Sorgarmiðstöð vill þjónusta alla syrgjendur, óháð búsetu Karólína Helga Símonardóttir skrifar 8. ágúst 2022 09:30 Á dögunum birti syrgjandi á Austurlandi grein á Vísir.is um sorgina og þá sérstaklega það að vera syrgjandi á landsbyggðinni. Ég votta henni og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og þakka hlý orð í garð Sorgarmiðstöðvar. Ég tengdi vel við svo margt sem kom fram í grein hennar, það er oftar en ekki aukið flækjustig að geta nálagst ýmsa þjónustu á landsbyggðinni. Sum verkefni ná ekki um allt land þó svo þau eigi að heita að vera fyrir alla landsmenn. Sorgarmiðstöðin vill geta þjónustað alla syrgjendur, óháð búsetu. Ekkert okkar kemst í gegnum lífið án þess að kynnast sorginni. Sorgin eins og hún birtist okkur eftir ástvinamissi er sammannleg tilfinning og eðlilegt viðbragð við missi sem felst í tilfinningalegum og líkamlegum einkennum. Við fráfall ástvinar verða þáttaskil sem marka spor í lífi hvers og eins. Sorg og önnur viðbrögð eru einstaklingsbundin og taka oft mið af aðdraganda andláts. Gild rök eru fyrir því að góður sorgarstuðningur geti dregið úr alvarlegum afleiðingum sorgar og missis. Landlæknir kom inná í það í opnunarræðu sinni, við formlega opnun Sorgarmiðstöðvar að „Ómeðhöndluð sorg er nefnilega tærandi og getur valdið skerðingu á lífsgæðum og heilsu. Þekking okkar á því hvaða áhrif áföll geta haft á heilsu, bæði andlega og líkamlega, er sífellt að aukast. Þannig er úrvinnsla sorgar í raun lýðheilsumál án þess þó að við ætlum að sjúkdómsvæða sorgina.” Sorgarmiðstöð gerir sér grein fyrir aðstöðumun, það má jafnvel tala um misrétti syrgjenda á landsbyggðinni, þegar kemur að því að leita sér stuðnings eftir ástvinamissi. Við hjá Sorgarmiðstöðinni höfum unnið að því síðustu mánuði að koma upp stafrænni þjónustu fyrir einstaklinga sem eiga ekki heimangengt. Flest erindi okkar birtast rafrænt og hafinn er undirbúningur rafrænna stuðningshópastarfa fyrir syrgjendur. Við viljum vanda til verka því það er að mörgu að hyggja, en við stefnum að því að hefja þessi hópastörf fljótlega. Við hjá Sorgarmiðstöðinni vonum að þessi aðstöðumunur syrgjenda batni til muna með þeirri þjónustu sem við viljum bjóða upp á fyrir syrgjendur, óháð búsetu. Það er styrkur Sorgarmiðstöðvar að mæta hverjum og einum syrgjanda á hans forsendum. Vert er þó að minna á að þó svo við séum hérna fyrir alla syrgjendur og dyr okkar séu öllum opnar þá er starfsemi okkar takmörkum háð á meðan fjármagn er ótryggt. Öll starfsemi Sorgarmiðstöðvar er alfarið rekin með frjálsum framlögum og á styrkjum. Styrkjum sem mikil vinna fer í að sækja um árlega í hina ýmsu sjóði. Það er almennur misskilningur út í samfélaginu að miðstöðin sé á fjárlögum eða hafi þjónustusamning við ríkið. Allar upplýsingar um þjónustu Sorgarmiðstöðvar er hægt að finna á heimasíðu samtakanna. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Á dögunum birti syrgjandi á Austurlandi grein á Vísir.is um sorgina og þá sérstaklega það að vera syrgjandi á landsbyggðinni. Ég votta henni og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og þakka hlý orð í garð Sorgarmiðstöðvar. Ég tengdi vel við svo margt sem kom fram í grein hennar, það er oftar en ekki aukið flækjustig að geta nálagst ýmsa þjónustu á landsbyggðinni. Sum verkefni ná ekki um allt land þó svo þau eigi að heita að vera fyrir alla landsmenn. Sorgarmiðstöðin vill geta þjónustað alla syrgjendur, óháð búsetu. Ekkert okkar kemst í gegnum lífið án þess að kynnast sorginni. Sorgin eins og hún birtist okkur eftir ástvinamissi er sammannleg tilfinning og eðlilegt viðbragð við missi sem felst í tilfinningalegum og líkamlegum einkennum. Við fráfall ástvinar verða þáttaskil sem marka spor í lífi hvers og eins. Sorg og önnur viðbrögð eru einstaklingsbundin og taka oft mið af aðdraganda andláts. Gild rök eru fyrir því að góður sorgarstuðningur geti dregið úr alvarlegum afleiðingum sorgar og missis. Landlæknir kom inná í það í opnunarræðu sinni, við formlega opnun Sorgarmiðstöðvar að „Ómeðhöndluð sorg er nefnilega tærandi og getur valdið skerðingu á lífsgæðum og heilsu. Þekking okkar á því hvaða áhrif áföll geta haft á heilsu, bæði andlega og líkamlega, er sífellt að aukast. Þannig er úrvinnsla sorgar í raun lýðheilsumál án þess þó að við ætlum að sjúkdómsvæða sorgina.” Sorgarmiðstöð gerir sér grein fyrir aðstöðumun, það má jafnvel tala um misrétti syrgjenda á landsbyggðinni, þegar kemur að því að leita sér stuðnings eftir ástvinamissi. Við hjá Sorgarmiðstöðinni höfum unnið að því síðustu mánuði að koma upp stafrænni þjónustu fyrir einstaklinga sem eiga ekki heimangengt. Flest erindi okkar birtast rafrænt og hafinn er undirbúningur rafrænna stuðningshópastarfa fyrir syrgjendur. Við viljum vanda til verka því það er að mörgu að hyggja, en við stefnum að því að hefja þessi hópastörf fljótlega. Við hjá Sorgarmiðstöðinni vonum að þessi aðstöðumunur syrgjenda batni til muna með þeirri þjónustu sem við viljum bjóða upp á fyrir syrgjendur, óháð búsetu. Það er styrkur Sorgarmiðstöðvar að mæta hverjum og einum syrgjanda á hans forsendum. Vert er þó að minna á að þó svo við séum hérna fyrir alla syrgjendur og dyr okkar séu öllum opnar þá er starfsemi okkar takmörkum háð á meðan fjármagn er ótryggt. Öll starfsemi Sorgarmiðstöðvar er alfarið rekin með frjálsum framlögum og á styrkjum. Styrkjum sem mikil vinna fer í að sækja um árlega í hina ýmsu sjóði. Það er almennur misskilningur út í samfélaginu að miðstöðin sé á fjárlögum eða hafi þjónustusamning við ríkið. Allar upplýsingar um þjónustu Sorgarmiðstöðvar er hægt að finna á heimasíðu samtakanna. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun