Svona útrýmum við skipulögðum brotahópum Atli Bollason skrifar 30. ágúst 2022 11:00 Nýlega lagði lögreglan hald á 100 kg af kókaíni sem voru falin í vörusendingu. Þetta er langmesta magn ólöglegra vímuefna sem hefur verið haldlagt í einu hérlendis. Þó telur lögreglan að haldlagningin hafi ekki teljandi áhrif á framboð á markaði. Innflutningurinn er líklega til marks um aukin umsvif skipulagðra brotahópa hér á landi. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um slíka hópa frá árinu 2021 er talað um neikvæð áhrif þeirra á viðskiptalíf og vinnumarkað, tekjumissi hins opinbera og ofbeldið sem þeim fylgi. Talið er víst að ítök alþjóðlegra brotahópa muni aukast hérlendis á næstu árum og horfa skýrsluhöfundar til Svíþjóðar þar sem „mikil aukning hefur orðið í skotárásum … sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og hafa tugir látist í þeim átökum.“ Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. En skipulögð brotastarfsemi þrífst aðeins í skjóli bannsins sem gildir víðast hvar um vímuefni. Henni má útrýma með pennastriki. Með því að lögleiða efnin sem hóparnir höndla með væri tekjugrundvöllur þeirra brostinn og skipulagið sem auðveldar þeim að stunda mansal, vændi, peningaþvætti, fjársvik, þjófnað, tölvuinnbrot og tölvuárásir væri úr sögunni. Átök milli glæpagengja með tilheyrandi áhrifum á öryggi almennings hyrfu eins og dögg fyrir sólu. En áfram berjum við höfðinu við steininn. Við notum 240 kg af kókaíni árlega Tímamótarannsókn Arndísar Sue Ching Löve á niðurbrotsefnum í skólpi sýnir að á árunum 2017-2020 notuðu hverjir þúsund Íslendingar á bilinu 555-921 mg af amfetamíni daglega í vikunum sem mælingar fóru fram. Samsvarandi gildi fyrir kókaín er 1110-2660 mg/dag/1000 íbúa, 175-194 mg/dag/1000 íbúa fyrir MDMA og 13,7-21,2 g/dag/1000 íbúa fyrir kannabis. Arndís dregur engar ályktanir um neyslu utan þeirra vikna sem hún mældi en ef við gefum okkur að þær hafi verið áþekkar öðrum vikum í dagatalinu og uppreiknum notkunina má sjá að Íslendingar nota um 95 kg af amfetamíni árlega. Á hverju ári notum við líka um 240 kg af kókaíni, 24 kg af MDMA og yfir 22 tonn af kannabisi (miðað við meðaltal hæstu og lægstu gilda). Mjög varlega áætlað er samanlagt götuvirði þessarar neyslu yfir 70 milljarðar á ári. Þá eru ekki tekin með í reikninginn ýmis önnur efni sem við erum líka dugleg að nota: LSD, ofskynjunarsveppir, ólöglega innfluttir ópíóðar, ketamín og benzódíazepín-lyf svo eitthvað sé nefnt. Þegar tillit er tekið til hreinleika seldra efna (sem eru oftast íblönduð öðrum drýgjandi efnum) má telja víst að talan sé miklu hærri. Þessir milljarðar renna beint í vasann á glæpamönnum. Í stað þess að mynda mikilvægan skattstofn hverfa þeir og skilja ekkert eftir. Væri götuverðmætið skattlagt að helmingi myndi það skila minnst 35 milljörðum í ríkiskassann á ári hverju. Til samanburðar er áfengisgjald allt frá 35-75% og jafnvel hærra, allt eftir gerð áfengisins og vínandamagni þess. En baráttan gegn vímuefnavánni virðist stjórnmálamönnum mikilvægari. Þó sýna öll gögn að hún hefur engu skilað nema stóraukinni vímuefnanotkun, jaðarsetningu vímuefnanotenda og gríðarlegu töpuðu fé í hítina sem er kölluð stríðið gegn fíkniefnum. Gögnin ljúga ekki Notkun vímuefna er vissulega ekki hættulaus og alls ekki heilsusamleg, en mörg þeirra eru þó ekki skaðlegri en ýmis önnur dægradvöl s.s. útreiðar. Þessi samanburður er vel þekktur, en þegar David Nutt, einhver virtasti tauga- og geðlyfjafræðingur samtímans og fyrrum ráðgjafi Bretlandsstjórnar um vímuefnamál, bar notkun á e-pillum (MDMA) saman við útreiðar var honum vikið úr starfi. Þó gekk samanburðurinn ekki út á annað en að setja gögn í samhengi: líkurnar á því að bera skaða af notkun e-pilla eru langtum minni en líkurnar á því að skaðast við að setjast á hestbak (u.þ.b. 1/10.000 e-pillum veldur skaða en u.þ.b. 1/350 hestaferðum). Ýmis önnur vímuefni - þ.á.m. maríjúana, LSD, amfetamín, ketamín og ofskynjunarsveppir - eru skv. fjölmörgum ritrýndum rannsóknum sömuleiðis talin valda notendum minni skaða en löglegu vímugjafarnir áfengi og níkótín auk þess sem þau eru minna ávanabindandi. Fyrst svo er, hvað býr þá að baki bannstefnunni? Andstaða við vímuefnanotkun er siðferðislegs eðlis. Hún byggir að miklu leyti á melódramatískri og skakkri mynd sem er iðulega dregin upp af vímuefnum í fjölmiðlum og lífseigri mýtu sem leggur vímuefnanotkun og alvarlega persónuleikabresti að jöfnu. Samtímis búum við í samfélagi sem er gegnsósa af áfengi, slævandi og ávanabindandi lyfi sem hefur stórkostleg áhrif á dómgreind notandans og er vægast sagt óheilsusamlegt. Hvaðan kemur þessi skinhelgi? Saga bannstefnunnar er löng og flókin en í sem allra skemmstu máli má segja að hún eigi uppruna sinn í Bandaríkjunum og að hvert og eitt vímuefni sem hafi ratað á bannlistann hafi gert það til að stjórnvöld þar í landi hefðu átyllu til að áreita tiltekna þjóðfélagshópa: mexíkóskt verkafólk og maríjúana, kínverskt verkafólk og ópíum, róttæklingar og LSD, fátækir blökkumenn og heróín. Önnur ríki hafa svo verið neydd til að taka upp sömu reglur ellegar komast í ónáð hjá Bandaríkjastjórn. Öll þekkja vímuefnanotendur Flest þekkjum við einhvern sem hefur glímt við fíkn eða, sem verra er, hefur tapað lífi sínu af völdum vímuefna. Það er alltaf harmleikur. En slík frávik segja þó lítið um skaðsemi ólöglegra vímuefna í stærra samhengi, sé horft til notendafjölda og annarrar hegðunar. Vímefnanotendur eru þingmenn, kennarar, listamenn, framkvæmdastjórar, fræðafólk, verkafólk, stúdentar, öryrkjar og allt þar á milli. Flest sinna sínum störfum og sínum fjölskyldum án þess að notkunin sé þeim né öðrum til trafala. Sum eiga erfitt með að tempra neyslu sína og lenda í klóm fíknarinnar. Mun stærri hluti þeirra gerir það ekki. Fíknivandinn er margþættur. Eftir því sem skilningur okkar á þessu sérstæða fyrirbrigði dýpkar kemur æ betur í ljós að fíkn stafar ekki nema að litlu leyti af eiginleikum efnanna sjálfra. Gen virðast spila mjög stóran þátt og þau sem nota vímuefni snemma á lífsleiðinni virðast einnig líklegri til að ánetjast þeim. Glíma við geðsjúkdóma ýtir mörgum út í fíknihegðun. En félagslegar aðstæður notandans vega einnig þungt. Sá sem býr við öryggi, ábyrgð, kærleika og alúð er ólíklegri til að þróa með sér fíknivanda. Nær væri því að hindra aðgang ungmenna að efnunum, búa vel að fjölskyldum og styrkja geðrækt frekar en að hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Það er pólitísk-siðferðisleg spurning hvort setja eigi langstærstum hluta þjóðarinnar stólinn fyrir dyrnar til þess að halda hlífiskildi yfir hinum sem gætu þróað með sér fíknivanda. En sú góðmennska er marklaus meðan áfengi er löglegt. Með bannstefnunni er löggjafinn að hampa einum vímugjafa á kostnað annarra og takmarka þar með sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Umvöndunarsemi siðapostula Við hlæjum ýmist eða grátum að prestum sem bönnuðu dansa á miðöldum, Talíbönum sem banna tónlistarflutning og einræðisherrum sem banna skoðanaskipti. Reglur um það hvernig fullorðið fólk ver tíma sínum eru af sömu grein. Þær eru ekkert nema umvöndunarsemi siðapostula. Að baki býr gamalkunnur íhaldsótti við að þjóðskipulagið liðist í sundur: að LSD notendur hætti að trúa því að lífið gangi út á stöðuga samkeppni við náungann eða að MDMA notendur finni fróun á dansgólfinu sem þeir finna ekki í atvinnulífinu. Bannstefnan gengur út á að strauja í burtu öll frávik frá norminu. Við viljum ekki öll lifa sama lífi og við viljum ekki að líf allra sé samskonar. Mörg geta enn ekki hugsað sér að tveir einstaklingar af sama kyni vilji stunda kynlíf, hvað þá stofna fjölskyldu. Sem betur fer hafa viðhorf til samkynhneigðra og annarra á kynferðisrófinu stórbatnað síðustu áratugi en nýleg dæmi sýna að enn er langt í land. Fordómar samfélagsins gegn vímuefnanotendum eru af sama toga. Mörgum finnst óhugsandi að önnur vilji tímabundið rjúfa hversdagsleikann: lyfta sér upp, opna hugann eða slaka á. Svo hella þau sér í glas. Eins og kynhneigð hvers og eins þá er vímuefnanotkun einkamál. Hún getur vissulega haft óbein áhrif á aðra ef hún fer úr böndunum, oftast á fjölskyldu viðkomandi. En sama gildir um alla hegðun. Sá sem vinnur stanslaust er fyrir vikið aldrei heima, sú sem klifrar í klettum eða kafar í vötnum setur sjálfa sig stöðugt í háskalegar aðstæður, sá sem heldur framhjá maka sínum hættir á að leysa fjölskylduna upp, sú sem sólundar öllu sínu fé í golfferðir eða mótorhjól gæti sett heimilið á hausinn. Öllu má ofgera. En er of til mikils mælst að við fáum að bera ábyrgð á eigin lífi? Krimmarnir fara hlæjandi í bankann Hvorki svokallaðir frjálslyndir stjórnmálamenn né frjálshyggjumenn vekja máls á þessari yfirgengilegu aðför að sjálfsákvörðunarrétti okkar. Tilraunir til afglæpavæðingar (má ég óska eftir fallegra orði?) eru skref í rétta átt en þær afvopna ekki glæpahópana sem framleiða efnin. Í slíku fyrirkomulagi neyddust vímuefnanotendur enn til að borga glæpahringjum fyrir efnin og krimmarnir færu hlæjandi alla leið í bankann án þess að samfélagið nyti góðs af milljörðunum. Efnin yrðu áfram búin til fyrir luktum dyrum. Flest dauðsföll sem hljótast af neyslu ólöglegra vímuefna hafa með eitruð íblöndunarefni eða hreinleika efnanna að gera. Framleiðsla undir eftirliti myndi tryggja gæði efnanna og notendur gætu verið vissir um að skammtastærðir væru réttar. Öryggi notenda myndi því stóraukast væri bannstefnan aflögð. Bannstefnan hefur enn fremur orðið til þess að vísindafólk hefur ekki getað rannsakað klínískan ábata þessara lyfja í áratugi. Sem betur fer virðist vera að losna um þær hömlur eins og nýlegar tilraunir með MDMA, LSD og psylocybin (ofskynjunarsveppi) sýna fram á. Tilraunirnar benda til þess að notkun efnanna geti hjálpað verulega við meðferð t.d. þunglyndis, fíknar, kvíða og áfallastreituröskunar. Þessi nálgun horfir þó framhjá því að notkun efnanna er ekki síður dægradvöl. Alveg eins og notkun áfengis. Hræsni og yfirgangssemi Kannski finnst einhverjum að svona lagað skipti engu máli frammi fyrir húsnæðisskorti, óðaverðbólgu og styrjöld í Úkraínu. Þetta eru rök sem heyrast árlega þegar yngri sjálfstæðismenn vilja styrkja áfengismenninguna enn frekar í sessi og losa um hömlur á sölu vínanda. En í mínum huga er frelsi til athafna undirstaða okkar siðmenningar. Því fylgir frelsi til að misstíga sig - og traust til ríkisvaldsins um að það aðstoði þau okkar sem rata í öngstræti, t.d. með niðurgreiddum meðferðarúrræðum eða annarri heilbrigðisþjónustu. Bannstefnan í vímuefnamálum er ekki bara hræsnisfull, yfirgangssöm og óvísindaleg. Hún er enn fremur forsenda skipulagðrar glæpastarfsemi á heimsvísu og skilar ekki árangri frá lýðheilsusjónarmiði, enda fer vímuefnaneysla aðeins vaxandi. Er ekki löngu kominn tími til að hrifsa völdin af glæponunum, fá tugi milljarða í ríkiskassann árlega og leyfa okkur náðarsamlegast að bera ábyrgð á eigin lífi og löngunum? Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lögreglumál Atli Bollason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Nýlega lagði lögreglan hald á 100 kg af kókaíni sem voru falin í vörusendingu. Þetta er langmesta magn ólöglegra vímuefna sem hefur verið haldlagt í einu hérlendis. Þó telur lögreglan að haldlagningin hafi ekki teljandi áhrif á framboð á markaði. Innflutningurinn er líklega til marks um aukin umsvif skipulagðra brotahópa hér á landi. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um slíka hópa frá árinu 2021 er talað um neikvæð áhrif þeirra á viðskiptalíf og vinnumarkað, tekjumissi hins opinbera og ofbeldið sem þeim fylgi. Talið er víst að ítök alþjóðlegra brotahópa muni aukast hérlendis á næstu árum og horfa skýrsluhöfundar til Svíþjóðar þar sem „mikil aukning hefur orðið í skotárásum … sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og hafa tugir látist í þeim átökum.“ Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. En skipulögð brotastarfsemi þrífst aðeins í skjóli bannsins sem gildir víðast hvar um vímuefni. Henni má útrýma með pennastriki. Með því að lögleiða efnin sem hóparnir höndla með væri tekjugrundvöllur þeirra brostinn og skipulagið sem auðveldar þeim að stunda mansal, vændi, peningaþvætti, fjársvik, þjófnað, tölvuinnbrot og tölvuárásir væri úr sögunni. Átök milli glæpagengja með tilheyrandi áhrifum á öryggi almennings hyrfu eins og dögg fyrir sólu. En áfram berjum við höfðinu við steininn. Við notum 240 kg af kókaíni árlega Tímamótarannsókn Arndísar Sue Ching Löve á niðurbrotsefnum í skólpi sýnir að á árunum 2017-2020 notuðu hverjir þúsund Íslendingar á bilinu 555-921 mg af amfetamíni daglega í vikunum sem mælingar fóru fram. Samsvarandi gildi fyrir kókaín er 1110-2660 mg/dag/1000 íbúa, 175-194 mg/dag/1000 íbúa fyrir MDMA og 13,7-21,2 g/dag/1000 íbúa fyrir kannabis. Arndís dregur engar ályktanir um neyslu utan þeirra vikna sem hún mældi en ef við gefum okkur að þær hafi verið áþekkar öðrum vikum í dagatalinu og uppreiknum notkunina má sjá að Íslendingar nota um 95 kg af amfetamíni árlega. Á hverju ári notum við líka um 240 kg af kókaíni, 24 kg af MDMA og yfir 22 tonn af kannabisi (miðað við meðaltal hæstu og lægstu gilda). Mjög varlega áætlað er samanlagt götuvirði þessarar neyslu yfir 70 milljarðar á ári. Þá eru ekki tekin með í reikninginn ýmis önnur efni sem við erum líka dugleg að nota: LSD, ofskynjunarsveppir, ólöglega innfluttir ópíóðar, ketamín og benzódíazepín-lyf svo eitthvað sé nefnt. Þegar tillit er tekið til hreinleika seldra efna (sem eru oftast íblönduð öðrum drýgjandi efnum) má telja víst að talan sé miklu hærri. Þessir milljarðar renna beint í vasann á glæpamönnum. Í stað þess að mynda mikilvægan skattstofn hverfa þeir og skilja ekkert eftir. Væri götuverðmætið skattlagt að helmingi myndi það skila minnst 35 milljörðum í ríkiskassann á ári hverju. Til samanburðar er áfengisgjald allt frá 35-75% og jafnvel hærra, allt eftir gerð áfengisins og vínandamagni þess. En baráttan gegn vímuefnavánni virðist stjórnmálamönnum mikilvægari. Þó sýna öll gögn að hún hefur engu skilað nema stóraukinni vímuefnanotkun, jaðarsetningu vímuefnanotenda og gríðarlegu töpuðu fé í hítina sem er kölluð stríðið gegn fíkniefnum. Gögnin ljúga ekki Notkun vímuefna er vissulega ekki hættulaus og alls ekki heilsusamleg, en mörg þeirra eru þó ekki skaðlegri en ýmis önnur dægradvöl s.s. útreiðar. Þessi samanburður er vel þekktur, en þegar David Nutt, einhver virtasti tauga- og geðlyfjafræðingur samtímans og fyrrum ráðgjafi Bretlandsstjórnar um vímuefnamál, bar notkun á e-pillum (MDMA) saman við útreiðar var honum vikið úr starfi. Þó gekk samanburðurinn ekki út á annað en að setja gögn í samhengi: líkurnar á því að bera skaða af notkun e-pilla eru langtum minni en líkurnar á því að skaðast við að setjast á hestbak (u.þ.b. 1/10.000 e-pillum veldur skaða en u.þ.b. 1/350 hestaferðum). Ýmis önnur vímuefni - þ.á.m. maríjúana, LSD, amfetamín, ketamín og ofskynjunarsveppir - eru skv. fjölmörgum ritrýndum rannsóknum sömuleiðis talin valda notendum minni skaða en löglegu vímugjafarnir áfengi og níkótín auk þess sem þau eru minna ávanabindandi. Fyrst svo er, hvað býr þá að baki bannstefnunni? Andstaða við vímuefnanotkun er siðferðislegs eðlis. Hún byggir að miklu leyti á melódramatískri og skakkri mynd sem er iðulega dregin upp af vímuefnum í fjölmiðlum og lífseigri mýtu sem leggur vímuefnanotkun og alvarlega persónuleikabresti að jöfnu. Samtímis búum við í samfélagi sem er gegnsósa af áfengi, slævandi og ávanabindandi lyfi sem hefur stórkostleg áhrif á dómgreind notandans og er vægast sagt óheilsusamlegt. Hvaðan kemur þessi skinhelgi? Saga bannstefnunnar er löng og flókin en í sem allra skemmstu máli má segja að hún eigi uppruna sinn í Bandaríkjunum og að hvert og eitt vímuefni sem hafi ratað á bannlistann hafi gert það til að stjórnvöld þar í landi hefðu átyllu til að áreita tiltekna þjóðfélagshópa: mexíkóskt verkafólk og maríjúana, kínverskt verkafólk og ópíum, róttæklingar og LSD, fátækir blökkumenn og heróín. Önnur ríki hafa svo verið neydd til að taka upp sömu reglur ellegar komast í ónáð hjá Bandaríkjastjórn. Öll þekkja vímuefnanotendur Flest þekkjum við einhvern sem hefur glímt við fíkn eða, sem verra er, hefur tapað lífi sínu af völdum vímuefna. Það er alltaf harmleikur. En slík frávik segja þó lítið um skaðsemi ólöglegra vímuefna í stærra samhengi, sé horft til notendafjölda og annarrar hegðunar. Vímefnanotendur eru þingmenn, kennarar, listamenn, framkvæmdastjórar, fræðafólk, verkafólk, stúdentar, öryrkjar og allt þar á milli. Flest sinna sínum störfum og sínum fjölskyldum án þess að notkunin sé þeim né öðrum til trafala. Sum eiga erfitt með að tempra neyslu sína og lenda í klóm fíknarinnar. Mun stærri hluti þeirra gerir það ekki. Fíknivandinn er margþættur. Eftir því sem skilningur okkar á þessu sérstæða fyrirbrigði dýpkar kemur æ betur í ljós að fíkn stafar ekki nema að litlu leyti af eiginleikum efnanna sjálfra. Gen virðast spila mjög stóran þátt og þau sem nota vímuefni snemma á lífsleiðinni virðast einnig líklegri til að ánetjast þeim. Glíma við geðsjúkdóma ýtir mörgum út í fíknihegðun. En félagslegar aðstæður notandans vega einnig þungt. Sá sem býr við öryggi, ábyrgð, kærleika og alúð er ólíklegri til að þróa með sér fíknivanda. Nær væri því að hindra aðgang ungmenna að efnunum, búa vel að fjölskyldum og styrkja geðrækt frekar en að hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Það er pólitísk-siðferðisleg spurning hvort setja eigi langstærstum hluta þjóðarinnar stólinn fyrir dyrnar til þess að halda hlífiskildi yfir hinum sem gætu þróað með sér fíknivanda. En sú góðmennska er marklaus meðan áfengi er löglegt. Með bannstefnunni er löggjafinn að hampa einum vímugjafa á kostnað annarra og takmarka þar með sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Umvöndunarsemi siðapostula Við hlæjum ýmist eða grátum að prestum sem bönnuðu dansa á miðöldum, Talíbönum sem banna tónlistarflutning og einræðisherrum sem banna skoðanaskipti. Reglur um það hvernig fullorðið fólk ver tíma sínum eru af sömu grein. Þær eru ekkert nema umvöndunarsemi siðapostula. Að baki býr gamalkunnur íhaldsótti við að þjóðskipulagið liðist í sundur: að LSD notendur hætti að trúa því að lífið gangi út á stöðuga samkeppni við náungann eða að MDMA notendur finni fróun á dansgólfinu sem þeir finna ekki í atvinnulífinu. Bannstefnan gengur út á að strauja í burtu öll frávik frá norminu. Við viljum ekki öll lifa sama lífi og við viljum ekki að líf allra sé samskonar. Mörg geta enn ekki hugsað sér að tveir einstaklingar af sama kyni vilji stunda kynlíf, hvað þá stofna fjölskyldu. Sem betur fer hafa viðhorf til samkynhneigðra og annarra á kynferðisrófinu stórbatnað síðustu áratugi en nýleg dæmi sýna að enn er langt í land. Fordómar samfélagsins gegn vímuefnanotendum eru af sama toga. Mörgum finnst óhugsandi að önnur vilji tímabundið rjúfa hversdagsleikann: lyfta sér upp, opna hugann eða slaka á. Svo hella þau sér í glas. Eins og kynhneigð hvers og eins þá er vímuefnanotkun einkamál. Hún getur vissulega haft óbein áhrif á aðra ef hún fer úr böndunum, oftast á fjölskyldu viðkomandi. En sama gildir um alla hegðun. Sá sem vinnur stanslaust er fyrir vikið aldrei heima, sú sem klifrar í klettum eða kafar í vötnum setur sjálfa sig stöðugt í háskalegar aðstæður, sá sem heldur framhjá maka sínum hættir á að leysa fjölskylduna upp, sú sem sólundar öllu sínu fé í golfferðir eða mótorhjól gæti sett heimilið á hausinn. Öllu má ofgera. En er of til mikils mælst að við fáum að bera ábyrgð á eigin lífi? Krimmarnir fara hlæjandi í bankann Hvorki svokallaðir frjálslyndir stjórnmálamenn né frjálshyggjumenn vekja máls á þessari yfirgengilegu aðför að sjálfsákvörðunarrétti okkar. Tilraunir til afglæpavæðingar (má ég óska eftir fallegra orði?) eru skref í rétta átt en þær afvopna ekki glæpahópana sem framleiða efnin. Í slíku fyrirkomulagi neyddust vímuefnanotendur enn til að borga glæpahringjum fyrir efnin og krimmarnir færu hlæjandi alla leið í bankann án þess að samfélagið nyti góðs af milljörðunum. Efnin yrðu áfram búin til fyrir luktum dyrum. Flest dauðsföll sem hljótast af neyslu ólöglegra vímuefna hafa með eitruð íblöndunarefni eða hreinleika efnanna að gera. Framleiðsla undir eftirliti myndi tryggja gæði efnanna og notendur gætu verið vissir um að skammtastærðir væru réttar. Öryggi notenda myndi því stóraukast væri bannstefnan aflögð. Bannstefnan hefur enn fremur orðið til þess að vísindafólk hefur ekki getað rannsakað klínískan ábata þessara lyfja í áratugi. Sem betur fer virðist vera að losna um þær hömlur eins og nýlegar tilraunir með MDMA, LSD og psylocybin (ofskynjunarsveppi) sýna fram á. Tilraunirnar benda til þess að notkun efnanna geti hjálpað verulega við meðferð t.d. þunglyndis, fíknar, kvíða og áfallastreituröskunar. Þessi nálgun horfir þó framhjá því að notkun efnanna er ekki síður dægradvöl. Alveg eins og notkun áfengis. Hræsni og yfirgangssemi Kannski finnst einhverjum að svona lagað skipti engu máli frammi fyrir húsnæðisskorti, óðaverðbólgu og styrjöld í Úkraínu. Þetta eru rök sem heyrast árlega þegar yngri sjálfstæðismenn vilja styrkja áfengismenninguna enn frekar í sessi og losa um hömlur á sölu vínanda. En í mínum huga er frelsi til athafna undirstaða okkar siðmenningar. Því fylgir frelsi til að misstíga sig - og traust til ríkisvaldsins um að það aðstoði þau okkar sem rata í öngstræti, t.d. með niðurgreiddum meðferðarúrræðum eða annarri heilbrigðisþjónustu. Bannstefnan í vímuefnamálum er ekki bara hræsnisfull, yfirgangssöm og óvísindaleg. Hún er enn fremur forsenda skipulagðrar glæpastarfsemi á heimsvísu og skilar ekki árangri frá lýðheilsusjónarmiði, enda fer vímuefnaneysla aðeins vaxandi. Er ekki löngu kominn tími til að hrifsa völdin af glæponunum, fá tugi milljarða í ríkiskassann árlega og leyfa okkur náðarsamlegast að bera ábyrgð á eigin lífi og löngunum? Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun