Sjáðu hraðþrennu Kötlu, sigurmark Hildar og Eyjakonur bæta fyrir mistökin Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2022 14:01 Breiðablik vann Selfoss í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Vísir/Diego Mörkunum rigndi í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta og hér á Vísi má sjá öll mörkin úr umferðinni. Sautján ára leikmaður Þróttar skoraði þrennu á tuttugu mínútum. Íslandsmeistarar Vals tróna á toppnum í deildinni með 19 stig eftir 6-1 sigur gegn Aftureldingu en skammt undan eru fimm lið. Stjarnan og Þróttur unnu bæði í umferðinni og eru með 16 stig, Breiðablik komst upp í 4. sæti með 15 stig en Selfoss og ÍBV hafa 14. Afturelding og KR eru neðst með aðeins 3 stig hvort. Í stórleik umferðarinnar vann Breiðablik 1-0 sigur á Selfossi þar sem Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið eftir frábæran samleik Blika, með vippuskoti í stöng og inn á 30. mínútu. Klippa: Breiðablik - Selfoss Valur vann 6-1 stórsigur á Aftureldingu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin og þær Elín Metta Jensen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Brooklynn Entz og Cyera Hintzen bættu við. Varamaðurinn Katrín Rut Kvaran náði að minnka muninn fyrir Aftureldingu eftir að hafa skotist inn fyrir vörn Valsara. Christina Settles var rekin af velli á 64. mínútu, í stöðunni 3-0, svo gestirnir úr Mosfellsbæ voru manni færri síðasta hálftíma leiksins. Klippa: Valur - Afturelding Eyjakonur unnu 3-2 sigur gegn Keflavík þrátt fyrir að gera sér erfitt fyrir með mistökum. Keflvíkingar komust yfir eftir skelfileg mistök í vörn ÍBV, með marki Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur, en Sandra Voitane og Olga Sevcova breyttu stöðunni í 2-1 og þannig var hún í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks sparkaði Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, boltanum beint til Keflvíkinga sem þannig skoruðu aftur eftir slæm mistök Eyjaliðsins, þegar Ana Paula Santos jafnaði metin í 2-2. Kristín Erna Sigurlásdóttir sá þó til þess að ÍBV tæki öll stigin, með marki af nærstöng eftir góðan undirbúning Olgu Sevcova. Klippa: ÍBV - Keflavík KR virtist fá draumabyrjun undir stjórn nýrra þjálfara þegar Hildur Lilja Ágústsdóttir skoraði gegn Þrótti, eftir vel útfærða hornspyrnu. Hin 17 ára Katla Tryggvadóttir kom Þrótti hins vegar til bjargar í seinni hálfleik og skoraði þrennu á tuttugu mínútum, í 3-1 sigri. Klippa: KR - Þróttur Stjörnukonur héldu svo sínu flugi áfram með frábærum 5-0 sigri á Þór/KA í Garðabænum á mánudaginn. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin og Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði einnig tvö, og Jasmín Erla Ingadóttir eitt. Klippa: Stjarnan - Þór/KA Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Breiðablik ÍBV Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals tróna á toppnum í deildinni með 19 stig eftir 6-1 sigur gegn Aftureldingu en skammt undan eru fimm lið. Stjarnan og Þróttur unnu bæði í umferðinni og eru með 16 stig, Breiðablik komst upp í 4. sæti með 15 stig en Selfoss og ÍBV hafa 14. Afturelding og KR eru neðst með aðeins 3 stig hvort. Í stórleik umferðarinnar vann Breiðablik 1-0 sigur á Selfossi þar sem Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið eftir frábæran samleik Blika, með vippuskoti í stöng og inn á 30. mínútu. Klippa: Breiðablik - Selfoss Valur vann 6-1 stórsigur á Aftureldingu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin og þær Elín Metta Jensen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Brooklynn Entz og Cyera Hintzen bættu við. Varamaðurinn Katrín Rut Kvaran náði að minnka muninn fyrir Aftureldingu eftir að hafa skotist inn fyrir vörn Valsara. Christina Settles var rekin af velli á 64. mínútu, í stöðunni 3-0, svo gestirnir úr Mosfellsbæ voru manni færri síðasta hálftíma leiksins. Klippa: Valur - Afturelding Eyjakonur unnu 3-2 sigur gegn Keflavík þrátt fyrir að gera sér erfitt fyrir með mistökum. Keflvíkingar komust yfir eftir skelfileg mistök í vörn ÍBV, með marki Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur, en Sandra Voitane og Olga Sevcova breyttu stöðunni í 2-1 og þannig var hún í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks sparkaði Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, boltanum beint til Keflvíkinga sem þannig skoruðu aftur eftir slæm mistök Eyjaliðsins, þegar Ana Paula Santos jafnaði metin í 2-2. Kristín Erna Sigurlásdóttir sá þó til þess að ÍBV tæki öll stigin, með marki af nærstöng eftir góðan undirbúning Olgu Sevcova. Klippa: ÍBV - Keflavík KR virtist fá draumabyrjun undir stjórn nýrra þjálfara þegar Hildur Lilja Ágústsdóttir skoraði gegn Þrótti, eftir vel útfærða hornspyrnu. Hin 17 ára Katla Tryggvadóttir kom Þrótti hins vegar til bjargar í seinni hálfleik og skoraði þrennu á tuttugu mínútum, í 3-1 sigri. Klippa: KR - Þróttur Stjörnukonur héldu svo sínu flugi áfram með frábærum 5-0 sigri á Þór/KA í Garðabænum á mánudaginn. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin og Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði einnig tvö, og Jasmín Erla Ingadóttir eitt. Klippa: Stjarnan - Þór/KA Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Breiðablik ÍBV Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn