Ójöfnuður í boði jafnaðarmanna Andrea Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2022 10:31 Samfylkingin hefur lofað lausn leikskólavandans í minnst 16 ár, án árangurs, þrátt fyrir að hafa allan þennan tíma verið í lófa lagið að taka á vandanum, en flokkurinn hefur verið í brúnni í borginni meira og minna öll þessi ár. Tæplega 800 börn eru á biðlistum og stendur þessu fjöldi í stað, þrátt fyrir gefin loforð. Framsókn, sem fyrir kosningar lofaði breytingum en endurreisti þess í stað margfallinn meirihluta, leiðir í dag skólamálin í borginni, en virðist ekki hafa gert handtak í sumar til að bregðast við hinum mjög svo fyrirséða vanda. Viðskiptablaðið sagði frá því í maí að miðað við mannfjöldaspá Byggðastofnunar muni vanta 1.775 leikskólapláss í árslok 2026, jafnvel þótt markmið borgarinnar um fjölgun leiksólarýma á næstu árum náist. Fulltrúar meirihlutans í borginni létu greiningu blaðsins og varnaðarorð ýmissa annarra sem vind um eyru þjóta og fullyrtu í aðdraganda kosninga að öllum börnum í borginni yrði boðið pláss frá 12 mánaða aldri þegar á þessu ári. Þau slepptu því að vísu að minnast á það að meira að segja þeirra eigin áætlun gerði ráð fyrir að biðlistar væru byrjaðir að safnast aftur upp af fullum krafti strax á næsta ári. Meirihlutinn var því í besta falli að villa um fyrir fólki og í versta falli að fara fram með óforskammaðar lygar til þess eins að sækja atkvæði. Því miður fellur það enn í meiri mæli á herðar kvenna að hlaupa í skarðið með börnum þegar daggæsla bregst. Hlutfallslega meiri fjarvera kvenna en karla hefur neikvæð hliðrunaráhrif á atvinnuframgang kvenna og tekjuöflun í samanburði við karla til langrar framtíðar, ekki bara rétt á meðan börnin eru lítil. Aðgengi að daggæslu er af þessum sökum afar brýnt jafnréttismál og verður ekki sagt að jafnaðarmenn Samfylkingarinnar standi undir nafni í þessum efnum, heldur þvert á móti. Fé ætti að fylgja barni Talandi um ójöfnuð í boði jafnaðarmanna: jafnaðarmenn hafa sett sig upp á móti tillögum Sjálfstæðisflokks í borginni um að láta fé fylgja barni í skólakerfinu. Með því fyrirkomulagi gætu allar fjölskyldur valið leikskóla og skóla sem mætir þeirra þörfum best, óháð rekstrarformi, þar sem fé fylgir barni svo lengi sem skólagjöld fylgja fyrir fram ákveðinni gjaldskrá. Sambærilegt fyrirkomulag hefur reynst afar vel við heilsugæsluþjónustu, þar sem fólk hefur almennt ekki hugmynd um hvort heilsugæslustöð þess sé rekin af hinu opinbera eða einkaaðila. Með slíku fyrirkomulagi í skólakerfinu hefðu öll börn kost á því að sækja skóla óháð rekstrarformi hans og fjárhagsstöðu heimilisins. Fjölskyldur fengju aukið val og um leið myndast hvati fyrir skólana til að veita sem besta þjónustu. Fyrirkomulagið myndi auka framboðið af slíkum skólum sem svo sannarlega kæmi að góðum notum til að vinna niður biðlista á leikskóla. Allir græða! Jafnaðarmönnum er aftur á móti svo í nöp við einkaframtakið að þeir kjósa heldur allratap og ójöfnuð en að nýta krafta þess til að bæta þjónustu. Á meðan fé fylgir ekki barni eru það aðeins tekjuhærri fjölskyldur sem eiga raunverulegt val og geta betur brúað bilið þegar hið opinbera bregst skyldu sinni. Á sama tíma lifa biðlistarnir áfram góðu lífi, sem og kerfisdrifinn ójöfnuður meðal tekjuhópa og kynja - allt í boði „jafnaðar“manna. Megi þeir skammast sín. Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur lofað lausn leikskólavandans í minnst 16 ár, án árangurs, þrátt fyrir að hafa allan þennan tíma verið í lófa lagið að taka á vandanum, en flokkurinn hefur verið í brúnni í borginni meira og minna öll þessi ár. Tæplega 800 börn eru á biðlistum og stendur þessu fjöldi í stað, þrátt fyrir gefin loforð. Framsókn, sem fyrir kosningar lofaði breytingum en endurreisti þess í stað margfallinn meirihluta, leiðir í dag skólamálin í borginni, en virðist ekki hafa gert handtak í sumar til að bregðast við hinum mjög svo fyrirséða vanda. Viðskiptablaðið sagði frá því í maí að miðað við mannfjöldaspá Byggðastofnunar muni vanta 1.775 leikskólapláss í árslok 2026, jafnvel þótt markmið borgarinnar um fjölgun leiksólarýma á næstu árum náist. Fulltrúar meirihlutans í borginni létu greiningu blaðsins og varnaðarorð ýmissa annarra sem vind um eyru þjóta og fullyrtu í aðdraganda kosninga að öllum börnum í borginni yrði boðið pláss frá 12 mánaða aldri þegar á þessu ári. Þau slepptu því að vísu að minnast á það að meira að segja þeirra eigin áætlun gerði ráð fyrir að biðlistar væru byrjaðir að safnast aftur upp af fullum krafti strax á næsta ári. Meirihlutinn var því í besta falli að villa um fyrir fólki og í versta falli að fara fram með óforskammaðar lygar til þess eins að sækja atkvæði. Því miður fellur það enn í meiri mæli á herðar kvenna að hlaupa í skarðið með börnum þegar daggæsla bregst. Hlutfallslega meiri fjarvera kvenna en karla hefur neikvæð hliðrunaráhrif á atvinnuframgang kvenna og tekjuöflun í samanburði við karla til langrar framtíðar, ekki bara rétt á meðan börnin eru lítil. Aðgengi að daggæslu er af þessum sökum afar brýnt jafnréttismál og verður ekki sagt að jafnaðarmenn Samfylkingarinnar standi undir nafni í þessum efnum, heldur þvert á móti. Fé ætti að fylgja barni Talandi um ójöfnuð í boði jafnaðarmanna: jafnaðarmenn hafa sett sig upp á móti tillögum Sjálfstæðisflokks í borginni um að láta fé fylgja barni í skólakerfinu. Með því fyrirkomulagi gætu allar fjölskyldur valið leikskóla og skóla sem mætir þeirra þörfum best, óháð rekstrarformi, þar sem fé fylgir barni svo lengi sem skólagjöld fylgja fyrir fram ákveðinni gjaldskrá. Sambærilegt fyrirkomulag hefur reynst afar vel við heilsugæsluþjónustu, þar sem fólk hefur almennt ekki hugmynd um hvort heilsugæslustöð þess sé rekin af hinu opinbera eða einkaaðila. Með slíku fyrirkomulagi í skólakerfinu hefðu öll börn kost á því að sækja skóla óháð rekstrarformi hans og fjárhagsstöðu heimilisins. Fjölskyldur fengju aukið val og um leið myndast hvati fyrir skólana til að veita sem besta þjónustu. Fyrirkomulagið myndi auka framboðið af slíkum skólum sem svo sannarlega kæmi að góðum notum til að vinna niður biðlista á leikskóla. Allir græða! Jafnaðarmönnum er aftur á móti svo í nöp við einkaframtakið að þeir kjósa heldur allratap og ójöfnuð en að nýta krafta þess til að bæta þjónustu. Á meðan fé fylgir ekki barni eru það aðeins tekjuhærri fjölskyldur sem eiga raunverulegt val og geta betur brúað bilið þegar hið opinbera bregst skyldu sinni. Á sama tíma lifa biðlistarnir áfram góðu lífi, sem og kerfisdrifinn ójöfnuður meðal tekjuhópa og kynja - allt í boði „jafnaðar“manna. Megi þeir skammast sín. Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun