Besta lyfið við slitgigt Gunnar Viktorsson skrifar 8. september 2022 14:00 Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri. Slitgigt getur komið fyrir víða í líkamanum en leggst oftast á hné, mjaðmir og hendur. Þetta er alþjóðlegt vandamál, 520 milljónir manna um allan heim hafa slitgigt. Slitgigt er ekki nýr sjúkdómur en vaxandi. Á árunum 1990 til 2019 varð 48% aukning á fjölda fólks um allan heim sem þjáist af slitgigt. Nákvæmar orsakir slitgigtar eru óþekktar en þekktir þættir sem auka líkurnar á slitgigt eru meðal annars: ofþyngd eða offita, fyrri saga um áverka, aðgerð eða ofnotkun á liðum. Einnig er slitgigt algengari í sumum fjölskyldum en öðrum og algengari meðal kvenna en karla. Hvað er slitgigt? Slitgigt er sjúkdómur, við skulum hafa það á hreinu. Það er alrangt að líta þannig á að um sé að ræða eðlilegt slit eins og þegar vélar og verkfæri slitna við notkun. Slitgigt er ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur hækkandi aldurs, við fáum ekki öll slitgigt með aldrinum. Sjúkdómurinn slitgigt stafar af ójafnvægi milli uppbyggingar og niðurbrots liðbrjósks sem leiðir svo til skertrar starfsgetu liðarins. Þetta getur byrjað með smávægilegum áverka. Í upphafi hefur líkaminn tök á að gera við skemmdir á liðbrjóskinu. Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist getur líkaminn ekki haldið í við skemmdirnar og brjósk fer að þynnast, beinnabbar myndast og bólga kemur í liðinn. Einkennin sem geta fylgt eru verkur, skerðing á færni, minni vöðvakraftur og stífni í liðnum. Þetta allt leiðir svo af sér minnkuð lífsgæði. Góðu fréttirnar Það er mjög misjafnt hvernig slitgigt þróast hjá fólki. Einungis þriðjungi versnar með tímanum og margir upplifa framfarir hvað varðar verki og færniskerðingu. Margs konar meðferð er í boði. Ýmsar aðgerðir eins og t.d. liðskiptaaðgerðir koma til greina en rannsóknir sýna þó að einungis um 10% allra með slitgigt verða það slæmir að þörf er á skurðaðgerð. Lyfjameðferð og stoðtæki geta í mörgum tilvikum hjálpað. Grunnmeðferð við slitgigt, sú sem allir slitgigtarsjúklingar hafa gagn af og öllum á að standa til boða er samt þjálfun, aðstoð við að létta sig (ef þörf er á) og fræðsla. Fræðsla hefur jákvæð áhrif á verki, virkni, hreyfingu og á þyngdarstjórnun. Þyngdartap getur minnkað líkurnar á að fólk þrói með sér slitgigt og minnkað einkenni hjá fólki sem þegar er með slitgigt. Hreyfing og þjálfun eru samt í fyrsta sæti þegar kemur að vali á meðferð og forvörnum við slitgigt. Þjálfun hentar öllum sem eru með slitgigt því hægt er aðlaga hana að þörfum einstaklingsins til að tryggja að hún sé bæði örugg og áhrifarík. Í því eru sjúkraþjálfarar sérfræðingar. Sjúkraþjálfari getur hjálpað þér að búa til réttu æfingaáætlunina fyrir þig sem eykur vöðvastyrk, dregur úr stífni í liðum, viðheldur eðlilegu hreyfimynstri og eykur virkni og færni í daglegu lífi. Þjálfun minnkar verki, eykur líkamlega færni, bætir vöðvastyrk og dregur úr stífni. Þjálfun hefur sem sagt jákvæð áhrif á öll einkenni slitgigtar og virkar bæði sem forvörn og meðferð. Auðvitað hefur þjálfun líka aukaverkanir eins og; bætt jafnvægi aukna orku, aukið þol og bætt skap og svefn. Svo maður tali nú ekki um góð áhrif á blóðþrýsting og blóðsykur. Ekki amalegar aukaverkanir það. Í dag 8. september er alþjóðadagur Sjúkraþjálfunar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri. Slitgigt getur komið fyrir víða í líkamanum en leggst oftast á hné, mjaðmir og hendur. Þetta er alþjóðlegt vandamál, 520 milljónir manna um allan heim hafa slitgigt. Slitgigt er ekki nýr sjúkdómur en vaxandi. Á árunum 1990 til 2019 varð 48% aukning á fjölda fólks um allan heim sem þjáist af slitgigt. Nákvæmar orsakir slitgigtar eru óþekktar en þekktir þættir sem auka líkurnar á slitgigt eru meðal annars: ofþyngd eða offita, fyrri saga um áverka, aðgerð eða ofnotkun á liðum. Einnig er slitgigt algengari í sumum fjölskyldum en öðrum og algengari meðal kvenna en karla. Hvað er slitgigt? Slitgigt er sjúkdómur, við skulum hafa það á hreinu. Það er alrangt að líta þannig á að um sé að ræða eðlilegt slit eins og þegar vélar og verkfæri slitna við notkun. Slitgigt er ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur hækkandi aldurs, við fáum ekki öll slitgigt með aldrinum. Sjúkdómurinn slitgigt stafar af ójafnvægi milli uppbyggingar og niðurbrots liðbrjósks sem leiðir svo til skertrar starfsgetu liðarins. Þetta getur byrjað með smávægilegum áverka. Í upphafi hefur líkaminn tök á að gera við skemmdir á liðbrjóskinu. Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist getur líkaminn ekki haldið í við skemmdirnar og brjósk fer að þynnast, beinnabbar myndast og bólga kemur í liðinn. Einkennin sem geta fylgt eru verkur, skerðing á færni, minni vöðvakraftur og stífni í liðnum. Þetta allt leiðir svo af sér minnkuð lífsgæði. Góðu fréttirnar Það er mjög misjafnt hvernig slitgigt þróast hjá fólki. Einungis þriðjungi versnar með tímanum og margir upplifa framfarir hvað varðar verki og færniskerðingu. Margs konar meðferð er í boði. Ýmsar aðgerðir eins og t.d. liðskiptaaðgerðir koma til greina en rannsóknir sýna þó að einungis um 10% allra með slitgigt verða það slæmir að þörf er á skurðaðgerð. Lyfjameðferð og stoðtæki geta í mörgum tilvikum hjálpað. Grunnmeðferð við slitgigt, sú sem allir slitgigtarsjúklingar hafa gagn af og öllum á að standa til boða er samt þjálfun, aðstoð við að létta sig (ef þörf er á) og fræðsla. Fræðsla hefur jákvæð áhrif á verki, virkni, hreyfingu og á þyngdarstjórnun. Þyngdartap getur minnkað líkurnar á að fólk þrói með sér slitgigt og minnkað einkenni hjá fólki sem þegar er með slitgigt. Hreyfing og þjálfun eru samt í fyrsta sæti þegar kemur að vali á meðferð og forvörnum við slitgigt. Þjálfun hentar öllum sem eru með slitgigt því hægt er aðlaga hana að þörfum einstaklingsins til að tryggja að hún sé bæði örugg og áhrifarík. Í því eru sjúkraþjálfarar sérfræðingar. Sjúkraþjálfari getur hjálpað þér að búa til réttu æfingaáætlunina fyrir þig sem eykur vöðvastyrk, dregur úr stífni í liðum, viðheldur eðlilegu hreyfimynstri og eykur virkni og færni í daglegu lífi. Þjálfun minnkar verki, eykur líkamlega færni, bætir vöðvastyrk og dregur úr stífni. Þjálfun hefur sem sagt jákvæð áhrif á öll einkenni slitgigtar og virkar bæði sem forvörn og meðferð. Auðvitað hefur þjálfun líka aukaverkanir eins og; bætt jafnvægi aukna orku, aukið þol og bætt skap og svefn. Svo maður tali nú ekki um góð áhrif á blóðþrýsting og blóðsykur. Ekki amalegar aukaverkanir það. Í dag 8. september er alþjóðadagur Sjúkraþjálfunar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun