Of stór biti í háls Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2022 07:00 Skipan utanríkismála og varna landsins er eitthvert mikilvægasta viðfangsefni ríkisstjórna á hverjum tíma. Það er því viðvarandi verkefni að tryggja að við fylgjum þróuninni fast eftir. Þegar breytingar verða þurfa stjórnvöld að vera tilbúin til að mæta nýjum aðstæðum á grundvelli þeirra gilda, sem við byggjum fjölþjóðlegt samstarf okkar í efnahagsmálum og varnarmálum á. Það er andstætt íslenskum hagsmunum að loka augunum fyrir breytingum í heiminum umhverfis okkur. Reiðubúin til að vinna með ríkisstjórninni Ákvörðunin um aðild að EES-samningnum og innri markaði Evrópusambandsins var tekin við lok kaldastríðsins. Síðan eru liðnir þrír áratugir. Það hefur verið tími mikilla umskipta og breytinga í alþjóðamálum. Samt höfum við ekki tekið neinar nýjar ákvarðanir til að laga okkur að breyttum aðstæðum. Nú á síðustu vikum hefur heimsmyndin svo gjörbreyst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hvarvetna í Evrópu eru þjóðir að taka nýjar ákvarðanir vegna þessa, bæði að því er varðar efnahagssamstarf og varnarsamstarf. Það gildir um vini okkar á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Ríkisstjórn Íslands lætur hins vegar eins og ekki sé þörf á öðrum viðbrögðum en þeim sem felast í þátttöku í efnahagsþvingunum bandalagsþjóðanna og sameiginlegu átaki þeirra til að mæta fólksflóttanum. Við í þingflokki Viðreisnar hefðum verið reiðubúin til að vinna með ríkisstjórninni að endurmati á stöðu Íslands við þessar breyttu aðstæður. En hennar svar er að Ísland eitt landa í Evrópu þurfi ekki að skoða þessi mál frekar. Gömlu ákvarðanirnar frá kaldastríðsárunum dugi. Punktur. Tillaga inn í utanríkispólitískt tómarúm Það er í þessu utanríkispólitíska tómarúmi ríkisstjórnarinnar sem þingflokkur Viðreisnar hefur sett fram tillögu um endurmat á þremur sviðum utanríkis- og varnarmála. Í fyrsta lagi teljum við mikilvægt að Ísland leggi sitt af mörkum til aukinna umsvifa NATO. Þar getum við aukið þátttöku landsins í borgaralegum verkefnum bandalagsins. Í okkar huga er mikilvægt að Ísland taki frumkvæði í þessum efnum þó að framlagi okkar verði eðli máls samkvæmt þröngur stakkur skorinn. Í öðru lagi felst í tillögu okkar að kannaðir verði möguleikar á að gera viðbót við varnarsamninginn. Þar yrði tekið á nýjum ógnum eins og netöryggismálum, en óvissu er undirorpið að hvaða leyti samningurinn tekur til þeirra. Jafnframt teljum við brýnt að kveðið verði á um verkferla og ábyrgð komi til þess að kallað verði eftir aðstoð samkvæmt samningnum eða Bandaríkin telji hana nauðsynlega. Þörf á viðvarandi veru varnarliðs verði jafnframt metin. Í þriðja lagi leggjum við til að lagt verði mat á þörf okkar fyrir frekari samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins. Slíkt mat yrði síðan grundvöllur að umræðum, sem eru forsendur frekari ákvarðana. Þetta er unnt að gera nú með sama hætti og græn skýrsla orkumálaráðherra var gerð á fjórum vikum fyrir skemmstu. Athyglisvert er að þingmenn stjórnarflokkanna eru andvígir öllum þessum þáttum. Þeir telja enga þörf á að við leggjum meira af mörkum til NATO. Þeir telja enga þörf á að styrkja varnarsamstarfið við Bandaríkin. Þeir telja enga þörf á að skoða breyttar aðstæður varðandi fjölþjóðlegt samstarf á víðum grunni. Þrátt fyrir að öll þessi atriði verji þau gildi sem við viljum verja um frelsi, lýðræði og mannréttindi. Og styrki okkur sem þjóð. Nú er hún Snorrabúð stekkur Afstaða þingmanna VG er skiljanleg. Sá flokkur telur að hagsmunum Íslands sé best borgið utan þeirra tveggja bandalaga, sem mestu skipta fyrir pólitískt og efnahagslegt fullveldi landsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar áveðið að láta þolmörk VG ráða ferðinni í þessum efnum. Þegar á það er horft er vægt til orða tekið að nú sé hún Snorrabúð stekkur. Talsmenn ríkistjórnarflokkanna telja að með umræðu af þessu tagi sé verið að misnota hörmungar stríðsins í annarlegum tilgangi. Þingmenn sjálfstæðismanna tala jafnvel með þessum hætti. Hugsum til baka. Hvar værum við stödd ef helsta forystufólkið í stjórnmálum hefði á sínum tíma staðhæft að með tilboði Bandaríkjanna um aðild Íslands að NATO væri verið að misnota hörmungarnar í annarlegum tilgangi? Við værum einfaldlega ekki þar. Hins vegar er ljóst að ekki er lengur hægt að treysta á forystu Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum. Sömu bandalagsþjóðir og samþættir hagsmunir Við megum ekki gleyma því að bandalagsþjóðir okkar í NATO eru að mestu þær sömu og við eigum samvinnu með á innri markaði Evrópusambandsins. Utanríkispólitík ríkistjórnarinnar byggir aftur á móti á þeirri sérkennilegu hugsun að unnt sé að telja fólki trú um að þessar þjóðir verji fullveldi okkar í NATO en vilji koma því fyrir kattarnef í ESB. Samvinna þessara þjóða um efnahag, varnir og öryggi byggir á sameiginlegum gildum. Við erum þegar aðilar að kjarna efnahagssamstarfsins. Lokaskrefið til fullrar aðildar er spurning um minna skref en við tókum þegar Íslands varð aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Í tillögu okkar um skoðun á framtíðarhagsmunum okkar í efnahagssamstarfi Evrópuþjóða er aðeins verið að kalla á að eðlilegt mat verði lagt á stöðuna í ljósi nýrra aðstæðna og þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru á heimsvísu. Umræða um þá hluti er meira að segja of stór biti í háls fyrir þingmenn stjórnarflokkanna. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Utanríkismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Sjá meira
Skipan utanríkismála og varna landsins er eitthvert mikilvægasta viðfangsefni ríkisstjórna á hverjum tíma. Það er því viðvarandi verkefni að tryggja að við fylgjum þróuninni fast eftir. Þegar breytingar verða þurfa stjórnvöld að vera tilbúin til að mæta nýjum aðstæðum á grundvelli þeirra gilda, sem við byggjum fjölþjóðlegt samstarf okkar í efnahagsmálum og varnarmálum á. Það er andstætt íslenskum hagsmunum að loka augunum fyrir breytingum í heiminum umhverfis okkur. Reiðubúin til að vinna með ríkisstjórninni Ákvörðunin um aðild að EES-samningnum og innri markaði Evrópusambandsins var tekin við lok kaldastríðsins. Síðan eru liðnir þrír áratugir. Það hefur verið tími mikilla umskipta og breytinga í alþjóðamálum. Samt höfum við ekki tekið neinar nýjar ákvarðanir til að laga okkur að breyttum aðstæðum. Nú á síðustu vikum hefur heimsmyndin svo gjörbreyst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hvarvetna í Evrópu eru þjóðir að taka nýjar ákvarðanir vegna þessa, bæði að því er varðar efnahagssamstarf og varnarsamstarf. Það gildir um vini okkar á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Ríkisstjórn Íslands lætur hins vegar eins og ekki sé þörf á öðrum viðbrögðum en þeim sem felast í þátttöku í efnahagsþvingunum bandalagsþjóðanna og sameiginlegu átaki þeirra til að mæta fólksflóttanum. Við í þingflokki Viðreisnar hefðum verið reiðubúin til að vinna með ríkisstjórninni að endurmati á stöðu Íslands við þessar breyttu aðstæður. En hennar svar er að Ísland eitt landa í Evrópu þurfi ekki að skoða þessi mál frekar. Gömlu ákvarðanirnar frá kaldastríðsárunum dugi. Punktur. Tillaga inn í utanríkispólitískt tómarúm Það er í þessu utanríkispólitíska tómarúmi ríkisstjórnarinnar sem þingflokkur Viðreisnar hefur sett fram tillögu um endurmat á þremur sviðum utanríkis- og varnarmála. Í fyrsta lagi teljum við mikilvægt að Ísland leggi sitt af mörkum til aukinna umsvifa NATO. Þar getum við aukið þátttöku landsins í borgaralegum verkefnum bandalagsins. Í okkar huga er mikilvægt að Ísland taki frumkvæði í þessum efnum þó að framlagi okkar verði eðli máls samkvæmt þröngur stakkur skorinn. Í öðru lagi felst í tillögu okkar að kannaðir verði möguleikar á að gera viðbót við varnarsamninginn. Þar yrði tekið á nýjum ógnum eins og netöryggismálum, en óvissu er undirorpið að hvaða leyti samningurinn tekur til þeirra. Jafnframt teljum við brýnt að kveðið verði á um verkferla og ábyrgð komi til þess að kallað verði eftir aðstoð samkvæmt samningnum eða Bandaríkin telji hana nauðsynlega. Þörf á viðvarandi veru varnarliðs verði jafnframt metin. Í þriðja lagi leggjum við til að lagt verði mat á þörf okkar fyrir frekari samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins. Slíkt mat yrði síðan grundvöllur að umræðum, sem eru forsendur frekari ákvarðana. Þetta er unnt að gera nú með sama hætti og græn skýrsla orkumálaráðherra var gerð á fjórum vikum fyrir skemmstu. Athyglisvert er að þingmenn stjórnarflokkanna eru andvígir öllum þessum þáttum. Þeir telja enga þörf á að við leggjum meira af mörkum til NATO. Þeir telja enga þörf á að styrkja varnarsamstarfið við Bandaríkin. Þeir telja enga þörf á að skoða breyttar aðstæður varðandi fjölþjóðlegt samstarf á víðum grunni. Þrátt fyrir að öll þessi atriði verji þau gildi sem við viljum verja um frelsi, lýðræði og mannréttindi. Og styrki okkur sem þjóð. Nú er hún Snorrabúð stekkur Afstaða þingmanna VG er skiljanleg. Sá flokkur telur að hagsmunum Íslands sé best borgið utan þeirra tveggja bandalaga, sem mestu skipta fyrir pólitískt og efnahagslegt fullveldi landsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar áveðið að láta þolmörk VG ráða ferðinni í þessum efnum. Þegar á það er horft er vægt til orða tekið að nú sé hún Snorrabúð stekkur. Talsmenn ríkistjórnarflokkanna telja að með umræðu af þessu tagi sé verið að misnota hörmungar stríðsins í annarlegum tilgangi. Þingmenn sjálfstæðismanna tala jafnvel með þessum hætti. Hugsum til baka. Hvar værum við stödd ef helsta forystufólkið í stjórnmálum hefði á sínum tíma staðhæft að með tilboði Bandaríkjanna um aðild Íslands að NATO væri verið að misnota hörmungarnar í annarlegum tilgangi? Við værum einfaldlega ekki þar. Hins vegar er ljóst að ekki er lengur hægt að treysta á forystu Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum. Sömu bandalagsþjóðir og samþættir hagsmunir Við megum ekki gleyma því að bandalagsþjóðir okkar í NATO eru að mestu þær sömu og við eigum samvinnu með á innri markaði Evrópusambandsins. Utanríkispólitík ríkistjórnarinnar byggir aftur á móti á þeirri sérkennilegu hugsun að unnt sé að telja fólki trú um að þessar þjóðir verji fullveldi okkar í NATO en vilji koma því fyrir kattarnef í ESB. Samvinna þessara þjóða um efnahag, varnir og öryggi byggir á sameiginlegum gildum. Við erum þegar aðilar að kjarna efnahagssamstarfsins. Lokaskrefið til fullrar aðildar er spurning um minna skref en við tókum þegar Íslands varð aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Í tillögu okkar um skoðun á framtíðarhagsmunum okkar í efnahagssamstarfi Evrópuþjóða er aðeins verið að kalla á að eðlilegt mat verði lagt á stöðuna í ljósi nýrra aðstæðna og þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru á heimsvísu. Umræða um þá hluti er meira að segja of stór biti í háls fyrir þingmenn stjórnarflokkanna. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun