Sitthvað um hunda, en ekkert um leigjendur Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 7. júní 2022 08:30 Samstarfssáttmáli nýs borgarstjórnarmeirihluta leit dagsins ljós í gær eftir tæplega þriggja vikna yfirlegu og samtal. Það var tilefni til þess að vera vongóður fyrir hönd leigjenda þegar þessar viðræður hófust stuttu eftir kosningarnar 14. maí. Þegar leigjendur tóku að ávarpa þáverandi borgarstjórnarmeirihluta um þremur vikum fyrir kjördag með staðreyndum og greiningum var nefnilega ekki umflúið fyrir fulltrúa meirihlutans að horfast í augu við ástandið. Eftir að leigjendur tóku þátt í samtalinu um áherslur í málefnum þeirra íbúa Reykjavíkur sem búa á leigumarkaði breyttist landslagið á fylgi þeirra flokka sem mynduðu fráfarandi meirihluta. Það duldist engum að eitt af því sem kosningarnar snérust um í Reykjavík voru aðstæður og velferð leigjenda. Það vitna fjölmörg ummæli og fjölmiðlaumfjöllun um. Miðað við skoðanakannanir um miðjan apríl síðastliðinn og svo úrslit kosninga mátti klárlega sjá að um 8-10% af fylgi flokkana sem setið höfðu við völd í Reykjavík hafði rjátlað af þeim. Það má leiða að því líkum að málefni leigjenda og arfaslök frammistaða borgaryfirvalda á þeim vettvangi hafi því átt stóran þátt í að hreyfa fylgið með þeim hætti sem birtist í úrslitum á kjördag. Það er þess vegna sem leigjendur máttu gera sér vonir um að málefni þeirra fengi ríkulegan sess í yfirlegu og samtali nýs meirihluta. Það var því blaut og þung tuska í andlit leigjenda, þeirra sem hafa borgað fyrir hæga uppbyggingu á húsnæðismarkaði í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabili þegar umræddur samstarfssáttmáli var kynntur í gær. Hið velhafandi eignafólk sem er í forsvari fyrir nýja meirihlutann hefur nú komið sér saman um áherslur fyrir næsta kjörtímabil, sem útlistað er í pastellitum í fjögur þúsund orðum, en þar er að finna sitthvað um hunda og jafnvel hesta og malbik, en ekki orð um leigjendur. Það hlýtur að vera einhversskonar met í ófyrirleitni.Leigjendur í Reykjavík búa við eina verstu stöðu sem fyrirfinnst í Evrópu, þar sem markviss og heimatilbúinn framboðsskortur gerir leigusölum kleift að nýta sér þann hóp til þess að skapa auð.Öll framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur sátu fund um stöðuna á leigumarkaði og velferð leigjenda á vegum Samtaka Leigjenda rúmum tveimur vikum fyrir kjördag. Þar voru staðreyndir um leigumarkaðinn, eignarhald á húsnæðismarkaði, um fátækt leigjenda, sjálfdæmi og sjálftöku leigusala, fordæmalausar hækkanir á húsaleigu og skelfilegan framboðsskort á félagslegu reknu húsnæði tíundaðar ásamt því hversu fjandsamlegt umhverfi leigjenda er í hvívetna og hefur farið versnandi undanfarin átta ár.Ástandið á leigumarkaði í Reykjavík er höfundarverk stærsta hluta þeirra sem mynda nýja meirihlutann og því sérlega ósmekklegt og ófyrirleitið að sneiða hjá því að ávarpa fórnarlömb þess í upphafi nýs áfanga á þeirri sömu vegferð og skapað hefur það ástandi. Með verkum sínum hafa þau skapað og alið óværu sem nærist á leigjendum, þeim er síst skyldu borga fyrir hinn mikla auð sem verður til á fasteignamarkaði. Stór hluti þeirra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík bera mikla ábyrgð á því skelfingarástandi sem ríkir en þráast hinsvegar við að gangast við henni. Leigjendur í Reykjavík gera hinsvegar þá kröfu til nýs meirihluta að lausnamiðuð forgangsröðun fyrir leigumarkaðinn verði í öndvegi og að verkefnalisti hans taki mið af því að undið verði ofan af sveltistefnu gagnvart leigjendum. Leigjendur hafna þeirri vanrækslu sem þeir hafa þurft líða undanfarin átta ár og hvetja velmeinandi kjörna fulltrúa til að hafa heimilishelgi þeirra í forgrunni við alla ákvarðanatöku um húsnæðismál. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Samstarfssáttmáli nýs borgarstjórnarmeirihluta leit dagsins ljós í gær eftir tæplega þriggja vikna yfirlegu og samtal. Það var tilefni til þess að vera vongóður fyrir hönd leigjenda þegar þessar viðræður hófust stuttu eftir kosningarnar 14. maí. Þegar leigjendur tóku að ávarpa þáverandi borgarstjórnarmeirihluta um þremur vikum fyrir kjördag með staðreyndum og greiningum var nefnilega ekki umflúið fyrir fulltrúa meirihlutans að horfast í augu við ástandið. Eftir að leigjendur tóku þátt í samtalinu um áherslur í málefnum þeirra íbúa Reykjavíkur sem búa á leigumarkaði breyttist landslagið á fylgi þeirra flokka sem mynduðu fráfarandi meirihluta. Það duldist engum að eitt af því sem kosningarnar snérust um í Reykjavík voru aðstæður og velferð leigjenda. Það vitna fjölmörg ummæli og fjölmiðlaumfjöllun um. Miðað við skoðanakannanir um miðjan apríl síðastliðinn og svo úrslit kosninga mátti klárlega sjá að um 8-10% af fylgi flokkana sem setið höfðu við völd í Reykjavík hafði rjátlað af þeim. Það má leiða að því líkum að málefni leigjenda og arfaslök frammistaða borgaryfirvalda á þeim vettvangi hafi því átt stóran þátt í að hreyfa fylgið með þeim hætti sem birtist í úrslitum á kjördag. Það er þess vegna sem leigjendur máttu gera sér vonir um að málefni þeirra fengi ríkulegan sess í yfirlegu og samtali nýs meirihluta. Það var því blaut og þung tuska í andlit leigjenda, þeirra sem hafa borgað fyrir hæga uppbyggingu á húsnæðismarkaði í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabili þegar umræddur samstarfssáttmáli var kynntur í gær. Hið velhafandi eignafólk sem er í forsvari fyrir nýja meirihlutann hefur nú komið sér saman um áherslur fyrir næsta kjörtímabil, sem útlistað er í pastellitum í fjögur þúsund orðum, en þar er að finna sitthvað um hunda og jafnvel hesta og malbik, en ekki orð um leigjendur. Það hlýtur að vera einhversskonar met í ófyrirleitni.Leigjendur í Reykjavík búa við eina verstu stöðu sem fyrirfinnst í Evrópu, þar sem markviss og heimatilbúinn framboðsskortur gerir leigusölum kleift að nýta sér þann hóp til þess að skapa auð.Öll framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur sátu fund um stöðuna á leigumarkaði og velferð leigjenda á vegum Samtaka Leigjenda rúmum tveimur vikum fyrir kjördag. Þar voru staðreyndir um leigumarkaðinn, eignarhald á húsnæðismarkaði, um fátækt leigjenda, sjálfdæmi og sjálftöku leigusala, fordæmalausar hækkanir á húsaleigu og skelfilegan framboðsskort á félagslegu reknu húsnæði tíundaðar ásamt því hversu fjandsamlegt umhverfi leigjenda er í hvívetna og hefur farið versnandi undanfarin átta ár.Ástandið á leigumarkaði í Reykjavík er höfundarverk stærsta hluta þeirra sem mynda nýja meirihlutann og því sérlega ósmekklegt og ófyrirleitið að sneiða hjá því að ávarpa fórnarlömb þess í upphafi nýs áfanga á þeirri sömu vegferð og skapað hefur það ástandi. Með verkum sínum hafa þau skapað og alið óværu sem nærist á leigjendum, þeim er síst skyldu borga fyrir hinn mikla auð sem verður til á fasteignamarkaði. Stór hluti þeirra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík bera mikla ábyrgð á því skelfingarástandi sem ríkir en þráast hinsvegar við að gangast við henni. Leigjendur í Reykjavík gera hinsvegar þá kröfu til nýs meirihluta að lausnamiðuð forgangsröðun fyrir leigumarkaðinn verði í öndvegi og að verkefnalisti hans taki mið af því að undið verði ofan af sveltistefnu gagnvart leigjendum. Leigjendur hafna þeirri vanrækslu sem þeir hafa þurft líða undanfarin átta ár og hvetja velmeinandi kjörna fulltrúa til að hafa heimilishelgi þeirra í forgrunni við alla ákvarðanatöku um húsnæðismál. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun