Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2022 11:49 Stuðningsmenn Trump eru sannfærðir um að brögð hafi verið í tafli í forsetakosningunum 2020 þrátt fyrir algeran skart á sönnunargögnum um það. Í nokkrum ríkjum tefldu repúblikanar fram fölskum kjörmönnum til að reyna að stöðva staðfestingu kosningasigurs Joes Biden. AP/Joshua A. Bickel/The Columbus Dispatch Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. Á meðal þeirra staða sem alríkisfulltrúar leituðu á var heimili Brads Carver, lögmanns í Georgíu sem er sagður hafa skrifað undir skjal um að hann væri kjörmaður ríkisins fyrir Trump, og Thomas Lane sem vann að því að snúa úrslitum kosninganna í Arizona og Nýju-Mexíkó við. This is the video of the false Trump electors meeting in 2020, which the Arizona GOP posted publicly at the time. https://t.co/HARRVC53dW— Kyle Cheney (@kyledcheney) June 23, 2022 Þá var David Shafer, formanni Repúblikanaflokksins í Georgíu sem var falskur kjörmaður fyrir Trump, birt stefna, að sögn Washington Post. Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan FBI hafa haft fölsku kjörmennina til rannsóknar. Stuðningsmenn Trump í nokkrum ríkjum þar sem Biden fór með sigur af hólmi stilltu upp sínum eigin kjörmönnum sem þeir vonuðust til að repúblikanar á ríkisþingum myndu senda til Bandaríkjaþings í staðinn fyrir þá réttkjörnu. Ákærudómstóll hefur áður samþykkt stefnur sem benda til þess að saksóknarar sækjast eftir upplýsingum hvaða hlutverk hópur lögmanna Trump, þar á meðal Rudy Giuliani, hafi leikið í áætluninni með fölsku kjörmennina, að sögn New York Times. Nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra hefur lagt fram gögn og vitnisburði sem benda til þess að ráðgjafar Trump og forsetinn sjálfur hafi vitað að áætlun þeirra um fölsku kjörmennina og að Mike Pence varaforseti yrði fenginn til að hafna kjörmönnum einstakra ríkja hafi verið ólögleg. Markmiðið að stöðva staðfestingu úrslitanna með fölskum kjörmönnum Forsetar í Bandaríkjunum eru ekki kosnir beinni kosningu. Þess í stað fá ríkin svokallaða kjörmenn í hlutfalli við þingstyrk þeirra. Í flestum þeirra vinnur sigurvegari kosninganna alla kjörmenn ríkisins. Kjörmennirnir greiða sigurvegaranum svo atkvæði sitt á sérstökum fundi kjörmanna. Trump forseti og stuðningsmenn hans héldu fram staðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur í nokkrum ríkjum í forsetakosningunum í nóvember 2020. Lögðu þeir þá á ráðin um að velja aðra kjörmenn í einstökum ríkjum og reyna að fá ríkisþingin til þess að skipta þeim inn fyrir þá réttkjörnu. Markmiðið var að ríki þar sem Trump tapaði en repúblikanar voru í meirihluta á ríkisþingum sendu inn lista yfir falska kjörmenn áður en Pence varaforseti færi yfir endanlega staðfestingu á úrslitum kjörmannaráðsins á fundi beggja deilda Bandaríkjaþings 6. janúar. Það var sú staðfesting sem stuðningsmenn Trump reyndu að koma í veg fyrir með því að ráðast á þinghúsið. Pence átti þá annað hvort að telja fölsku kjörmennina eða neita að staðfesta úrslitin vegna þess að sum ríki hefðu sent fleiri en einn lista af kjörmönnum. Þetta gæfi Trump tíma til að halda áfram ásökunum sínum um kosningasvik eða að koma því til leiðar að fulltrúadeild Bandaríkjaþings réði úrslitum kosninganna. Þar hefði þingmannahópur hvers ríkis fengið eitt atkvæði. Þrátt fyrir að demókratar væru með meirihluta í fulltrúadeildinni sjálfri voru repúblikanar með meirihluta í fleiri þingmannahópum ríkja. Þannig hefði Trump í kenningunni átt að gera unnið sigur þrátt fyrir að hafa tapað sjálfum kosningunum. Dómsmálaráðuneytið hefur áður stefnt um fimmtán manns sem áttu að vera kjörmenn Trump ef hann hefði unnið í ríkjum þeirra en var skipt út fyrir aðra stuðningsmenn Trump daginn sem kjörmannaráðið svokallað kom saman. Sumir þeirra sögðust ekki hafa tekið þátt í þeim gjörningi þar sem Biden fór með sigur af hólmi og þeir hafi ekki talið samkomu kjörmanna repúblikana viðeigandi. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29 Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Á meðal þeirra staða sem alríkisfulltrúar leituðu á var heimili Brads Carver, lögmanns í Georgíu sem er sagður hafa skrifað undir skjal um að hann væri kjörmaður ríkisins fyrir Trump, og Thomas Lane sem vann að því að snúa úrslitum kosninganna í Arizona og Nýju-Mexíkó við. This is the video of the false Trump electors meeting in 2020, which the Arizona GOP posted publicly at the time. https://t.co/HARRVC53dW— Kyle Cheney (@kyledcheney) June 23, 2022 Þá var David Shafer, formanni Repúblikanaflokksins í Georgíu sem var falskur kjörmaður fyrir Trump, birt stefna, að sögn Washington Post. Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan FBI hafa haft fölsku kjörmennina til rannsóknar. Stuðningsmenn Trump í nokkrum ríkjum þar sem Biden fór með sigur af hólmi stilltu upp sínum eigin kjörmönnum sem þeir vonuðust til að repúblikanar á ríkisþingum myndu senda til Bandaríkjaþings í staðinn fyrir þá réttkjörnu. Ákærudómstóll hefur áður samþykkt stefnur sem benda til þess að saksóknarar sækjast eftir upplýsingum hvaða hlutverk hópur lögmanna Trump, þar á meðal Rudy Giuliani, hafi leikið í áætluninni með fölsku kjörmennina, að sögn New York Times. Nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra hefur lagt fram gögn og vitnisburði sem benda til þess að ráðgjafar Trump og forsetinn sjálfur hafi vitað að áætlun þeirra um fölsku kjörmennina og að Mike Pence varaforseti yrði fenginn til að hafna kjörmönnum einstakra ríkja hafi verið ólögleg. Markmiðið að stöðva staðfestingu úrslitanna með fölskum kjörmönnum Forsetar í Bandaríkjunum eru ekki kosnir beinni kosningu. Þess í stað fá ríkin svokallaða kjörmenn í hlutfalli við þingstyrk þeirra. Í flestum þeirra vinnur sigurvegari kosninganna alla kjörmenn ríkisins. Kjörmennirnir greiða sigurvegaranum svo atkvæði sitt á sérstökum fundi kjörmanna. Trump forseti og stuðningsmenn hans héldu fram staðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur í nokkrum ríkjum í forsetakosningunum í nóvember 2020. Lögðu þeir þá á ráðin um að velja aðra kjörmenn í einstökum ríkjum og reyna að fá ríkisþingin til þess að skipta þeim inn fyrir þá réttkjörnu. Markmiðið var að ríki þar sem Trump tapaði en repúblikanar voru í meirihluta á ríkisþingum sendu inn lista yfir falska kjörmenn áður en Pence varaforseti færi yfir endanlega staðfestingu á úrslitum kjörmannaráðsins á fundi beggja deilda Bandaríkjaþings 6. janúar. Það var sú staðfesting sem stuðningsmenn Trump reyndu að koma í veg fyrir með því að ráðast á þinghúsið. Pence átti þá annað hvort að telja fölsku kjörmennina eða neita að staðfesta úrslitin vegna þess að sum ríki hefðu sent fleiri en einn lista af kjörmönnum. Þetta gæfi Trump tíma til að halda áfram ásökunum sínum um kosningasvik eða að koma því til leiðar að fulltrúadeild Bandaríkjaþings réði úrslitum kosninganna. Þar hefði þingmannahópur hvers ríkis fengið eitt atkvæði. Þrátt fyrir að demókratar væru með meirihluta í fulltrúadeildinni sjálfri voru repúblikanar með meirihluta í fleiri þingmannahópum ríkja. Þannig hefði Trump í kenningunni átt að gera unnið sigur þrátt fyrir að hafa tapað sjálfum kosningunum. Dómsmálaráðuneytið hefur áður stefnt um fimmtán manns sem áttu að vera kjörmenn Trump ef hann hefði unnið í ríkjum þeirra en var skipt út fyrir aðra stuðningsmenn Trump daginn sem kjörmannaráðið svokallað kom saman. Sumir þeirra sögðust ekki hafa tekið þátt í þeim gjörningi þar sem Biden fór með sigur af hólmi og þeir hafi ekki talið samkomu kjörmanna repúblikana viðeigandi.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29 Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
„Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29
Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58
Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35