Hafa náð að fækka komum á bráðamóttöku talsvert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2022 19:00 Jón Magnús Kristjánsson hefir verið ráðinn til að leiða viðbragðsteymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu. Teyminu er ætlað að bregðast við alvarlegri stöðu innan bráðaþjónustunnar. vísir/arnar Átakshópi heilbrigðisráðherra hefur tekist ágætlega að fækka komum á bráðadeild Landsspítalans. Miklar breytingar eru fram undan á bráðaþjónustu í landinu að sögn formanns hópsins. Hópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra um miðjan síðasta mánuð. Álag og mannekla hafa lengi verið stórt vandamál í heilbrigðisþjónustu landsins og ekki bætti heimsfaraldurinn úr skák síðustu tvö árin. „Fyrstu verkefni viðbragðshópsins voru að finna leiðir til að létta á álagi hérna á Landspítalanum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson formaður hópsins. Það hefur tekist ágætlega að tækla það verkefni að sögn Jóns Magnúsar. „Þetta fór náttúrulega nokkuð seint af stað, um miðjan júní. En það hefur þó tekist þannig til að það virðast vera um þúsund færri komur á bráðamóttökuna á Landspítalanum í júnímánuði í ár miðað við það sem var í fyrra,“ segir Jón Magnús. Glæsileg aðstaða á leiðinni Fréttir af sjúklingum á göngum bráðamóttökunnar, uppsögnum starfsfólks og gríðarlegu álagi hafa lengi verið áberandi. Aðstaða starfsfólks á Landspítalanum er þá gjarnan nefnd sem eitt helsta vandamálið á eftir álaginu. Innan veggja sem er verið að reisa við Nýjan Landspítala við Hringbraut verður nýtt rými fyrir bráðamóttökuna. Húsið verður tilbúið árið 2026. Það tók tíu ár að hanna rýmið og verður aðstaðan þar í hæsta gæðaflokki. Það eitt og sér mun þó ekki leysi öll vandamál bráðamóttökunnar. „Það mun breyta miklu fyrir starfsfólkið að komast í betri starfsaðstöðu en ef við náum ekki að leysa hvernig við viljum skipuleggja kerfið fram að því þá mun þetta vera skammgóð lausn,“ segir Jón Magnús. Og þetta er aðalverkefni hópsins eftir sumarið - að endurskipuleggja allt bráðakerfi landsins. Brýnt er að leysa fráflæðisvanda spítalans. Fólk sem hefur lokið meðferð á legudeild kemst sjaldnast strax í önnur meðferðarúrræði. „Það gerir það að verkum að einstaklingar sem að þurfa að leggjast inn af bráðadeildinni komast ekki inn á legudeildir og þess vegna er alltaf þessi flöskuháls hérna á bráðamóttökunni. Þannig það er verið að leita leiða til að þjónusta fólk annars staðar, hvort sem það er í gegn um dagdeildir og göngudeildir spítalans, á öðrum heilbrigðisstofnunum eða í gegn um heilsugæsluna,“ segir Jón Magnús. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Hópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra um miðjan síðasta mánuð. Álag og mannekla hafa lengi verið stórt vandamál í heilbrigðisþjónustu landsins og ekki bætti heimsfaraldurinn úr skák síðustu tvö árin. „Fyrstu verkefni viðbragðshópsins voru að finna leiðir til að létta á álagi hérna á Landspítalanum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson formaður hópsins. Það hefur tekist ágætlega að tækla það verkefni að sögn Jóns Magnúsar. „Þetta fór náttúrulega nokkuð seint af stað, um miðjan júní. En það hefur þó tekist þannig til að það virðast vera um þúsund færri komur á bráðamóttökuna á Landspítalanum í júnímánuði í ár miðað við það sem var í fyrra,“ segir Jón Magnús. Glæsileg aðstaða á leiðinni Fréttir af sjúklingum á göngum bráðamóttökunnar, uppsögnum starfsfólks og gríðarlegu álagi hafa lengi verið áberandi. Aðstaða starfsfólks á Landspítalanum er þá gjarnan nefnd sem eitt helsta vandamálið á eftir álaginu. Innan veggja sem er verið að reisa við Nýjan Landspítala við Hringbraut verður nýtt rými fyrir bráðamóttökuna. Húsið verður tilbúið árið 2026. Það tók tíu ár að hanna rýmið og verður aðstaðan þar í hæsta gæðaflokki. Það eitt og sér mun þó ekki leysi öll vandamál bráðamóttökunnar. „Það mun breyta miklu fyrir starfsfólkið að komast í betri starfsaðstöðu en ef við náum ekki að leysa hvernig við viljum skipuleggja kerfið fram að því þá mun þetta vera skammgóð lausn,“ segir Jón Magnús. Og þetta er aðalverkefni hópsins eftir sumarið - að endurskipuleggja allt bráðakerfi landsins. Brýnt er að leysa fráflæðisvanda spítalans. Fólk sem hefur lokið meðferð á legudeild kemst sjaldnast strax í önnur meðferðarúrræði. „Það gerir það að verkum að einstaklingar sem að þurfa að leggjast inn af bráðadeildinni komast ekki inn á legudeildir og þess vegna er alltaf þessi flöskuháls hérna á bráðamóttökunni. Þannig það er verið að leita leiða til að þjónusta fólk annars staðar, hvort sem það er í gegn um dagdeildir og göngudeildir spítalans, á öðrum heilbrigðisstofnunum eða í gegn um heilsugæsluna,“ segir Jón Magnús.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira