Lífið

Kennir há­skóla­á­fanga út frá þróun tón­listar­ferils Harry Sty­les

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Harry Styles á tónleikum í maí á þessu ári.
Harry Styles á tónleikum í maí á þessu ári. Getty/Jo Hale

Brátt mun háskóli í Texas ríki í Bandaríkjunum bjóða upp á sagnfræðiáfanga sem einblínir á söngvarann Harry Styles. Kennarinn segir áfangann vera þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hefst hann á vorönn 2023.

Áfanginn ber heitið „Harry Styles and the Cult of Celebrity: Identity, the Internet and European Pop Culture“ eða „Harry Styles og dýrkun frægðar: auðkenni, Internetið og evrópsk popp menning.“

Áfanginn mun einblína á kyngervi, kynhneigð, internet menningu, margmiðlun, stéttaskiptingu og neysluhyggju út frá Styles sjálfum og þróun frægðardýrkunar. Nemendur munu til dæmis læra hvernig á að sjá um samfélagsmiðlaherferðir og munu búa til hlaðvarp sem lokaverkefni áfangans. NPR greinir frá þessu.

Aðeins verður pláss fyrir rétt um tuttugu nemendur í áfanganum en áfanginn er í boði fyrir grunnnema við háskólann.

Hér að neðan má sjá tíst frá kennara áfangans, Louie Dean Valencia þar sem hann tilkynnir að Texas State háskóli hafi samþykkt kennslu hans næsta vor. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.