100 ár liðin frá róttækum sigri Kvennalistans Erna Bjarnadóttir og Tómas Ellert Tómasson skrifa 5. júlí 2022 14:01 „Fyrstu konurnar, brautryðjendurnir, verða auðvitað fyrir ýmsu hnjaski, aðeins vegna þess að þær eru konur – en slíkt má ekki setja fyrir sig. Þegar konum fjölgar á Alþingi Íslendinga hverfur það, að ráðist sé á þær sérstaklega af því, að þær eru konur.“ Næstkomandi föstudag, þann 8. júlí 2022 verða liðin 100 ár frá því að Ingibjörg H. Bjarnason (1867–1941) varð fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi. Það var mikið afrek í aldagömlu karllægu samfélaginu. Kjör Ingibjargar kom til vegna kröftugrar baráttu þeirra kvenna sem skipuðu kvenréttindahreyfingar landsins á þeim tíma, einkum sunnan- og norðanlands. Það er fróðlegt að lesa ávarp Kristínar Ástgeirsdóttur um Ingibjörgu sem flutt var á hátíðarsamkomu sem haldin var henni til heiðurs í Alþingishúsinu fyrir 10 árum síðan. Þannig segir Kristín frá um þau orð Ingibjargar sem eru upphafsorð þessarar greinar: „Þessi orð skrifaði Ingibjörg H. Bjarnason í grein í Lögréttu árið 1930, skömmu eftir að þingsetu hennar lauk. Þau segja allt sem segja þarf um það hvernig henni leið þau átta ár sem hún sat á Alþingi. Hún var fyrst, hún var ein og hún var ekki boðin velkomin af öllum í sölum Alþingis. Hún fékk að heyra athugasemdir sem beindust að útliti hennar, aldri og þeirri staðreynd að hún var ógift og barnlaus. Hún var ásökuð um svik við málstað kvenna og hún var beitt þöggun.“ Ingibjörg beitti sér í velferðarmálum og réttindamálum kvenna og naut þar óskoraðs stuðnings kvennahreyfingarinnar. Í erindi Kristínar segir síðan frá því að menntun kvenna hafi reynst Ingibjörgu erfitt mál en þar varð hennar sjónarmið undir. „Það snerist um það hvort leggja skyldi höfuðáherslu á að mennta konur sem húsmæður og beina þeim inn á heimilin eða hvort þeim ættu að vera allar leiðir opnar til þátttöku og starfa úti á vinnumarkaðnum. Ingibjörg lýsti skoðun sinni þannig að hún sæi ekki að það eina sem konum byðist væri að „sitja undir askloki því sem kallast að gæta bús og barna ... Nútíminn heimtar meira af konunum, og þær vilja fá tækifæri til þess að búa sig undir störf á sem flestum sviðum.“ Húsmæðrastefnan varð ofan á en aðeins örfáar konur lögðu fyrir sig langskólanám. Í dag er er slíkur tíðarandi fjarlæg hugsun. En til að breyta samfélaginu á þeim tíma þurfti ákveðna róttækni meðal kvenna. Breytingin kom ekki frá hógværum hópi karla á miðju stjórnmálanna. Aftur, 60 árum síðar, komu fram kvennaframboð í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík og á Akureyri sem urðu forverar Kvennalistans (Samtök um kvennalista) sem fékk 3 konur kjörnar á þing vorið 1983. Kvennalistinn setti sitt mark á stjórnmálin og ekki síður á sjálfsmynd kvenna á Íslandi. Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna. Aflvaki þeirra var róttækni í samfélaginu, róttækni sem löggjafinn speglaði að endingu í landslögin. Líkt og um kjör og kosningarétt kvenna til Alþingis á síðustu öld, þurfti róttæka og kraftmikla baráttu til að fá þessa skynsamlegu lagabreytingu fram. Erna Bjarnadóttir er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og Tómas Ellert Tómasson er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Tómas Ellert Tómasson Jafnréttismál Alþingi Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Fyrstu konurnar, brautryðjendurnir, verða auðvitað fyrir ýmsu hnjaski, aðeins vegna þess að þær eru konur – en slíkt má ekki setja fyrir sig. Þegar konum fjölgar á Alþingi Íslendinga hverfur það, að ráðist sé á þær sérstaklega af því, að þær eru konur.“ Næstkomandi föstudag, þann 8. júlí 2022 verða liðin 100 ár frá því að Ingibjörg H. Bjarnason (1867–1941) varð fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi. Það var mikið afrek í aldagömlu karllægu samfélaginu. Kjör Ingibjargar kom til vegna kröftugrar baráttu þeirra kvenna sem skipuðu kvenréttindahreyfingar landsins á þeim tíma, einkum sunnan- og norðanlands. Það er fróðlegt að lesa ávarp Kristínar Ástgeirsdóttur um Ingibjörgu sem flutt var á hátíðarsamkomu sem haldin var henni til heiðurs í Alþingishúsinu fyrir 10 árum síðan. Þannig segir Kristín frá um þau orð Ingibjargar sem eru upphafsorð þessarar greinar: „Þessi orð skrifaði Ingibjörg H. Bjarnason í grein í Lögréttu árið 1930, skömmu eftir að þingsetu hennar lauk. Þau segja allt sem segja þarf um það hvernig henni leið þau átta ár sem hún sat á Alþingi. Hún var fyrst, hún var ein og hún var ekki boðin velkomin af öllum í sölum Alþingis. Hún fékk að heyra athugasemdir sem beindust að útliti hennar, aldri og þeirri staðreynd að hún var ógift og barnlaus. Hún var ásökuð um svik við málstað kvenna og hún var beitt þöggun.“ Ingibjörg beitti sér í velferðarmálum og réttindamálum kvenna og naut þar óskoraðs stuðnings kvennahreyfingarinnar. Í erindi Kristínar segir síðan frá því að menntun kvenna hafi reynst Ingibjörgu erfitt mál en þar varð hennar sjónarmið undir. „Það snerist um það hvort leggja skyldi höfuðáherslu á að mennta konur sem húsmæður og beina þeim inn á heimilin eða hvort þeim ættu að vera allar leiðir opnar til þátttöku og starfa úti á vinnumarkaðnum. Ingibjörg lýsti skoðun sinni þannig að hún sæi ekki að það eina sem konum byðist væri að „sitja undir askloki því sem kallast að gæta bús og barna ... Nútíminn heimtar meira af konunum, og þær vilja fá tækifæri til þess að búa sig undir störf á sem flestum sviðum.“ Húsmæðrastefnan varð ofan á en aðeins örfáar konur lögðu fyrir sig langskólanám. Í dag er er slíkur tíðarandi fjarlæg hugsun. En til að breyta samfélaginu á þeim tíma þurfti ákveðna róttækni meðal kvenna. Breytingin kom ekki frá hógværum hópi karla á miðju stjórnmálanna. Aftur, 60 árum síðar, komu fram kvennaframboð í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík og á Akureyri sem urðu forverar Kvennalistans (Samtök um kvennalista) sem fékk 3 konur kjörnar á þing vorið 1983. Kvennalistinn setti sitt mark á stjórnmálin og ekki síður á sjálfsmynd kvenna á Íslandi. Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna. Aflvaki þeirra var róttækni í samfélaginu, róttækni sem löggjafinn speglaði að endingu í landslögin. Líkt og um kjör og kosningarétt kvenna til Alþingis á síðustu öld, þurfti róttæka og kraftmikla baráttu til að fá þessa skynsamlegu lagabreytingu fram. Erna Bjarnadóttir er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og Tómas Ellert Tómasson er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun