Tryggjum börnum gott atlæti - núna Hólmfríður Árnadóttir skrifar 10. september 2022 09:30 Nú verður ríkið að stíga inn í og lengja fæðingarorlof barna. Þó löngu fyrr hefði verið enda ótal rannsóknir sem sýna fram á að börnum er best borgið með sínu besta fólki, foreldrum sínum fyrstu tvö árin, þessum mikilvægu árum geðtengslamyndunar. Alþingi ákvarðar lengd fæðingarorlofs og nú er lag að koma til móts við börnin fyrst og fremst en einnig foreldra/fjölskyldur og sveitarfélög því sannarlega má segja að nú ríki neyðarástand og ljúft væri að stjórnmálamönnum rynni blóð til skyldunnar. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og því eðlilegt að vel sé staðið að málefnum barna sem þó og kannski skiljanlega fer fækkandi, fæðingartíðni var aðeins 1,82 á síðasta ári sem er þó eitt metára í barnsfæðingum. Gefum okkur að börn vilji dvelja sem mest með foreldrum sínum fyrstu tvö árin, fara svo í góðan leikskóla með faglærðu starfsfólki, fyrsta skólastiginu, þar sem hlúð er að félags-, tilfinninga-, hreyfi- og málþroska ásamt ýmsu öðru sem frjálsum leik, aðal kennsluaðferð leikskólans, tilheyrir. Gefum okkur líka að með því að tryggja að svo sé drögum við úr álagi á foreldra og fjölskyldur barnanna sem og á velferðarkerfin okkar, heilbrigðis-, félags- og menntakerfin, sem fleiri rannsóknir sýna að gerist þegar vel er hlúð að í frumbernsku, er þá ekki til mikils að vinna? Því fyrst og fremst snýst þetta um vilja og forgangsröðun. Hvernig samfélag viljum við móta og búa í? Þar sem vel er hlúð að börnum sem taka fyrstu mikilvægu þroskaskrefin með foreldrum sínum og fara síðan í góða leikskóla með nægu rými og fagfólki til að taka á móti þeim að loknu fæðingarorlofi, börnum sem síðar verða ábyrgir sjálfstæðir einstaklingar og munu stjórna samfélaginu og annast okkur í ellinni? Því gott atlæti skilar sér í jákvæðu viðhorfi, virðingu og velsæld. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja börnin okkar allra og um leið framtíðina í forgang (eins og oft er lofað á tyllidögum) ekki seinna en strax! Höfundur er leik- og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Fæðingarorlof Hólmfríður Árnadóttir Börn og uppeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú verður ríkið að stíga inn í og lengja fæðingarorlof barna. Þó löngu fyrr hefði verið enda ótal rannsóknir sem sýna fram á að börnum er best borgið með sínu besta fólki, foreldrum sínum fyrstu tvö árin, þessum mikilvægu árum geðtengslamyndunar. Alþingi ákvarðar lengd fæðingarorlofs og nú er lag að koma til móts við börnin fyrst og fremst en einnig foreldra/fjölskyldur og sveitarfélög því sannarlega má segja að nú ríki neyðarástand og ljúft væri að stjórnmálamönnum rynni blóð til skyldunnar. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og því eðlilegt að vel sé staðið að málefnum barna sem þó og kannski skiljanlega fer fækkandi, fæðingartíðni var aðeins 1,82 á síðasta ári sem er þó eitt metára í barnsfæðingum. Gefum okkur að börn vilji dvelja sem mest með foreldrum sínum fyrstu tvö árin, fara svo í góðan leikskóla með faglærðu starfsfólki, fyrsta skólastiginu, þar sem hlúð er að félags-, tilfinninga-, hreyfi- og málþroska ásamt ýmsu öðru sem frjálsum leik, aðal kennsluaðferð leikskólans, tilheyrir. Gefum okkur líka að með því að tryggja að svo sé drögum við úr álagi á foreldra og fjölskyldur barnanna sem og á velferðarkerfin okkar, heilbrigðis-, félags- og menntakerfin, sem fleiri rannsóknir sýna að gerist þegar vel er hlúð að í frumbernsku, er þá ekki til mikils að vinna? Því fyrst og fremst snýst þetta um vilja og forgangsröðun. Hvernig samfélag viljum við móta og búa í? Þar sem vel er hlúð að börnum sem taka fyrstu mikilvægu þroskaskrefin með foreldrum sínum og fara síðan í góða leikskóla með nægu rými og fagfólki til að taka á móti þeim að loknu fæðingarorlofi, börnum sem síðar verða ábyrgir sjálfstæðir einstaklingar og munu stjórna samfélaginu og annast okkur í ellinni? Því gott atlæti skilar sér í jákvæðu viðhorfi, virðingu og velsæld. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja börnin okkar allra og um leið framtíðina í forgang (eins og oft er lofað á tyllidögum) ekki seinna en strax! Höfundur er leik- og grunnskólakennari.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun