Er á leið á HM með Ástralíu eftir að hafa fæðst í flóttamannabúðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 10:01 Awer Mabil (til hægri) fagnar HM sætinu. EPA-EFE/Noushad Thekkayil Saga Ástralans Awer Mabil er nokkuð ólík flestum þeim sem munu taka þátt á HM í fótbolta sem fram fer í Katar undir lok þessa árs. Hinn 26 ára gamli Ástrali fæddist nefnilega í flóttamannabúðum í Malí í september árið 1995. Mabil er samningsbundinn Midtjylland í Danmörku en lék með Kasımpaşa í Tyrklandi á láni síðasta vetur. Hann hefur leikið alls 28 A-landsleiki fyrir Ástralíu og var meðal þeirra sem mætti Perú í umspilinu um sæti á HM í Katar. Vængmaðurinn var meðal þeirra sem tók vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Hann skoraði og eftir að Ástralía hafði tryggt sér sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð þakkaði Mabil Ástralíu fyrir að taka við sér og fjölskyldu sinni þegar þau áttu engin önnur hús að vernda. „Ég vissi að ég myndi skora. Það var eina leiðin til að sýna Ástralíu þakklæti mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil eftir leik. „Fjölskylda mín flúði Súdan vegna stríðsins, ég fæddist í kofa. Hótelherbergin sem við gistum í eru stærri en svæðið sem við fjölskyldan höfðum til umráða í flóttamannabúðunum. Ástralía tók við okkur og gaf fjölskyldu minni möguleika á að lifa eðlilegu lífi.“ Mabil vonast til að hafa lagt sitt á vogarskálarnar er varðar orðræðuna í kringum flóttamenn í Ástralíu. Still can't get over those scenes against Peru? Same. Experience it all over again by watching the full mini match now! #AUSvPER #Socceroos #GiveIt100— Socceroos (@Socceroos) June 15, 2022 „Vonandi hef ég haft áhrif á ástralskan fótbolta. Við erum að fara á HM, ég skoraði úr vítaspyrnu, við spiluðum allir okkar hlutverk í sigrinum. Vonandi spilaði krakkinn úr flóttamannabúðunum stórt hlutverk, þetta var mín leið til að þakka Ástralíu fyrir hönd fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil að lokum. Ástralía mun leika í D-riðli ásamt heimsmeisturum Frakklands, Danmörku og Túnis. Fótbolti HM 2022 í Katar Súdan Ástralía Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Mabil er samningsbundinn Midtjylland í Danmörku en lék með Kasımpaşa í Tyrklandi á láni síðasta vetur. Hann hefur leikið alls 28 A-landsleiki fyrir Ástralíu og var meðal þeirra sem mætti Perú í umspilinu um sæti á HM í Katar. Vængmaðurinn var meðal þeirra sem tók vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Hann skoraði og eftir að Ástralía hafði tryggt sér sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð þakkaði Mabil Ástralíu fyrir að taka við sér og fjölskyldu sinni þegar þau áttu engin önnur hús að vernda. „Ég vissi að ég myndi skora. Það var eina leiðin til að sýna Ástralíu þakklæti mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil eftir leik. „Fjölskylda mín flúði Súdan vegna stríðsins, ég fæddist í kofa. Hótelherbergin sem við gistum í eru stærri en svæðið sem við fjölskyldan höfðum til umráða í flóttamannabúðunum. Ástralía tók við okkur og gaf fjölskyldu minni möguleika á að lifa eðlilegu lífi.“ Mabil vonast til að hafa lagt sitt á vogarskálarnar er varðar orðræðuna í kringum flóttamenn í Ástralíu. Still can't get over those scenes against Peru? Same. Experience it all over again by watching the full mini match now! #AUSvPER #Socceroos #GiveIt100— Socceroos (@Socceroos) June 15, 2022 „Vonandi hef ég haft áhrif á ástralskan fótbolta. Við erum að fara á HM, ég skoraði úr vítaspyrnu, við spiluðum allir okkar hlutverk í sigrinum. Vonandi spilaði krakkinn úr flóttamannabúðunum stórt hlutverk, þetta var mín leið til að þakka Ástralíu fyrir hönd fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil að lokum. Ástralía mun leika í D-riðli ásamt heimsmeisturum Frakklands, Danmörku og Túnis.
Fótbolti HM 2022 í Katar Súdan Ástralía Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira