Starfsfólk spítalans rífist hvert við annað Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. ágúst 2022 13:08 Magnús Karl segir að millistjórnendur og skrifstofufólk séu ekki vandamálið. Háskóli Íslands Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir ljóst að peninga vanti í heilbrigðiskerfið. Millistjórnendur séu ekki vandamálið á Landspítalanum en pólitískum ákvörðunum sé um að kenna. Þróunin hafi átt sér stað á síðustu tuttugu árum. Björn Zoëga, nýr formaður stjórnar Landspítalans olli usla fyrr í mánuðinum þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Hann sagði að fjórir til fimm skrifstofumenn væru ráðnir fyrir hvern klínískan starfsmann og að forgangsraða þyrfti verkefnum. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ræddi málið á Sprengisandi í morgun og hann kveðst ósammála Birni. Hann segir að markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu síðustu árin sé fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verð sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ segir Magnús Karl. Hann telur að umræðan hafi skapað slæman anda á spítalanum. Sjálfsagt sé að hagræða í rekstri ef það sé raunin en liggi einfaldlega ekki ljóst fyrir. „Við erum komin núna í þessar hörðu deilur innan stofnunarinnar um það hverjum við eigum að kenna um, þegar við erum að horfa á þróun sem hefur átt sér stað yfir 20-25 ár, þar sem við vorum með mest útgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu borið saman við Norðurlöndin, yfir í það að vera umtalsvert lægst á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Karl. Starfsfólk berjist í bökkum „Ef að við erum með óþarfa millilög þá er sjálfsagt mál að hreinsa út en í mínum huga, samkvæmt almennri skynsemi, ef að við erum með litla peninga í kerfi, þá bendir það ekki beint til þess að það sé mikil sóun í því kerfi. Þegar við horfum á þessar stóru tölur í heilbrigðismálum, hvernig stöndum við okkur? Við stöndum okkur bara býsna vel,“ heldur hann áfram. Magnús Karl ítrekar að augljós þreyta sé meðal starfsmanna á Landspítalanum. Þreytuna sé ekki hægt að skrifa á skipan spítalans eða einstakar deildir, enda sé nýting á spítalanum 90-95 prósent, sem sé langt umfram það sem telja megi eðlilegt. „Þetta er þreyta, þar sem fólk er stöðugt að berjast í bökkum og getur kannski ekki sinnt sínum störfum vegna fjárskorts; vegna mönnunarvanda og munum að mönnunarvandi er bara það sama og fjárskortur. Við getum ráðið inn í kerfið ef við höfum næga peninga. Mönnunarvandinn er að stórum hluta vegna þess að það er fjárskortur,“ segir Magnús Karl. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Landspítalinn Heilbrigðismál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Sjá meira
Björn Zoëga, nýr formaður stjórnar Landspítalans olli usla fyrr í mánuðinum þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Hann sagði að fjórir til fimm skrifstofumenn væru ráðnir fyrir hvern klínískan starfsmann og að forgangsraða þyrfti verkefnum. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ræddi málið á Sprengisandi í morgun og hann kveðst ósammála Birni. Hann segir að markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu síðustu árin sé fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verð sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ segir Magnús Karl. Hann telur að umræðan hafi skapað slæman anda á spítalanum. Sjálfsagt sé að hagræða í rekstri ef það sé raunin en liggi einfaldlega ekki ljóst fyrir. „Við erum komin núna í þessar hörðu deilur innan stofnunarinnar um það hverjum við eigum að kenna um, þegar við erum að horfa á þróun sem hefur átt sér stað yfir 20-25 ár, þar sem við vorum með mest útgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu borið saman við Norðurlöndin, yfir í það að vera umtalsvert lægst á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Karl. Starfsfólk berjist í bökkum „Ef að við erum með óþarfa millilög þá er sjálfsagt mál að hreinsa út en í mínum huga, samkvæmt almennri skynsemi, ef að við erum með litla peninga í kerfi, þá bendir það ekki beint til þess að það sé mikil sóun í því kerfi. Þegar við horfum á þessar stóru tölur í heilbrigðismálum, hvernig stöndum við okkur? Við stöndum okkur bara býsna vel,“ heldur hann áfram. Magnús Karl ítrekar að augljós þreyta sé meðal starfsmanna á Landspítalanum. Þreytuna sé ekki hægt að skrifa á skipan spítalans eða einstakar deildir, enda sé nýting á spítalanum 90-95 prósent, sem sé langt umfram það sem telja megi eðlilegt. „Þetta er þreyta, þar sem fólk er stöðugt að berjast í bökkum og getur kannski ekki sinnt sínum störfum vegna fjárskorts; vegna mönnunarvanda og munum að mönnunarvandi er bara það sama og fjárskortur. Við getum ráðið inn í kerfið ef við höfum næga peninga. Mönnunarvandinn er að stórum hluta vegna þess að það er fjárskortur,“ segir Magnús Karl. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Landspítalinn Heilbrigðismál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Sjá meira
Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12