Vekjum risann, tökum upp spjótin Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 10:30 Það er stór risi sem sefur værum svefni í hjarta samfélagsins. Hann vaknar af og til og gleypir í sig mat í tonnatali. Hann þarf ekki að hafa fyrir neinu í lífinu. Maturinn rennur til hans í stöðugum straumi án nokkurrar fyrirhafnar af hans hendi. Og enginn þorir eða sér hag í því að vekja hann hann af værum blundi. Risinn hefur leyft sér að verða kvöð á okkar samfélagi. Hann neitar að sjá þá fallegu hluti sem hann getur áorkað með lítilli fyrirhöfn. Og hann heldur að hann geti leyft sér að halda áfram að vera byrði fyrir samfélagið, án þess að skila nokkru tilbaka. Það er smá ýkjur að setja upp þessa sögu og líkja lífeyrissjóðum við risann. Lífeyrissjóðirnir er lífæð í samfélaginu okkar, þeir ávaxta fé okkar og skila því tilbaka þegar við nálgumst elliárin. Þeir eru lang stærsta fjármálaaflið í íslensku þjóðfélagi. Þetta vitum við öll, er það ekki? Eignarstaða lífeyrissjóðanna stendur nú í rúmum 6.400 milljörðum króna. Hvað gera menn þegar svona miklir peningar þurfa að komast í umferð? Á undanförnum árum hefur 65% af eignarhlutdeild sjóðanna verið fjárfest í íslensku þjóðlífi. Restin hefur verið fjárfest erlendis. Það er svo mikill peningur í umferð að lífeyrissjóðirnir eiga í erfiðleikum með að finna ásættanlegar fjárfestingar. Forsvarsmenn Landssamtaka lífeyrissjóða tala nú eindregið fyrir því að engar hömlur séu settar á lífeyrissjóði varðandi erlendar fjárfestingar og þeir hafa ýtt eftir því að ríkið fjármagni í meira mæli stórar framkvæmdir í gegnum sig. Þegar svona mikil krafa er á forsvarsmenn lífeyrissjóða að koma öllum fjármunum í arðbæra ávöxtun þá er spurning hvort að kröfur séu gerðar um eitthvað annað? Ég á erfitt með að finna dæmi þar sem lífeyrissjóðirnir stefna að öðru í lánveitingum. Samt eiga þeir samkvæmt samþykktum Landssamtaka lífeyrissjóða að gæta hagsmuna sjóðfélaga sem eiga aðild að samtökunum. Getum við sem samfélag samþykkt að einu hagsmunir sjóðsfélaga sé há ávöxtun? Eru gamaldags karllæg gildi of mikið í hávegum höfð þegar kemur að svona þýðingarmikilli starfsemi? Eða viljum við fá meira hjarta í starf lífeyrissjóða. Megum við biðja um Yang til mótvegis við Yin-ið? Megum við biðja um að fá eitt stykki umhyggjusama mömmu inn í hugsunarganginn? Megum við biðja um að lífeyrissjóðir sýni meiri samfélagslega ábyrgð í sínum störfum? En þá hljótum við að spyrja, hvar geta lífeyrissjóðir sýnt meiri samfélagslega ábyrgð? Hvað með að við byrjum á því sem hefur valdið mikilli ólgu í samfélaginu að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eru nefnilega í frábærri stöðu til að draga úr ólgunni. Þeir geta neitað fyrirtækjum um lán og þeir geta neitað að fjárfesta í fyrirtækjum ef þeirra skilmálum er ekki mætt. Þeir geta sett kvaðir á laun stjórnenda og arðgreiðslur eigenda, þeir geta sett kvaðir á ofurálagningu fyrirtækja og þeir geta sett kvaðir á ofurhagnað fyrirtækja. Þeir geta sett kvaðir á leigufélögin um hámark hagnaðar og sett kvaðir á þá um álagningu á leiguverði. Þeir geta sett kvaðir á bankana, þeir geta sett kvaðir á olíufélögin. Þeir geta sett kvaðir á öll þessi stóru félög sem hafa gleymt sér smá í græðginni. Og lífeyrissjóðirnir geta gert meira. Þeir geta ákveðið að verða uppbyggilegt afl í þjóðfélaginu. Þeir geta gengið í það verk að hvetja til atvinnuþátttöku og uppbyggingu starfa. Þeir geta stuðlað að samfélagslegum verkefnum sem gætu dregið 7.500 manns af atvinnuleysisskrá. Þeir geta beitt sér í lánveitingum til lítilla fyrirtækja og stuðlað að sterku atvinnulífi hér á landi. Þeir geta ákveðið að fjárfesta í íslensku atvinnulífi í stað þess að leggja áherslu á að færa allan pening erlendis. Er ekki komið nóg af því að við gefum risanum leyfi til að éta okkur út á gaddinn? Er ekki orðið tímabært að við drögum lífeyrissjóðina til samfélagslegrar ábyrgðar? Og hvernig gerum við það má spyrja? Við drögum lífeyrissjóðina inn í komandi kjaraviðræður. Ef það er hægt að draga ríkissjóð inn í kjaraviðræðurnar þá er líka hægt að draga stærsta fjármálaaflið hér á landi að samningsborðinu. Við þurfum að vekja risann fyrir komandi kjaraviðræður. Ég get tekið upp stærsta spjótið sem ég finn og reynt að miða því upp í heilögu holuna á milli rasskinnanna á risanum en það mun ekki duga til. Risinn er stór og það verður erfitt að fá hann til að gera eitthvað meira en að rumska. Allt þorpið þarf að taka upp spjótin og byrja að pota í hann þar til hann tekur þá ákvörðun að kannski sé bara einfaldast að ganga til verka og sýna samfélagslega ábyrgð í gjörðum sínum. Höfundur er launþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það er stór risi sem sefur værum svefni í hjarta samfélagsins. Hann vaknar af og til og gleypir í sig mat í tonnatali. Hann þarf ekki að hafa fyrir neinu í lífinu. Maturinn rennur til hans í stöðugum straumi án nokkurrar fyrirhafnar af hans hendi. Og enginn þorir eða sér hag í því að vekja hann hann af værum blundi. Risinn hefur leyft sér að verða kvöð á okkar samfélagi. Hann neitar að sjá þá fallegu hluti sem hann getur áorkað með lítilli fyrirhöfn. Og hann heldur að hann geti leyft sér að halda áfram að vera byrði fyrir samfélagið, án þess að skila nokkru tilbaka. Það er smá ýkjur að setja upp þessa sögu og líkja lífeyrissjóðum við risann. Lífeyrissjóðirnir er lífæð í samfélaginu okkar, þeir ávaxta fé okkar og skila því tilbaka þegar við nálgumst elliárin. Þeir eru lang stærsta fjármálaaflið í íslensku þjóðfélagi. Þetta vitum við öll, er það ekki? Eignarstaða lífeyrissjóðanna stendur nú í rúmum 6.400 milljörðum króna. Hvað gera menn þegar svona miklir peningar þurfa að komast í umferð? Á undanförnum árum hefur 65% af eignarhlutdeild sjóðanna verið fjárfest í íslensku þjóðlífi. Restin hefur verið fjárfest erlendis. Það er svo mikill peningur í umferð að lífeyrissjóðirnir eiga í erfiðleikum með að finna ásættanlegar fjárfestingar. Forsvarsmenn Landssamtaka lífeyrissjóða tala nú eindregið fyrir því að engar hömlur séu settar á lífeyrissjóði varðandi erlendar fjárfestingar og þeir hafa ýtt eftir því að ríkið fjármagni í meira mæli stórar framkvæmdir í gegnum sig. Þegar svona mikil krafa er á forsvarsmenn lífeyrissjóða að koma öllum fjármunum í arðbæra ávöxtun þá er spurning hvort að kröfur séu gerðar um eitthvað annað? Ég á erfitt með að finna dæmi þar sem lífeyrissjóðirnir stefna að öðru í lánveitingum. Samt eiga þeir samkvæmt samþykktum Landssamtaka lífeyrissjóða að gæta hagsmuna sjóðfélaga sem eiga aðild að samtökunum. Getum við sem samfélag samþykkt að einu hagsmunir sjóðsfélaga sé há ávöxtun? Eru gamaldags karllæg gildi of mikið í hávegum höfð þegar kemur að svona þýðingarmikilli starfsemi? Eða viljum við fá meira hjarta í starf lífeyrissjóða. Megum við biðja um Yang til mótvegis við Yin-ið? Megum við biðja um að fá eitt stykki umhyggjusama mömmu inn í hugsunarganginn? Megum við biðja um að lífeyrissjóðir sýni meiri samfélagslega ábyrgð í sínum störfum? En þá hljótum við að spyrja, hvar geta lífeyrissjóðir sýnt meiri samfélagslega ábyrgð? Hvað með að við byrjum á því sem hefur valdið mikilli ólgu í samfélaginu að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eru nefnilega í frábærri stöðu til að draga úr ólgunni. Þeir geta neitað fyrirtækjum um lán og þeir geta neitað að fjárfesta í fyrirtækjum ef þeirra skilmálum er ekki mætt. Þeir geta sett kvaðir á laun stjórnenda og arðgreiðslur eigenda, þeir geta sett kvaðir á ofurálagningu fyrirtækja og þeir geta sett kvaðir á ofurhagnað fyrirtækja. Þeir geta sett kvaðir á leigufélögin um hámark hagnaðar og sett kvaðir á þá um álagningu á leiguverði. Þeir geta sett kvaðir á bankana, þeir geta sett kvaðir á olíufélögin. Þeir geta sett kvaðir á öll þessi stóru félög sem hafa gleymt sér smá í græðginni. Og lífeyrissjóðirnir geta gert meira. Þeir geta ákveðið að verða uppbyggilegt afl í þjóðfélaginu. Þeir geta gengið í það verk að hvetja til atvinnuþátttöku og uppbyggingu starfa. Þeir geta stuðlað að samfélagslegum verkefnum sem gætu dregið 7.500 manns af atvinnuleysisskrá. Þeir geta beitt sér í lánveitingum til lítilla fyrirtækja og stuðlað að sterku atvinnulífi hér á landi. Þeir geta ákveðið að fjárfesta í íslensku atvinnulífi í stað þess að leggja áherslu á að færa allan pening erlendis. Er ekki komið nóg af því að við gefum risanum leyfi til að éta okkur út á gaddinn? Er ekki orðið tímabært að við drögum lífeyrissjóðina til samfélagslegrar ábyrgðar? Og hvernig gerum við það má spyrja? Við drögum lífeyrissjóðina inn í komandi kjaraviðræður. Ef það er hægt að draga ríkissjóð inn í kjaraviðræðurnar þá er líka hægt að draga stærsta fjármálaaflið hér á landi að samningsborðinu. Við þurfum að vekja risann fyrir komandi kjaraviðræður. Ég get tekið upp stærsta spjótið sem ég finn og reynt að miða því upp í heilögu holuna á milli rasskinnanna á risanum en það mun ekki duga til. Risinn er stór og það verður erfitt að fá hann til að gera eitthvað meira en að rumska. Allt þorpið þarf að taka upp spjótin og byrja að pota í hann þar til hann tekur þá ákvörðun að kannski sé bara einfaldast að ganga til verka og sýna samfélagslega ábyrgð í gjörðum sínum. Höfundur er launþegi.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun