Fjarskafögur fyrirheit Hólmfríður Kristjánsdóttir skrifar 12. ágúst 2022 08:00 Enn einu sinni eru leikskólamálin í brennidepli. Fyrirheit borgarstjórnar um að öll 12 mánaða börn og eldri fái leikskólapláss í haust virðast ekki ætla að ganga eftir og foreldrar eru uggandi. En bíðum nú við. Langar alla foreldra að senda börnin sín svo ung á leikskóla? Umfjöllunin um þessi mál hefur lengi verið einhliða og því þarf að breyta. Málið er nefnilega að það vilja ekki allir foreldrar senda barnið sitt 12 mánaða gamalt í dagvistun. Sjálf er ég ein af þeim og ég veit að við erum mörg. Raunar er það svo að mig langar ekkert meira en að verja dögunum með 14 mánaða gömlu barni mínu og umfram það veit ég að barnið mitt þarf enn á mér að halda meginþorra dagsins. Ég er öryggið hennar. Ég er mamma hennar. Fengi ég einhverju ráðið yrði ég heima með hana til tveggja ára aldurs og aftur veit ég að margir foreldrar eru á sama máli. Ég spyr því fyrir hönd þeirra foreldra sem eru í sömu stöðu og ég en fyrst og fremst spyr ég fyrir hönd barnanna okkar; Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á þeim fjölda foreldra sem ekki vill setja börnin sín svo ung á leikskóla? Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á hagsmunasamtökum eins og Fyrstu Fimm og sérfræðingum eins og Sæunni Kjartans sem virkilega bera hag barnanna okkar fyrir brjósti? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin í lífi barnanna okkar? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að kulnun foreldra er ört vaxandi vandamál? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að börn þurfa tíma, ró og samveru með foreldrum til þess að vaxa, dafna og þroskast? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að tengslamyndun hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna til frambúðar? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að streita hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna og það til frambúðar? Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að við lifum í samfélagi sem verður hraðara og hraðara og firrtara og firrtara með nánast hverjum deginum og börnin okkar verða sokknari og sokknari í tæki og tól og sömuleiðis uppgefnir foreldrarnir? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að geðheilbrigði á þessu landi fer versnandi og versnandi, sérstaklega hjá ungu fólki? Hvers vegna ætli það sé og hvar skyldi það byrja? Í æsku mögulega? Við búum í samfélagi sem ýtir undir aðskilnað og ýtir undir kvíða. Við búum í samfélagi sem er uppfullt af streitu. Ég get lofað því að ekkert 12 mánaða barn er tilbúið til þess að vera í burtu frá foreldrum sínum átta klukkustundir á dag í leikskóla innan um fjölda annarra barna. Ekki eitt einasta. Þessi endalausu loforð og tillögur um pláss á leikskóla fyrir kornung börn er löngu úrelt dæmi. Það er árið 2022 og það er tími til kominn að horfa fram á við, líta inn á við, hægja á og leggja við hlustir. Það er tími til kominn að setja börnin okkar í fyrsta sæti. Hvernig væri að bjóða foreldrum ungra barna greiðslur til þess að vera heima með börnin sín lengur, kjósi þau svo? Og viti menn, undur og stórmerki munu þá gerast - fögru fyrirheitin rætast og leikskólaplássin losna hvert af fætur öðru fyrir börn þeirra sem þurfa og/eða kjósa! Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Enn einu sinni eru leikskólamálin í brennidepli. Fyrirheit borgarstjórnar um að öll 12 mánaða börn og eldri fái leikskólapláss í haust virðast ekki ætla að ganga eftir og foreldrar eru uggandi. En bíðum nú við. Langar alla foreldra að senda börnin sín svo ung á leikskóla? Umfjöllunin um þessi mál hefur lengi verið einhliða og því þarf að breyta. Málið er nefnilega að það vilja ekki allir foreldrar senda barnið sitt 12 mánaða gamalt í dagvistun. Sjálf er ég ein af þeim og ég veit að við erum mörg. Raunar er það svo að mig langar ekkert meira en að verja dögunum með 14 mánaða gömlu barni mínu og umfram það veit ég að barnið mitt þarf enn á mér að halda meginþorra dagsins. Ég er öryggið hennar. Ég er mamma hennar. Fengi ég einhverju ráðið yrði ég heima með hana til tveggja ára aldurs og aftur veit ég að margir foreldrar eru á sama máli. Ég spyr því fyrir hönd þeirra foreldra sem eru í sömu stöðu og ég en fyrst og fremst spyr ég fyrir hönd barnanna okkar; Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á þeim fjölda foreldra sem ekki vill setja börnin sín svo ung á leikskóla? Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á hagsmunasamtökum eins og Fyrstu Fimm og sérfræðingum eins og Sæunni Kjartans sem virkilega bera hag barnanna okkar fyrir brjósti? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin í lífi barnanna okkar? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að kulnun foreldra er ört vaxandi vandamál? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að börn þurfa tíma, ró og samveru með foreldrum til þess að vaxa, dafna og þroskast? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að tengslamyndun hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna til frambúðar? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að streita hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna og það til frambúðar? Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að við lifum í samfélagi sem verður hraðara og hraðara og firrtara og firrtara með nánast hverjum deginum og börnin okkar verða sokknari og sokknari í tæki og tól og sömuleiðis uppgefnir foreldrarnir? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að geðheilbrigði á þessu landi fer versnandi og versnandi, sérstaklega hjá ungu fólki? Hvers vegna ætli það sé og hvar skyldi það byrja? Í æsku mögulega? Við búum í samfélagi sem ýtir undir aðskilnað og ýtir undir kvíða. Við búum í samfélagi sem er uppfullt af streitu. Ég get lofað því að ekkert 12 mánaða barn er tilbúið til þess að vera í burtu frá foreldrum sínum átta klukkustundir á dag í leikskóla innan um fjölda annarra barna. Ekki eitt einasta. Þessi endalausu loforð og tillögur um pláss á leikskóla fyrir kornung börn er löngu úrelt dæmi. Það er árið 2022 og það er tími til kominn að horfa fram á við, líta inn á við, hægja á og leggja við hlustir. Það er tími til kominn að setja börnin okkar í fyrsta sæti. Hvernig væri að bjóða foreldrum ungra barna greiðslur til þess að vera heima með börnin sín lengur, kjósi þau svo? Og viti menn, undur og stórmerki munu þá gerast - fögru fyrirheitin rætast og leikskólaplássin losna hvert af fætur öðru fyrir börn þeirra sem þurfa og/eða kjósa! Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun