Starfsmaður Búllunnar fékk skellinn í kjötmálinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2022 13:32 Hamborgarar á grillinu hjá Búllunni. Starfsmaður Búllunnar sem ákærður var fyrir tollalagabrot með því að veita rangar upplýsingar um innflutt kjöt þarf að greiða um fjörutíu milljónir í sekt vegna málsins. Sektin fellur þó niður haldi viðkomandi skilorð næstu tvö árin, meðal annars vegna þess að starfsmaðurinn var sú eina sem var látin svara til ábyrgðar fyrir málið, án þess þó að hafa haft af því nokkurn ávinning. Vísir greindi frá því árið 2020 að kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar væru orðnar að dómsmáli. Þar var starfsmanninum gert að sök að hafa framið tollalagabrot með því að gefa villandi upplýsingar um innflutta frosna nautaparta. Notast var við tollanúmer fyrir innflutt kjöt með beini, en kjötið sem flutt var inn var beinlaust. Búllan og rekstarfélag þess voru ákærð fyrir peningaþvætti, með því að hafa nýtt sér ávinning af tollalagabrotum starfsmannsins. Héraðsdómur sýknaði Búlluna, rekstarfélagið og starfsmanninn í lok mars á síðasta ári. Ákæruvaldið féll frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstrarfélaginu Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms en féll síðar frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstarfélaginu, þannig að starfsmaðurinn sat einn eftir. Dæmt var í málinu í Landsrétti í gær þar sem dómi héraðsdóms í máli starfsmannsins var snúið við. Var starfsmaðurinn sakfelldur fyrir brot gegn tollalögum með því að hafa komið því til leiðar að tollmiðlari tilgreindi kjötið sem kjöt með beini, þegar það var í raun beinlaust. Í dómi Landsréttar kom fram að starfsmaðurinn hafi viðurkennt að hafa gert mistök en að hún hafi gert ráð fyrir því að tollmiðlarar myndi leiðrétta hana ef hún væri að þetta með röngum hætti, líkt og það er orðað í dómi Landsréttar. Sá eini sem var látinn svara fyrir málið Taldi Landsréttur sannað að starfsmaðurinn hafi gert sér grein fyrir að þær upplýsingar sem hún gaf vegna innflutningsins hafi verið rangar. Landsréttur dæmdi í málinu í gær, föstudag.Vísir/Vilhelm Var starfsmaðurinn því dæmdur til að greiða 39,1 milljón vegna málsins, tvöfalda þá upphæð sem reyndist vera mismunurinn á aðflutningsgjöldum beinlausa kjötsins og kjötsins með beini. Í dómi Landsréttar er þó litið til þess að starfsmaðurinn hafi ekki áður sætt refsingar. Þá var einnig sérstaklega litið til þess að óumdeilt væri að viðkomandi hafi engan ávinning haft af brotunum, en sé ein látin svara til refsiábyrgðar vegna þeirra. Þá er einnig tiltekið að rannsókn málsins og meðferð þess hafi tekið nokkurn tíma, eða um fjögur ár frá því að síðasta brotið var framið. Ákvað Landsréttur því að fresta fullnustu sektarrefsingarinnar til tveggja ára, haldi starfsmaðurinn almennt skilorð. Rjúfi viðkomandi skilorð skal hann sæta fangelsi í tólf mánuði í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá þarf starfsmaðurinn að greiða sakarkostnað málsins, alls 2,6 milljónir króna. Neytendur Skattar og tollar Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Vísir greindi frá því árið 2020 að kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar væru orðnar að dómsmáli. Þar var starfsmanninum gert að sök að hafa framið tollalagabrot með því að gefa villandi upplýsingar um innflutta frosna nautaparta. Notast var við tollanúmer fyrir innflutt kjöt með beini, en kjötið sem flutt var inn var beinlaust. Búllan og rekstarfélag þess voru ákærð fyrir peningaþvætti, með því að hafa nýtt sér ávinning af tollalagabrotum starfsmannsins. Héraðsdómur sýknaði Búlluna, rekstarfélagið og starfsmanninn í lok mars á síðasta ári. Ákæruvaldið féll frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstrarfélaginu Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms en féll síðar frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstarfélaginu, þannig að starfsmaðurinn sat einn eftir. Dæmt var í málinu í Landsrétti í gær þar sem dómi héraðsdóms í máli starfsmannsins var snúið við. Var starfsmaðurinn sakfelldur fyrir brot gegn tollalögum með því að hafa komið því til leiðar að tollmiðlari tilgreindi kjötið sem kjöt með beini, þegar það var í raun beinlaust. Í dómi Landsréttar kom fram að starfsmaðurinn hafi viðurkennt að hafa gert mistök en að hún hafi gert ráð fyrir því að tollmiðlarar myndi leiðrétta hana ef hún væri að þetta með röngum hætti, líkt og það er orðað í dómi Landsréttar. Sá eini sem var látinn svara fyrir málið Taldi Landsréttur sannað að starfsmaðurinn hafi gert sér grein fyrir að þær upplýsingar sem hún gaf vegna innflutningsins hafi verið rangar. Landsréttur dæmdi í málinu í gær, föstudag.Vísir/Vilhelm Var starfsmaðurinn því dæmdur til að greiða 39,1 milljón vegna málsins, tvöfalda þá upphæð sem reyndist vera mismunurinn á aðflutningsgjöldum beinlausa kjötsins og kjötsins með beini. Í dómi Landsréttar er þó litið til þess að starfsmaðurinn hafi ekki áður sætt refsingar. Þá var einnig sérstaklega litið til þess að óumdeilt væri að viðkomandi hafi engan ávinning haft af brotunum, en sé ein látin svara til refsiábyrgðar vegna þeirra. Þá er einnig tiltekið að rannsókn málsins og meðferð þess hafi tekið nokkurn tíma, eða um fjögur ár frá því að síðasta brotið var framið. Ákvað Landsréttur því að fresta fullnustu sektarrefsingarinnar til tveggja ára, haldi starfsmaðurinn almennt skilorð. Rjúfi viðkomandi skilorð skal hann sæta fangelsi í tólf mánuði í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá þarf starfsmaðurinn að greiða sakarkostnað málsins, alls 2,6 milljónir króna.
Neytendur Skattar og tollar Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31