Farið yfir sumarið á Selfossi: „Lið búin að lesa það og loka á þá tvennu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 10:01 Hólmfríður Magnúsdóttir kom óvænt aftur inn í liðið eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Vísir/Hulda Margrét „Undirbúningurinn var ekki góður, þær voru ekki komnar með mannskapinn sinn og það gekk ekki vel. Náðu ekki að vera komnar í stand þegar mótið byrjar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir um stöðu mála á Selfossi en liðið er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með aðeins 15 stig þegar 12 umferðum er lokið. Selfoss heimsótti Þrótt Reykjavík í 12. umferð Bestu deildarinnar og unnu heimakonur 3-0 sigur. Lið gestanna hefur valdið vonbrigðum í sumar en undirbúningur liðsins í aðdraganda mótsins var ekki góður. Var farið stöðu mála í Bestu mörkunum að leik loknum. „Svo byrjar mótið, þær fá inn Brennu (Lovera) og Miröndu (Nild). Þær tikka vel saman en svo nú eru lið búin að lesa það og loka á þá tvennu, mér finnst kannski vanta hvað Selfoss ætlar að gera þá ef það er búið að taka þær tvær út. Hvað er þá plan B,“ spurði sérfræðingurinn Harpa en ásamt henni voru Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, og Margrét Lára Viðarsdóttir í settinu. Sú síðastnefnda tók undir orð Hörpu. „Sér í lagi þegar Barbára (Sól Gísladóttir) og Magdalena (Reimus) eru frá. Þær eru öflugar í þeirra sóknarleik. Það er alveg rétt sem þú segir Harpa, kannski hefur vantað fjölbreytileika í þeirra sóknaraðgerðir.“ „Það var áberandi í byrjun, það var mikið leitað að Brennu. Ég er sammála þessu,“ skaut Helena inn í áður en Margrét Lára fékk orðið upp á nýtt. „Þær héngu svolítið á því að Brenna var mjög heit í upphafi móts, hún var að skora þessi mörk fyrir þær og þær voru að halda markinu sínu alla jafna hreinu eða voru að fá mjög fá mörk á sig. Það hélt mjög vel en nú er liðið að fá á sig aðeins fleiri mörk og Brenna ekki eins heit. Miranda ekki með og þá er kannski farið að lesa sóknarleikinn örlítið meira.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Selfoss „Þá dettur takturinn svolítið úr þessu en það er nóg eftir af þessu móti og Björn (Sigurbjörnsson) hefur aldrei verið með yfirlýsingar um að hann ætli að vinna þetta mót eða vera í einhverri toppbaráttu. Auðvitað fara samt örugglega allir inn í mót til að vera í einhverskonar toppbaráttu.“ „Hann er með ungt lið en hann er líka með fullt af reynslumiklum og góðum leikmönnum sem hafa spilað í þessari deild í dágóðan tíma. Nú er liðið að fara inn í kafla þar sem þær spila við liðin í kringum sig og aðeins lakari lið deildarinnar. Mikilvægt að koma út úr því með sjálfstraust áður en þær fara svo aftur inn í kafla þar sem þær spila við betri lið deildarinnar,“ sagði Margrét Lára að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Selfoss heimsótti Þrótt Reykjavík í 12. umferð Bestu deildarinnar og unnu heimakonur 3-0 sigur. Lið gestanna hefur valdið vonbrigðum í sumar en undirbúningur liðsins í aðdraganda mótsins var ekki góður. Var farið stöðu mála í Bestu mörkunum að leik loknum. „Svo byrjar mótið, þær fá inn Brennu (Lovera) og Miröndu (Nild). Þær tikka vel saman en svo nú eru lið búin að lesa það og loka á þá tvennu, mér finnst kannski vanta hvað Selfoss ætlar að gera þá ef það er búið að taka þær tvær út. Hvað er þá plan B,“ spurði sérfræðingurinn Harpa en ásamt henni voru Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, og Margrét Lára Viðarsdóttir í settinu. Sú síðastnefnda tók undir orð Hörpu. „Sér í lagi þegar Barbára (Sól Gísladóttir) og Magdalena (Reimus) eru frá. Þær eru öflugar í þeirra sóknarleik. Það er alveg rétt sem þú segir Harpa, kannski hefur vantað fjölbreytileika í þeirra sóknaraðgerðir.“ „Það var áberandi í byrjun, það var mikið leitað að Brennu. Ég er sammála þessu,“ skaut Helena inn í áður en Margrét Lára fékk orðið upp á nýtt. „Þær héngu svolítið á því að Brenna var mjög heit í upphafi móts, hún var að skora þessi mörk fyrir þær og þær voru að halda markinu sínu alla jafna hreinu eða voru að fá mjög fá mörk á sig. Það hélt mjög vel en nú er liðið að fá á sig aðeins fleiri mörk og Brenna ekki eins heit. Miranda ekki með og þá er kannski farið að lesa sóknarleikinn örlítið meira.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Selfoss „Þá dettur takturinn svolítið úr þessu en það er nóg eftir af þessu móti og Björn (Sigurbjörnsson) hefur aldrei verið með yfirlýsingar um að hann ætli að vinna þetta mót eða vera í einhverri toppbaráttu. Auðvitað fara samt örugglega allir inn í mót til að vera í einhverskonar toppbaráttu.“ „Hann er með ungt lið en hann er líka með fullt af reynslumiklum og góðum leikmönnum sem hafa spilað í þessari deild í dágóðan tíma. Nú er liðið að fara inn í kafla þar sem þær spila við liðin í kringum sig og aðeins lakari lið deildarinnar. Mikilvægt að koma út úr því með sjálfstraust áður en þær fara svo aftur inn í kafla þar sem þær spila við betri lið deildarinnar,“ sagði Margrét Lára að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira