Þegar embættismenn fara ekki að lögum Sævar Þór Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 17:02 Fyrir nokkru fékk ég inn á borð til mín mál einstaklings sem sviptur var ökuréttindum. Hann var tekinn fyrir ölvunarakstur árið 2018 en málinu lauk ekki fyrr en með sektargerð í janúar 2020 vegna tafa málsins í höndum lögreglu. Þegar kom svo að því að viðkomandi ætlaði að sækja um ökuréttindi að nýju er honum tjáð að hann þurfi fyrst að ljúka sérstöku námskeiði hjá Samgöngustofu. Þannig var mál með vexti að 1. janúar 2020 höfðu ný umferðarlög tekið gildi sem gerðu það að skilyrði fyrir því að fá að ökuprófið aftur að setið væri sérstakt námskeið hjá Samgöngustofu, en slíkt var ekki skilyrði eldri laga sem í gildi voru þegar viðkomandi brot átti sér stað. Hafði umbjóðandi minn samband við lögreglu í júlí 2021 til að fá þessu breytt en lögreglan vísaði honum á Samgöngustofu. Hjá Samgöngustofu var honum svo aftur vísað á lögregluna. Þegar hann leitar á ný til lögreglunnar þá er honum bent á að tala við sýslumann, sýslumaður sagði honum svo enn á ný að hafa samband við lögreglu. Einstaklingurinn var því búinn að fara fram og til baka í kerfinu á milli embætta sem öll virtust vísa hvert á annað. Að vonum ákvað hann að leita til lögmanns. Eftir formleg bréfaskipti við lögregluna fengust þau svör í gegnum síma, ekki skriflega, að það væri alfarið í höndum Samgöngustofu að taka ákvörðun um það hvort viðkomandi þyrfti að sitja umrætt námskeið eður ei, til þess að fá ökuréttindi á ný. Formlegt svarbréf barst frá Samgöngustofu þar sem fram kom að ekki væri hægt að jafna umsókn um ný ökuréttindi við sjálf viðurlögin sem sviptingin felur í sér. Jafnframt að óski einstaklingur eftir því að fá ökuréttindi á ný beri að fara eftir þeim lögum sem gilda á þeim tíma sem slík umsókn berst og því ætti umbjóðandi minn að sitja námskeið sem nýju umferðalögin gerðu skilyrði um. Þessi ákvörðun Samgöngustofu var kærð Innviðaráðuneytis. Vegna tafa á úrslausn málsins hjá ráðuneytinu var svo send kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Ráðuneytið komst svo að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði þess að geta öðlast ökurétt að nýju gagnvart þeim sem hafa verið sviptir ökuréttindum og óska eftir að öðlast þau á ný, heldur sýslumanns eða eftir atvikum lögreglustjóra. Ráðuneytið tók einnig fram að samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins lægi fyrir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni á því hvort einstaklingar sem sviptir voru ökuskírteini í gildistíð eldri umferðarlaga þurfi að undirgangast námskeið hjá Samgöngustofu samkvæmt 3. mgr. 63. gr. umferðarlaga. Er nú þeim sem hafa verið sviptir í gildistíð eldri laga ekki gert að sækja sérstakt námskeið líkt og áður var krafist. Líkt og áður hefur verið rakið þá hefur ferlið frá því að umbjóðandi minn reyndi fyrst sjálfur að fá svör frá lögreglunni júlí 2021 og allt fram til júlí ári síðar verið langt og strangt. Hafði umbjóðandi minn áður leitað aðstoðar vegna málsins hjá lögreglu og sýslumanni en án árangurs. Það er svo ekki fyrr en að málið er komið til ráðuneytisins að í ljós kemur að hann þurfti ekki að sitja umrætt námskeið hjá Samgöngustofu, eins og hann hafði sjálfur alltaf haldið fram. Það virðist því hafa verið geðþóttaákvörðun embættismanna að setja honum þá kröfu að sitja umrætt námskeið án skýrar lagaheimlidir um slíkt. Það sem er svo einnig mjög alvarlegt í þessu er sú staðreynd að hann í reynd fékk enga afgreiðslu innan stjórnsýslunnar þegar hann óskaði eftir því. Honum er vísað fram og til baka og enginn virðist treysta sér til þess að takast á við röksemdir hans sem voru vel grundaðar og studdar lagatilvísunum. Það var þá ekki fyrr en málið var komið til ráðuneytisins og til umboðsmanns Alþingis að málið fór að fá úrvinnslu. Eftir situr spurningin um skilvirkni kerfisins og hvernig það er eiginlega að virka fyrir almenna borgara sem þurfa leiðbeiningar. Ef þetta mál er dæmigert fyrir málsmeðferðina er augljóst að fólk getur ekki leitað til stjórnsýslunnar án liðsinnis lögmanns. Þá má líka spyrja sig hvernig jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins er framfylgt því ofangreint dæmi gefur það til kynna að þeir sem hafa úthaldið og burði til að kaupa sér þjónustu lögmanna fá betri afgreiðslu á endanum. Er þetta kerfið sem við viljum hafa? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Umferðaröryggi Sævar Þór Jónsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru fékk ég inn á borð til mín mál einstaklings sem sviptur var ökuréttindum. Hann var tekinn fyrir ölvunarakstur árið 2018 en málinu lauk ekki fyrr en með sektargerð í janúar 2020 vegna tafa málsins í höndum lögreglu. Þegar kom svo að því að viðkomandi ætlaði að sækja um ökuréttindi að nýju er honum tjáð að hann þurfi fyrst að ljúka sérstöku námskeiði hjá Samgöngustofu. Þannig var mál með vexti að 1. janúar 2020 höfðu ný umferðarlög tekið gildi sem gerðu það að skilyrði fyrir því að fá að ökuprófið aftur að setið væri sérstakt námskeið hjá Samgöngustofu, en slíkt var ekki skilyrði eldri laga sem í gildi voru þegar viðkomandi brot átti sér stað. Hafði umbjóðandi minn samband við lögreglu í júlí 2021 til að fá þessu breytt en lögreglan vísaði honum á Samgöngustofu. Hjá Samgöngustofu var honum svo aftur vísað á lögregluna. Þegar hann leitar á ný til lögreglunnar þá er honum bent á að tala við sýslumann, sýslumaður sagði honum svo enn á ný að hafa samband við lögreglu. Einstaklingurinn var því búinn að fara fram og til baka í kerfinu á milli embætta sem öll virtust vísa hvert á annað. Að vonum ákvað hann að leita til lögmanns. Eftir formleg bréfaskipti við lögregluna fengust þau svör í gegnum síma, ekki skriflega, að það væri alfarið í höndum Samgöngustofu að taka ákvörðun um það hvort viðkomandi þyrfti að sitja umrætt námskeið eður ei, til þess að fá ökuréttindi á ný. Formlegt svarbréf barst frá Samgöngustofu þar sem fram kom að ekki væri hægt að jafna umsókn um ný ökuréttindi við sjálf viðurlögin sem sviptingin felur í sér. Jafnframt að óski einstaklingur eftir því að fá ökuréttindi á ný beri að fara eftir þeim lögum sem gilda á þeim tíma sem slík umsókn berst og því ætti umbjóðandi minn að sitja námskeið sem nýju umferðalögin gerðu skilyrði um. Þessi ákvörðun Samgöngustofu var kærð Innviðaráðuneytis. Vegna tafa á úrslausn málsins hjá ráðuneytinu var svo send kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Ráðuneytið komst svo að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði þess að geta öðlast ökurétt að nýju gagnvart þeim sem hafa verið sviptir ökuréttindum og óska eftir að öðlast þau á ný, heldur sýslumanns eða eftir atvikum lögreglustjóra. Ráðuneytið tók einnig fram að samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins lægi fyrir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni á því hvort einstaklingar sem sviptir voru ökuskírteini í gildistíð eldri umferðarlaga þurfi að undirgangast námskeið hjá Samgöngustofu samkvæmt 3. mgr. 63. gr. umferðarlaga. Er nú þeim sem hafa verið sviptir í gildistíð eldri laga ekki gert að sækja sérstakt námskeið líkt og áður var krafist. Líkt og áður hefur verið rakið þá hefur ferlið frá því að umbjóðandi minn reyndi fyrst sjálfur að fá svör frá lögreglunni júlí 2021 og allt fram til júlí ári síðar verið langt og strangt. Hafði umbjóðandi minn áður leitað aðstoðar vegna málsins hjá lögreglu og sýslumanni en án árangurs. Það er svo ekki fyrr en að málið er komið til ráðuneytisins að í ljós kemur að hann þurfti ekki að sitja umrætt námskeið hjá Samgöngustofu, eins og hann hafði sjálfur alltaf haldið fram. Það virðist því hafa verið geðþóttaákvörðun embættismanna að setja honum þá kröfu að sitja umrætt námskeið án skýrar lagaheimlidir um slíkt. Það sem er svo einnig mjög alvarlegt í þessu er sú staðreynd að hann í reynd fékk enga afgreiðslu innan stjórnsýslunnar þegar hann óskaði eftir því. Honum er vísað fram og til baka og enginn virðist treysta sér til þess að takast á við röksemdir hans sem voru vel grundaðar og studdar lagatilvísunum. Það var þá ekki fyrr en málið var komið til ráðuneytisins og til umboðsmanns Alþingis að málið fór að fá úrvinnslu. Eftir situr spurningin um skilvirkni kerfisins og hvernig það er eiginlega að virka fyrir almenna borgara sem þurfa leiðbeiningar. Ef þetta mál er dæmigert fyrir málsmeðferðina er augljóst að fólk getur ekki leitað til stjórnsýslunnar án liðsinnis lögmanns. Þá má líka spyrja sig hvernig jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins er framfylgt því ofangreint dæmi gefur það til kynna að þeir sem hafa úthaldið og burði til að kaupa sér þjónustu lögmanna fá betri afgreiðslu á endanum. Er þetta kerfið sem við viljum hafa? Höfundur er lögmaður.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun