Tveir sem spiluðu úrslitaleik HM 2014 gætu mætt á Kópavogsvöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2022 14:30 Mesut Özil og Lucas Biglia í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu á HM 2014. Þeir gætu mætt á Kópavogsvöll í næstu viku. getty/Matthias Hangst Breiðablik fær heldur betur krefjandi verkefni í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í liði andstæðinganna eru meðal annars tveir leikmenn sem byrjuðu inn á í úrslitaleik HM 2014. Þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Buducnost í Podgorica í Svartfjallalandi í gær komst Breiðablik áfram í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 2-0, og einvígið, 3-2 samanlagt. Í 3. umferðinni mætir Breiðablik Istanbul Basaksehir. Liðið hefur verið í hópi þeirra sterkustu í Tyrklandi undanfarin ár og varð meistari þar í landi 2020. Tímabilið eftir tók Istanbul þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og vann þá meðal annars Manchester United, 2-1, á heimavelli. Þess má geta að Istanbul er eftirlætis lið Receps Erdogan Tyrklandsforseta. Leikmenn Istanbul Basaksehir fagna marki í sigrinum á Manchester United haustið 2020.getty/Burak Kara Istanbul virðast hafa talsvert aðdráttarafl en á undanförnum árum hefur liðið sankað að sér þekktum leikmönnum sem eru komnir aðeins yfir sitt besta. Í leikmannahópi Istanbul í dag má meðal annars finna tvo leikmenn sem spiluðu úrslitaleik HM í Brasilíu fyrir átta árum. Þetta er annars vegar þýska stórstjarnan Mesut Özil og hins vegar Argentínumaðurinn Lucas Biglia. Özil gekk í raðir Istanbul í sumar eftir að samningi hans við Fenerbache var rift. Özil á enn eftir að þreyta frumraun sína með Istanbul en hann var utan hóps þegar liðið sigraði Maccabi Netanya frá Ísrael, 0-1, í gær. Biglia spilaði aftur á móti allan leikinn. Hann kom til Istanbul frá Fatih Karagümrük í ár. Hann lék áður meðal annars með Lazio og AC Milan á Ítalíu. Sem fyrr sagði áttust Biglia og Özil við þegar Argentína og Þýskaland mættust í úrslitaleik HM 2014. Þeir voru báðir í byrjunarliðinu en Özil var tekinn af velli undir lok leiks. Þjóðverjar unnu leikinn, 1-0, með marki Marios Götze og urðu þar með heimsmeistarar í fjórða sinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0MIea7FY8U4">watch on YouTube</a> Meðal annarra þekktra leikmanna í röðum Istanbul má nefna Nacer Chadli, þrautreyndan belgískan landsliðsmann og fyrrverandi leikmann Tottenham, Volkan Babacan sem varði mark tyrkneska landsliðsins um tíma og ítalska framherjann Stefano Okaka. Þjálfari Istanbul er einnig þekkt stærð, Emre Belözoglu. Hann lék 101 landsleik og var hluti af tyrkneska landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM 2002. Emre lék um fjögurra ára skeið með Inter og spilaði svo fyrir Newcastle United á árunum 2005-08. Hann tók við Istanbul í október á síðasta ári. Fyrri leikur Breiðabliks og Istanbul fer fram á Kópavogsvelli á fimmtudaginn. Liðin mætast svo á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl 11. ágúst. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tyrkneski boltinn Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Buducnost í Podgorica í Svartfjallalandi í gær komst Breiðablik áfram í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 2-0, og einvígið, 3-2 samanlagt. Í 3. umferðinni mætir Breiðablik Istanbul Basaksehir. Liðið hefur verið í hópi þeirra sterkustu í Tyrklandi undanfarin ár og varð meistari þar í landi 2020. Tímabilið eftir tók Istanbul þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og vann þá meðal annars Manchester United, 2-1, á heimavelli. Þess má geta að Istanbul er eftirlætis lið Receps Erdogan Tyrklandsforseta. Leikmenn Istanbul Basaksehir fagna marki í sigrinum á Manchester United haustið 2020.getty/Burak Kara Istanbul virðast hafa talsvert aðdráttarafl en á undanförnum árum hefur liðið sankað að sér þekktum leikmönnum sem eru komnir aðeins yfir sitt besta. Í leikmannahópi Istanbul í dag má meðal annars finna tvo leikmenn sem spiluðu úrslitaleik HM í Brasilíu fyrir átta árum. Þetta er annars vegar þýska stórstjarnan Mesut Özil og hins vegar Argentínumaðurinn Lucas Biglia. Özil gekk í raðir Istanbul í sumar eftir að samningi hans við Fenerbache var rift. Özil á enn eftir að þreyta frumraun sína með Istanbul en hann var utan hóps þegar liðið sigraði Maccabi Netanya frá Ísrael, 0-1, í gær. Biglia spilaði aftur á móti allan leikinn. Hann kom til Istanbul frá Fatih Karagümrük í ár. Hann lék áður meðal annars með Lazio og AC Milan á Ítalíu. Sem fyrr sagði áttust Biglia og Özil við þegar Argentína og Þýskaland mættust í úrslitaleik HM 2014. Þeir voru báðir í byrjunarliðinu en Özil var tekinn af velli undir lok leiks. Þjóðverjar unnu leikinn, 1-0, með marki Marios Götze og urðu þar með heimsmeistarar í fjórða sinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0MIea7FY8U4">watch on YouTube</a> Meðal annarra þekktra leikmanna í röðum Istanbul má nefna Nacer Chadli, þrautreyndan belgískan landsliðsmann og fyrrverandi leikmann Tottenham, Volkan Babacan sem varði mark tyrkneska landsliðsins um tíma og ítalska framherjann Stefano Okaka. Þjálfari Istanbul er einnig þekkt stærð, Emre Belözoglu. Hann lék 101 landsleik og var hluti af tyrkneska landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM 2002. Emre lék um fjögurra ára skeið með Inter og spilaði svo fyrir Newcastle United á árunum 2005-08. Hann tók við Istanbul í október á síðasta ári. Fyrri leikur Breiðabliks og Istanbul fer fram á Kópavogsvelli á fimmtudaginn. Liðin mætast svo á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl 11. ágúst.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tyrkneski boltinn Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira