Vekjum risann, tökum upp spjótin Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 10:30 Það er stór risi sem sefur værum svefni í hjarta samfélagsins. Hann vaknar af og til og gleypir í sig mat í tonnatali. Hann þarf ekki að hafa fyrir neinu í lífinu. Maturinn rennur til hans í stöðugum straumi án nokkurrar fyrirhafnar af hans hendi. Og enginn þorir eða sér hag í því að vekja hann hann af værum blundi. Risinn hefur leyft sér að verða kvöð á okkar samfélagi. Hann neitar að sjá þá fallegu hluti sem hann getur áorkað með lítilli fyrirhöfn. Og hann heldur að hann geti leyft sér að halda áfram að vera byrði fyrir samfélagið, án þess að skila nokkru tilbaka. Það er smá ýkjur að setja upp þessa sögu og líkja lífeyrissjóðum við risann. Lífeyrissjóðirnir er lífæð í samfélaginu okkar, þeir ávaxta fé okkar og skila því tilbaka þegar við nálgumst elliárin. Þeir eru lang stærsta fjármálaaflið í íslensku þjóðfélagi. Þetta vitum við öll, er það ekki? Eignarstaða lífeyrissjóðanna stendur nú í rúmum 6.400 milljörðum króna. Hvað gera menn þegar svona miklir peningar þurfa að komast í umferð? Á undanförnum árum hefur 65% af eignarhlutdeild sjóðanna verið fjárfest í íslensku þjóðlífi. Restin hefur verið fjárfest erlendis. Það er svo mikill peningur í umferð að lífeyrissjóðirnir eiga í erfiðleikum með að finna ásættanlegar fjárfestingar. Forsvarsmenn Landssamtaka lífeyrissjóða tala nú eindregið fyrir því að engar hömlur séu settar á lífeyrissjóði varðandi erlendar fjárfestingar og þeir hafa ýtt eftir því að ríkið fjármagni í meira mæli stórar framkvæmdir í gegnum sig. Þegar svona mikil krafa er á forsvarsmenn lífeyrissjóða að koma öllum fjármunum í arðbæra ávöxtun þá er spurning hvort að kröfur séu gerðar um eitthvað annað? Ég á erfitt með að finna dæmi þar sem lífeyrissjóðirnir stefna að öðru í lánveitingum. Samt eiga þeir samkvæmt samþykktum Landssamtaka lífeyrissjóða að gæta hagsmuna sjóðfélaga sem eiga aðild að samtökunum. Getum við sem samfélag samþykkt að einu hagsmunir sjóðsfélaga sé há ávöxtun? Eru gamaldags karllæg gildi of mikið í hávegum höfð þegar kemur að svona þýðingarmikilli starfsemi? Eða viljum við fá meira hjarta í starf lífeyrissjóða. Megum við biðja um Yang til mótvegis við Yin-ið? Megum við biðja um að fá eitt stykki umhyggjusama mömmu inn í hugsunarganginn? Megum við biðja um að lífeyrissjóðir sýni meiri samfélagslega ábyrgð í sínum störfum? En þá hljótum við að spyrja, hvar geta lífeyrissjóðir sýnt meiri samfélagslega ábyrgð? Hvað með að við byrjum á því sem hefur valdið mikilli ólgu í samfélaginu að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eru nefnilega í frábærri stöðu til að draga úr ólgunni. Þeir geta neitað fyrirtækjum um lán og þeir geta neitað að fjárfesta í fyrirtækjum ef þeirra skilmálum er ekki mætt. Þeir geta sett kvaðir á laun stjórnenda og arðgreiðslur eigenda, þeir geta sett kvaðir á ofurálagningu fyrirtækja og þeir geta sett kvaðir á ofurhagnað fyrirtækja. Þeir geta sett kvaðir á leigufélögin um hámark hagnaðar og sett kvaðir á þá um álagningu á leiguverði. Þeir geta sett kvaðir á bankana, þeir geta sett kvaðir á olíufélögin. Þeir geta sett kvaðir á öll þessi stóru félög sem hafa gleymt sér smá í græðginni. Og lífeyrissjóðirnir geta gert meira. Þeir geta ákveðið að verða uppbyggilegt afl í þjóðfélaginu. Þeir geta gengið í það verk að hvetja til atvinnuþátttöku og uppbyggingu starfa. Þeir geta stuðlað að samfélagslegum verkefnum sem gætu dregið 7.500 manns af atvinnuleysisskrá. Þeir geta beitt sér í lánveitingum til lítilla fyrirtækja og stuðlað að sterku atvinnulífi hér á landi. Þeir geta ákveðið að fjárfesta í íslensku atvinnulífi í stað þess að leggja áherslu á að færa allan pening erlendis. Er ekki komið nóg af því að við gefum risanum leyfi til að éta okkur út á gaddinn? Er ekki orðið tímabært að við drögum lífeyrissjóðina til samfélagslegrar ábyrgðar? Og hvernig gerum við það má spyrja? Við drögum lífeyrissjóðina inn í komandi kjaraviðræður. Ef það er hægt að draga ríkissjóð inn í kjaraviðræðurnar þá er líka hægt að draga stærsta fjármálaaflið hér á landi að samningsborðinu. Við þurfum að vekja risann fyrir komandi kjaraviðræður. Ég get tekið upp stærsta spjótið sem ég finn og reynt að miða því upp í heilögu holuna á milli rasskinnanna á risanum en það mun ekki duga til. Risinn er stór og það verður erfitt að fá hann til að gera eitthvað meira en að rumska. Allt þorpið þarf að taka upp spjótin og byrja að pota í hann þar til hann tekur þá ákvörðun að kannski sé bara einfaldast að ganga til verka og sýna samfélagslega ábyrgð í gjörðum sínum. Höfundur er launþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Það er stór risi sem sefur værum svefni í hjarta samfélagsins. Hann vaknar af og til og gleypir í sig mat í tonnatali. Hann þarf ekki að hafa fyrir neinu í lífinu. Maturinn rennur til hans í stöðugum straumi án nokkurrar fyrirhafnar af hans hendi. Og enginn þorir eða sér hag í því að vekja hann hann af værum blundi. Risinn hefur leyft sér að verða kvöð á okkar samfélagi. Hann neitar að sjá þá fallegu hluti sem hann getur áorkað með lítilli fyrirhöfn. Og hann heldur að hann geti leyft sér að halda áfram að vera byrði fyrir samfélagið, án þess að skila nokkru tilbaka. Það er smá ýkjur að setja upp þessa sögu og líkja lífeyrissjóðum við risann. Lífeyrissjóðirnir er lífæð í samfélaginu okkar, þeir ávaxta fé okkar og skila því tilbaka þegar við nálgumst elliárin. Þeir eru lang stærsta fjármálaaflið í íslensku þjóðfélagi. Þetta vitum við öll, er það ekki? Eignarstaða lífeyrissjóðanna stendur nú í rúmum 6.400 milljörðum króna. Hvað gera menn þegar svona miklir peningar þurfa að komast í umferð? Á undanförnum árum hefur 65% af eignarhlutdeild sjóðanna verið fjárfest í íslensku þjóðlífi. Restin hefur verið fjárfest erlendis. Það er svo mikill peningur í umferð að lífeyrissjóðirnir eiga í erfiðleikum með að finna ásættanlegar fjárfestingar. Forsvarsmenn Landssamtaka lífeyrissjóða tala nú eindregið fyrir því að engar hömlur séu settar á lífeyrissjóði varðandi erlendar fjárfestingar og þeir hafa ýtt eftir því að ríkið fjármagni í meira mæli stórar framkvæmdir í gegnum sig. Þegar svona mikil krafa er á forsvarsmenn lífeyrissjóða að koma öllum fjármunum í arðbæra ávöxtun þá er spurning hvort að kröfur séu gerðar um eitthvað annað? Ég á erfitt með að finna dæmi þar sem lífeyrissjóðirnir stefna að öðru í lánveitingum. Samt eiga þeir samkvæmt samþykktum Landssamtaka lífeyrissjóða að gæta hagsmuna sjóðfélaga sem eiga aðild að samtökunum. Getum við sem samfélag samþykkt að einu hagsmunir sjóðsfélaga sé há ávöxtun? Eru gamaldags karllæg gildi of mikið í hávegum höfð þegar kemur að svona þýðingarmikilli starfsemi? Eða viljum við fá meira hjarta í starf lífeyrissjóða. Megum við biðja um Yang til mótvegis við Yin-ið? Megum við biðja um að fá eitt stykki umhyggjusama mömmu inn í hugsunarganginn? Megum við biðja um að lífeyrissjóðir sýni meiri samfélagslega ábyrgð í sínum störfum? En þá hljótum við að spyrja, hvar geta lífeyrissjóðir sýnt meiri samfélagslega ábyrgð? Hvað með að við byrjum á því sem hefur valdið mikilli ólgu í samfélaginu að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eru nefnilega í frábærri stöðu til að draga úr ólgunni. Þeir geta neitað fyrirtækjum um lán og þeir geta neitað að fjárfesta í fyrirtækjum ef þeirra skilmálum er ekki mætt. Þeir geta sett kvaðir á laun stjórnenda og arðgreiðslur eigenda, þeir geta sett kvaðir á ofurálagningu fyrirtækja og þeir geta sett kvaðir á ofurhagnað fyrirtækja. Þeir geta sett kvaðir á leigufélögin um hámark hagnaðar og sett kvaðir á þá um álagningu á leiguverði. Þeir geta sett kvaðir á bankana, þeir geta sett kvaðir á olíufélögin. Þeir geta sett kvaðir á öll þessi stóru félög sem hafa gleymt sér smá í græðginni. Og lífeyrissjóðirnir geta gert meira. Þeir geta ákveðið að verða uppbyggilegt afl í þjóðfélaginu. Þeir geta gengið í það verk að hvetja til atvinnuþátttöku og uppbyggingu starfa. Þeir geta stuðlað að samfélagslegum verkefnum sem gætu dregið 7.500 manns af atvinnuleysisskrá. Þeir geta beitt sér í lánveitingum til lítilla fyrirtækja og stuðlað að sterku atvinnulífi hér á landi. Þeir geta ákveðið að fjárfesta í íslensku atvinnulífi í stað þess að leggja áherslu á að færa allan pening erlendis. Er ekki komið nóg af því að við gefum risanum leyfi til að éta okkur út á gaddinn? Er ekki orðið tímabært að við drögum lífeyrissjóðina til samfélagslegrar ábyrgðar? Og hvernig gerum við það má spyrja? Við drögum lífeyrissjóðina inn í komandi kjaraviðræður. Ef það er hægt að draga ríkissjóð inn í kjaraviðræðurnar þá er líka hægt að draga stærsta fjármálaaflið hér á landi að samningsborðinu. Við þurfum að vekja risann fyrir komandi kjaraviðræður. Ég get tekið upp stærsta spjótið sem ég finn og reynt að miða því upp í heilögu holuna á milli rasskinnanna á risanum en það mun ekki duga til. Risinn er stór og það verður erfitt að fá hann til að gera eitthvað meira en að rumska. Allt þorpið þarf að taka upp spjótin og byrja að pota í hann þar til hann tekur þá ákvörðun að kannski sé bara einfaldast að ganga til verka og sýna samfélagslega ábyrgð í gjörðum sínum. Höfundur er launþegi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun