Besta lyfið við slitgigt Gunnar Viktorsson skrifar 8. september 2022 14:00 Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri. Slitgigt getur komið fyrir víða í líkamanum en leggst oftast á hné, mjaðmir og hendur. Þetta er alþjóðlegt vandamál, 520 milljónir manna um allan heim hafa slitgigt. Slitgigt er ekki nýr sjúkdómur en vaxandi. Á árunum 1990 til 2019 varð 48% aukning á fjölda fólks um allan heim sem þjáist af slitgigt. Nákvæmar orsakir slitgigtar eru óþekktar en þekktir þættir sem auka líkurnar á slitgigt eru meðal annars: ofþyngd eða offita, fyrri saga um áverka, aðgerð eða ofnotkun á liðum. Einnig er slitgigt algengari í sumum fjölskyldum en öðrum og algengari meðal kvenna en karla. Hvað er slitgigt? Slitgigt er sjúkdómur, við skulum hafa það á hreinu. Það er alrangt að líta þannig á að um sé að ræða eðlilegt slit eins og þegar vélar og verkfæri slitna við notkun. Slitgigt er ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur hækkandi aldurs, við fáum ekki öll slitgigt með aldrinum. Sjúkdómurinn slitgigt stafar af ójafnvægi milli uppbyggingar og niðurbrots liðbrjósks sem leiðir svo til skertrar starfsgetu liðarins. Þetta getur byrjað með smávægilegum áverka. Í upphafi hefur líkaminn tök á að gera við skemmdir á liðbrjóskinu. Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist getur líkaminn ekki haldið í við skemmdirnar og brjósk fer að þynnast, beinnabbar myndast og bólga kemur í liðinn. Einkennin sem geta fylgt eru verkur, skerðing á færni, minni vöðvakraftur og stífni í liðnum. Þetta allt leiðir svo af sér minnkuð lífsgæði. Góðu fréttirnar Það er mjög misjafnt hvernig slitgigt þróast hjá fólki. Einungis þriðjungi versnar með tímanum og margir upplifa framfarir hvað varðar verki og færniskerðingu. Margs konar meðferð er í boði. Ýmsar aðgerðir eins og t.d. liðskiptaaðgerðir koma til greina en rannsóknir sýna þó að einungis um 10% allra með slitgigt verða það slæmir að þörf er á skurðaðgerð. Lyfjameðferð og stoðtæki geta í mörgum tilvikum hjálpað. Grunnmeðferð við slitgigt, sú sem allir slitgigtarsjúklingar hafa gagn af og öllum á að standa til boða er samt þjálfun, aðstoð við að létta sig (ef þörf er á) og fræðsla. Fræðsla hefur jákvæð áhrif á verki, virkni, hreyfingu og á þyngdarstjórnun. Þyngdartap getur minnkað líkurnar á að fólk þrói með sér slitgigt og minnkað einkenni hjá fólki sem þegar er með slitgigt. Hreyfing og þjálfun eru samt í fyrsta sæti þegar kemur að vali á meðferð og forvörnum við slitgigt. Þjálfun hentar öllum sem eru með slitgigt því hægt er aðlaga hana að þörfum einstaklingsins til að tryggja að hún sé bæði örugg og áhrifarík. Í því eru sjúkraþjálfarar sérfræðingar. Sjúkraþjálfari getur hjálpað þér að búa til réttu æfingaáætlunina fyrir þig sem eykur vöðvastyrk, dregur úr stífni í liðum, viðheldur eðlilegu hreyfimynstri og eykur virkni og færni í daglegu lífi. Þjálfun minnkar verki, eykur líkamlega færni, bætir vöðvastyrk og dregur úr stífni. Þjálfun hefur sem sagt jákvæð áhrif á öll einkenni slitgigtar og virkar bæði sem forvörn og meðferð. Auðvitað hefur þjálfun líka aukaverkanir eins og; bætt jafnvægi aukna orku, aukið þol og bætt skap og svefn. Svo maður tali nú ekki um góð áhrif á blóðþrýsting og blóðsykur. Ekki amalegar aukaverkanir það. Í dag 8. september er alþjóðadagur Sjúkraþjálfunar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri. Slitgigt getur komið fyrir víða í líkamanum en leggst oftast á hné, mjaðmir og hendur. Þetta er alþjóðlegt vandamál, 520 milljónir manna um allan heim hafa slitgigt. Slitgigt er ekki nýr sjúkdómur en vaxandi. Á árunum 1990 til 2019 varð 48% aukning á fjölda fólks um allan heim sem þjáist af slitgigt. Nákvæmar orsakir slitgigtar eru óþekktar en þekktir þættir sem auka líkurnar á slitgigt eru meðal annars: ofþyngd eða offita, fyrri saga um áverka, aðgerð eða ofnotkun á liðum. Einnig er slitgigt algengari í sumum fjölskyldum en öðrum og algengari meðal kvenna en karla. Hvað er slitgigt? Slitgigt er sjúkdómur, við skulum hafa það á hreinu. Það er alrangt að líta þannig á að um sé að ræða eðlilegt slit eins og þegar vélar og verkfæri slitna við notkun. Slitgigt er ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur hækkandi aldurs, við fáum ekki öll slitgigt með aldrinum. Sjúkdómurinn slitgigt stafar af ójafnvægi milli uppbyggingar og niðurbrots liðbrjósks sem leiðir svo til skertrar starfsgetu liðarins. Þetta getur byrjað með smávægilegum áverka. Í upphafi hefur líkaminn tök á að gera við skemmdir á liðbrjóskinu. Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist getur líkaminn ekki haldið í við skemmdirnar og brjósk fer að þynnast, beinnabbar myndast og bólga kemur í liðinn. Einkennin sem geta fylgt eru verkur, skerðing á færni, minni vöðvakraftur og stífni í liðnum. Þetta allt leiðir svo af sér minnkuð lífsgæði. Góðu fréttirnar Það er mjög misjafnt hvernig slitgigt þróast hjá fólki. Einungis þriðjungi versnar með tímanum og margir upplifa framfarir hvað varðar verki og færniskerðingu. Margs konar meðferð er í boði. Ýmsar aðgerðir eins og t.d. liðskiptaaðgerðir koma til greina en rannsóknir sýna þó að einungis um 10% allra með slitgigt verða það slæmir að þörf er á skurðaðgerð. Lyfjameðferð og stoðtæki geta í mörgum tilvikum hjálpað. Grunnmeðferð við slitgigt, sú sem allir slitgigtarsjúklingar hafa gagn af og öllum á að standa til boða er samt þjálfun, aðstoð við að létta sig (ef þörf er á) og fræðsla. Fræðsla hefur jákvæð áhrif á verki, virkni, hreyfingu og á þyngdarstjórnun. Þyngdartap getur minnkað líkurnar á að fólk þrói með sér slitgigt og minnkað einkenni hjá fólki sem þegar er með slitgigt. Hreyfing og þjálfun eru samt í fyrsta sæti þegar kemur að vali á meðferð og forvörnum við slitgigt. Þjálfun hentar öllum sem eru með slitgigt því hægt er aðlaga hana að þörfum einstaklingsins til að tryggja að hún sé bæði örugg og áhrifarík. Í því eru sjúkraþjálfarar sérfræðingar. Sjúkraþjálfari getur hjálpað þér að búa til réttu æfingaáætlunina fyrir þig sem eykur vöðvastyrk, dregur úr stífni í liðum, viðheldur eðlilegu hreyfimynstri og eykur virkni og færni í daglegu lífi. Þjálfun minnkar verki, eykur líkamlega færni, bætir vöðvastyrk og dregur úr stífni. Þjálfun hefur sem sagt jákvæð áhrif á öll einkenni slitgigtar og virkar bæði sem forvörn og meðferð. Auðvitað hefur þjálfun líka aukaverkanir eins og; bætt jafnvægi aukna orku, aukið þol og bætt skap og svefn. Svo maður tali nú ekki um góð áhrif á blóðþrýsting og blóðsykur. Ekki amalegar aukaverkanir það. Í dag 8. september er alþjóðadagur Sjúkraþjálfunar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun