Fjarskafögur fyrirheit Hólmfríður Kristjánsdóttir skrifar 12. ágúst 2022 08:00 Enn einu sinni eru leikskólamálin í brennidepli. Fyrirheit borgarstjórnar um að öll 12 mánaða börn og eldri fái leikskólapláss í haust virðast ekki ætla að ganga eftir og foreldrar eru uggandi. En bíðum nú við. Langar alla foreldra að senda börnin sín svo ung á leikskóla? Umfjöllunin um þessi mál hefur lengi verið einhliða og því þarf að breyta. Málið er nefnilega að það vilja ekki allir foreldrar senda barnið sitt 12 mánaða gamalt í dagvistun. Sjálf er ég ein af þeim og ég veit að við erum mörg. Raunar er það svo að mig langar ekkert meira en að verja dögunum með 14 mánaða gömlu barni mínu og umfram það veit ég að barnið mitt þarf enn á mér að halda meginþorra dagsins. Ég er öryggið hennar. Ég er mamma hennar. Fengi ég einhverju ráðið yrði ég heima með hana til tveggja ára aldurs og aftur veit ég að margir foreldrar eru á sama máli. Ég spyr því fyrir hönd þeirra foreldra sem eru í sömu stöðu og ég en fyrst og fremst spyr ég fyrir hönd barnanna okkar; Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á þeim fjölda foreldra sem ekki vill setja börnin sín svo ung á leikskóla? Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á hagsmunasamtökum eins og Fyrstu Fimm og sérfræðingum eins og Sæunni Kjartans sem virkilega bera hag barnanna okkar fyrir brjósti? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin í lífi barnanna okkar? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að kulnun foreldra er ört vaxandi vandamál? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að börn þurfa tíma, ró og samveru með foreldrum til þess að vaxa, dafna og þroskast? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að tengslamyndun hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna til frambúðar? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að streita hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna og það til frambúðar? Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að við lifum í samfélagi sem verður hraðara og hraðara og firrtara og firrtara með nánast hverjum deginum og börnin okkar verða sokknari og sokknari í tæki og tól og sömuleiðis uppgefnir foreldrarnir? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að geðheilbrigði á þessu landi fer versnandi og versnandi, sérstaklega hjá ungu fólki? Hvers vegna ætli það sé og hvar skyldi það byrja? Í æsku mögulega? Við búum í samfélagi sem ýtir undir aðskilnað og ýtir undir kvíða. Við búum í samfélagi sem er uppfullt af streitu. Ég get lofað því að ekkert 12 mánaða barn er tilbúið til þess að vera í burtu frá foreldrum sínum átta klukkustundir á dag í leikskóla innan um fjölda annarra barna. Ekki eitt einasta. Þessi endalausu loforð og tillögur um pláss á leikskóla fyrir kornung börn er löngu úrelt dæmi. Það er árið 2022 og það er tími til kominn að horfa fram á við, líta inn á við, hægja á og leggja við hlustir. Það er tími til kominn að setja börnin okkar í fyrsta sæti. Hvernig væri að bjóða foreldrum ungra barna greiðslur til þess að vera heima með börnin sín lengur, kjósi þau svo? Og viti menn, undur og stórmerki munu þá gerast - fögru fyrirheitin rætast og leikskólaplássin losna hvert af fætur öðru fyrir börn þeirra sem þurfa og/eða kjósa! Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn einu sinni eru leikskólamálin í brennidepli. Fyrirheit borgarstjórnar um að öll 12 mánaða börn og eldri fái leikskólapláss í haust virðast ekki ætla að ganga eftir og foreldrar eru uggandi. En bíðum nú við. Langar alla foreldra að senda börnin sín svo ung á leikskóla? Umfjöllunin um þessi mál hefur lengi verið einhliða og því þarf að breyta. Málið er nefnilega að það vilja ekki allir foreldrar senda barnið sitt 12 mánaða gamalt í dagvistun. Sjálf er ég ein af þeim og ég veit að við erum mörg. Raunar er það svo að mig langar ekkert meira en að verja dögunum með 14 mánaða gömlu barni mínu og umfram það veit ég að barnið mitt þarf enn á mér að halda meginþorra dagsins. Ég er öryggið hennar. Ég er mamma hennar. Fengi ég einhverju ráðið yrði ég heima með hana til tveggja ára aldurs og aftur veit ég að margir foreldrar eru á sama máli. Ég spyr því fyrir hönd þeirra foreldra sem eru í sömu stöðu og ég en fyrst og fremst spyr ég fyrir hönd barnanna okkar; Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á þeim fjölda foreldra sem ekki vill setja börnin sín svo ung á leikskóla? Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á hagsmunasamtökum eins og Fyrstu Fimm og sérfræðingum eins og Sæunni Kjartans sem virkilega bera hag barnanna okkar fyrir brjósti? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin í lífi barnanna okkar? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að kulnun foreldra er ört vaxandi vandamál? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að börn þurfa tíma, ró og samveru með foreldrum til þess að vaxa, dafna og þroskast? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að tengslamyndun hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna til frambúðar? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að streita hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna og það til frambúðar? Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að við lifum í samfélagi sem verður hraðara og hraðara og firrtara og firrtara með nánast hverjum deginum og börnin okkar verða sokknari og sokknari í tæki og tól og sömuleiðis uppgefnir foreldrarnir? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að geðheilbrigði á þessu landi fer versnandi og versnandi, sérstaklega hjá ungu fólki? Hvers vegna ætli það sé og hvar skyldi það byrja? Í æsku mögulega? Við búum í samfélagi sem ýtir undir aðskilnað og ýtir undir kvíða. Við búum í samfélagi sem er uppfullt af streitu. Ég get lofað því að ekkert 12 mánaða barn er tilbúið til þess að vera í burtu frá foreldrum sínum átta klukkustundir á dag í leikskóla innan um fjölda annarra barna. Ekki eitt einasta. Þessi endalausu loforð og tillögur um pláss á leikskóla fyrir kornung börn er löngu úrelt dæmi. Það er árið 2022 og það er tími til kominn að horfa fram á við, líta inn á við, hægja á og leggja við hlustir. Það er tími til kominn að setja börnin okkar í fyrsta sæti. Hvernig væri að bjóða foreldrum ungra barna greiðslur til þess að vera heima með börnin sín lengur, kjósi þau svo? Og viti menn, undur og stórmerki munu þá gerast - fögru fyrirheitin rætast og leikskólaplássin losna hvert af fætur öðru fyrir börn þeirra sem þurfa og/eða kjósa! Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun