunnar. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og því eðlilegt að vel sé staðið að málefnum barna sem þó og kannski skiljanlega fer fækkandi, fæðingartíðni var aðeins 1,82 á síðasta ári sem er þó eitt metára í barnsfæðingum. Gefum okkur að börn vilji dvelja sem mest með foreldrum sínum fyrstu tvö árin, fara svo í góðan leikskóla með faglærðu starfsfólki, fyrsta skólastiginu, þar sem hlúð er að félags-, tilfinninga-, hreyfi- og málþroska ásamt ýmsu öðru sem frjálsum leik, aðal kennsluaðferð leikskólans, tilheyrir. Gefum okkur líka að með því að tryggja að svo sé drögum við úr álagi á foreldra og fjölskyldur barnanna sem og á velferðarkerfin okkar, heilbrigðis-, félags- og menntakerfin, sem fleiri rannsóknir sýna að gerist þegar vel er hlúð að í frumbernsku, er þá ekki til mikils að vinna? Því fyrst og fremst snýst þetta um vilja og forgangsröðun. Hvernig samfélag viljum við móta og búa í? Þar sem vel er hlúð að börnum sem taka fyrstu mikilvægu þroskaskrefin með foreldrum sínum og fara síðan í góða leikskóla með nægu rými og fagfólki til að taka á móti þeim að loknu fæðingarorlofi, börnum sem síðar verða ábyrgir sjálfstæðir einstaklingar og munu stjórna samfélaginu og annast okkur í ellinni? Því gott atlæti skilar sér í jákvæðu viðhorfi, virðingu og velsæld. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja börnin okkar allra og um leið framtíðina í forgang (eins og oft er lofað á tyllidögum) ekki seinna en strax! Höfundur er leik- og grunnskólakennari.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun