Frelsi á Alþingi Hildur Sverrisdóttir skrifar 13. júlí 2022 07:01 Frelsið á sér of fáa málsvara í samfélaginu í dag. Kannski er það vegna þess að við njótum þess að miklu leyti og teljum okkur ekki þurfa að hafa af því áhyggjur – en ef við pössum ekki stöðugt upp á frelsið getur það hæglega orðið hinni alræmdu salamiaðferð aðferð að bráð, þar sem sneitt er af því smám saman. „Hvað með börnin?“ er auðvitað þekkt stef. En lýðheilsuna? Öryggið? Oft eru vissulega verðug sjónarmið í forgrunninum þegar varast á frelsið en heildaráhrif verða aldrei metin nema fórnarkostnaðurinn sé tekinn með í reikninginn. Það skiptir máli að velunnarar frelsisins láti að sér kveða á Alþingi og í því samhengi er vert að minnast á helstu frelsisslagi síðasta þingveturs. Valfrelsi gegn ríkisbragðinu Nikótínmálið svokallaða vakti athygli þegar það var lagt fram af heilbrigðisráðherra. Frumvarpið fékk hvað mesta athygli fyrir að fela í sér bann nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. Málið hlaut hörð viðbrögð við fyrstu umræðu í þingsal og benti undirrituð á það meðal annars að það skyti skökku við að banna bragðefni á vöru sem hvort eð er yrði bönnuð börnum og því einungis verið að hefta frelsi fullorðins fólks til að neyta vörunnar eins og það kýs helst að hafa hana. Í meðförum málsins á þingi hefði að mínu viti mátt ganga mun lengra í frelsisátt í málinu almennt en þessari reglu var allavega blessunarlega breytt og fólk mun því geta valið sitt uppáhalds bragð á nikótínpúðum sem fyrr. Það verður að breyta leigubílakerfinu Burtséð frá allri réttmætri lögfræði eftirlitsstofnanna og sjónarmiða Samkeppniseftirlitsins þá hreinlega blasir við neyðarástand í leigubílaþjónustu. Frumvarpið sem innviðaráðherra lagði fram er því fagnaðarefni og þá ekki síst þær nauðsynlegu breytingar sem voru gerðar á þinginu í frelsisátt; að veita lögaðilum leyfi til reksturs leigubifreiða, að rekstrarleyfi veiti rétt til reksturs einnar eða fleiri leigubifreiða, að krafa um starfsstöð verði felld brott og að hægt verði að semja heildarverð í stað stífra krafna um notkun löggildra gjaldmæla. Allt mikilvæg atriði sem sporna nauðsynlega við undirliggjandi aðgangshindrunum á leigubílamarkaðinum sem verða að vera enn í forgrunni frumvarpsins þegar það verður lagt fram að nýju í haust. Regluramma netverslunar verður að skýra til jafnræðis Frumvarp sem ég lagði fram um að heimila innlenda netverslun með áfengi náði ekki fram að ganga á lokametrum þingsins þrátt fyrir að hafa klárast í þinglegri meðferð. Það voru mér vonbrigði, ekki síst þar sem þrátt fyrir fínt frelsisskref var ekki boðuð nein stórkostleg kollvörpun heldur fyrst og fremst gerður skýrari reglurammi um starfsemi sem er hér þegar til staðar, með erlendum netverslununum sem eru varðar af EES-samningnum, og undirstrika tækifæri innlendra framleiðenda til að standa jafnfætis þeim. Ójafnræðið er því enn til staðar og mun ríkisstjórnin þurfa að greiða úr þeirri stöðu og því fagnaðarefni að dómsmálaráðherra hefur þegar boðað samhljóða frumvarp strax í haust. Brugghúsamálið skemmtilegasta frelsisfrétt sumarsins Huggun harmi gegn í nútímavæðingu áfengislöggjafarinnar er að samstaða náðist um brugghúsamálið svokallaða sem dómsmálaráðherra lagði fram. Það var gott mál sem varð enn betra í meðförum þingsins. Frumvarpið bar upphaflega með sér að lítil bjórbrugghús mættu selja afurðir á framleiðslustað. Þingið bætti um betur og víkkaði heimildina til allra framleiðenda áfengis, líka líkjöra og sterks áfengis. Skemmtilegt hænuskref í frelsisátt en líka nauðsynlegt og sjálfsagt ferðaþjónustumál og rekstrarmál fyrir þessa litlu framleiðendur. Sjálfsákvörðunarréttur fólks í tæknifrjóvgunum Frumvarp sem stendur mér nærri er annað mál sem ég lagði fram til að afmá úreltar og óþarfar reglur sem geta orðið mikill tálmi í erfiðum og sárum kringumstæðum fólks í tæknifrjóvgunum. Með breytingunum sem ég lagði til fær fólk meðal annars fullt samningsfrelsi til að ákveða sjálft fyrirkomulag tæknifrjóvgana sinna án þess að sambúðarform, sambúðarslit, andlát maka eða nokkuð annað en vilji fólks ákveði tilhögunina. Málið náði ekki fram að ganga í þetta sinn, eins og raunin er því miður um nánast öll þingmannamál á Alþingi, en sýndi að þingheimi er nú ekki alls varnað í frelsishugsuninni því þingmenn úr öllum flokkum vildu standa að frumvarpinu með mér. Það er eðli stjórnmálanna að finna málamiðlanir. Frelsisgleraugun eru nauðsynleg í því stóra samtali og ég held að þau hafi tvímælalaust orðið okkur til heilla á síðasta þingvetri. Með þeim gætum við þess að vel meintar reglur séu hugsaðar til fulls - og höldum til haga þeirri meginreglu að fólki sé treystandi fyrir eigin lífi án þess að hið opinbera sé sífellt að hafa af því óþarfa áhyggjur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Hildur Sverrisdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nikótínpúðar Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Frelsið á sér of fáa málsvara í samfélaginu í dag. Kannski er það vegna þess að við njótum þess að miklu leyti og teljum okkur ekki þurfa að hafa af því áhyggjur – en ef við pössum ekki stöðugt upp á frelsið getur það hæglega orðið hinni alræmdu salamiaðferð aðferð að bráð, þar sem sneitt er af því smám saman. „Hvað með börnin?“ er auðvitað þekkt stef. En lýðheilsuna? Öryggið? Oft eru vissulega verðug sjónarmið í forgrunninum þegar varast á frelsið en heildaráhrif verða aldrei metin nema fórnarkostnaðurinn sé tekinn með í reikninginn. Það skiptir máli að velunnarar frelsisins láti að sér kveða á Alþingi og í því samhengi er vert að minnast á helstu frelsisslagi síðasta þingveturs. Valfrelsi gegn ríkisbragðinu Nikótínmálið svokallaða vakti athygli þegar það var lagt fram af heilbrigðisráðherra. Frumvarpið fékk hvað mesta athygli fyrir að fela í sér bann nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. Málið hlaut hörð viðbrögð við fyrstu umræðu í þingsal og benti undirrituð á það meðal annars að það skyti skökku við að banna bragðefni á vöru sem hvort eð er yrði bönnuð börnum og því einungis verið að hefta frelsi fullorðins fólks til að neyta vörunnar eins og það kýs helst að hafa hana. Í meðförum málsins á þingi hefði að mínu viti mátt ganga mun lengra í frelsisátt í málinu almennt en þessari reglu var allavega blessunarlega breytt og fólk mun því geta valið sitt uppáhalds bragð á nikótínpúðum sem fyrr. Það verður að breyta leigubílakerfinu Burtséð frá allri réttmætri lögfræði eftirlitsstofnanna og sjónarmiða Samkeppniseftirlitsins þá hreinlega blasir við neyðarástand í leigubílaþjónustu. Frumvarpið sem innviðaráðherra lagði fram er því fagnaðarefni og þá ekki síst þær nauðsynlegu breytingar sem voru gerðar á þinginu í frelsisátt; að veita lögaðilum leyfi til reksturs leigubifreiða, að rekstrarleyfi veiti rétt til reksturs einnar eða fleiri leigubifreiða, að krafa um starfsstöð verði felld brott og að hægt verði að semja heildarverð í stað stífra krafna um notkun löggildra gjaldmæla. Allt mikilvæg atriði sem sporna nauðsynlega við undirliggjandi aðgangshindrunum á leigubílamarkaðinum sem verða að vera enn í forgrunni frumvarpsins þegar það verður lagt fram að nýju í haust. Regluramma netverslunar verður að skýra til jafnræðis Frumvarp sem ég lagði fram um að heimila innlenda netverslun með áfengi náði ekki fram að ganga á lokametrum þingsins þrátt fyrir að hafa klárast í þinglegri meðferð. Það voru mér vonbrigði, ekki síst þar sem þrátt fyrir fínt frelsisskref var ekki boðuð nein stórkostleg kollvörpun heldur fyrst og fremst gerður skýrari reglurammi um starfsemi sem er hér þegar til staðar, með erlendum netverslununum sem eru varðar af EES-samningnum, og undirstrika tækifæri innlendra framleiðenda til að standa jafnfætis þeim. Ójafnræðið er því enn til staðar og mun ríkisstjórnin þurfa að greiða úr þeirri stöðu og því fagnaðarefni að dómsmálaráðherra hefur þegar boðað samhljóða frumvarp strax í haust. Brugghúsamálið skemmtilegasta frelsisfrétt sumarsins Huggun harmi gegn í nútímavæðingu áfengislöggjafarinnar er að samstaða náðist um brugghúsamálið svokallaða sem dómsmálaráðherra lagði fram. Það var gott mál sem varð enn betra í meðförum þingsins. Frumvarpið bar upphaflega með sér að lítil bjórbrugghús mættu selja afurðir á framleiðslustað. Þingið bætti um betur og víkkaði heimildina til allra framleiðenda áfengis, líka líkjöra og sterks áfengis. Skemmtilegt hænuskref í frelsisátt en líka nauðsynlegt og sjálfsagt ferðaþjónustumál og rekstrarmál fyrir þessa litlu framleiðendur. Sjálfsákvörðunarréttur fólks í tæknifrjóvgunum Frumvarp sem stendur mér nærri er annað mál sem ég lagði fram til að afmá úreltar og óþarfar reglur sem geta orðið mikill tálmi í erfiðum og sárum kringumstæðum fólks í tæknifrjóvgunum. Með breytingunum sem ég lagði til fær fólk meðal annars fullt samningsfrelsi til að ákveða sjálft fyrirkomulag tæknifrjóvgana sinna án þess að sambúðarform, sambúðarslit, andlát maka eða nokkuð annað en vilji fólks ákveði tilhögunina. Málið náði ekki fram að ganga í þetta sinn, eins og raunin er því miður um nánast öll þingmannamál á Alþingi, en sýndi að þingheimi er nú ekki alls varnað í frelsishugsuninni því þingmenn úr öllum flokkum vildu standa að frumvarpinu með mér. Það er eðli stjórnmálanna að finna málamiðlanir. Frelsisgleraugun eru nauðsynleg í því stóra samtali og ég held að þau hafi tvímælalaust orðið okkur til heilla á síðasta þingvetri. Með þeim gætum við þess að vel meintar reglur séu hugsaðar til fulls - og höldum til haga þeirri meginreglu að fólki sé treystandi fyrir eigin lífi án þess að hið opinbera sé sífellt að hafa af því óþarfa áhyggjur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun