Hljóp 168 kílómetra á 31 klukkustund: „Ég veit að ég get farið miklu lengra“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 20:04 Davíð var búinn að hlaupa í 31 klukkustund og sautján mínútur þegar hann komst loks í markið. Brynja Kr. Thorlacius Davíð Rúnar Bjarnason var eini keppandinn sem lauk 163 kílómetra hlaupi í Hengill Ultra hlaupinu sem fram fór í Hveragerði um helgina. Davíð hljóp í þrjátíu og eina klukkustund og sautján mínútur. Þrátt fyrir átök helgarinnar líður honum vel í líkamanum í dag og segir að það hafi verið draumi líkast að hlaupa í mark. „Ég er bara merkilega góður, eiginlega engin óþægindi nema leiðindanuddsár sem myndast hér og þar en að öðru leyti bara mjög fínn. Ekki neitt þannig en auðvitað er eitthvað að sem er kannski eðlilegt miðað við aðstæður. Ég labba upp stiga og allt og ekkert vesen,“ segir Davíð Rúnar í samtali við fréttastofu. Davíð var fyrsti keppandinn í hlaupinu til að leggja af stað og sá síðasti í mark en hann hljóp alls 168,5 kílómetra. Hann segir hlaupið hafa gengið ágætlega en síðustu tuttugu kílómetrarnir hafi verið erfiðastir. Davíð tekur á móti verðlaunapeningum eftir hlaupið með syni sínum.Brynja Kr. Thorlacius „Það var mjög gaman og mjög fínt upp í svona 140 kílómetra þá var kallinn orðinn frekar bensínlaus. Þá fóru öll tímamarkmið og þannig pælingar lengst út um gluggann en auðvitað er markmiðið að sigra gæjann í speglinum og þegar þú klárar svona er þér alveg sama um tímann þannig,“ segir Davíð. „Ég var orðinn frekar bensínlaus í kring um 140 og eitthvað, hætti að geta tekið inn næringu í einhverja sex klukkutíma og þá ertu bara orkulaus en heilt yfir bara eins og nýr allan tímann eiginlega.“ Tók mikið á að hafa ekki klárað hlaupið í fyrra Þetta er annað sinn sem Davíð tekur þátt í Hengilshlaupinu en í fyrra komst hann ekki alla leið í mark. Hann segir að sig hafi dreymt um að komast í markið í heilt ár. „Ég lenti í veseni í undirbúningnum og svona og þurfti að hætta í fyrra í 112 kílómetrum. Ég svaf með númerið mitt frá því í fyrra í náttborðinu í heilt ár, var búinn að sjá fyrir mér þetta augnablik alveg í ár. Það tók mikið á mig í heilt ár að hafa ekki náð að klára þannig að ég var búinn að sjá fyrir mér í heilt ár að koma með númerið með mér í mark,“ segir Davíð. Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hann kom í mark síðdegis í gær en sonur hans Ían Erik hljóp með honum síðustu metrana. „Ég lét strákinn minn hlaupa með mér, hann er fjögurra ára, með númerið mitt síðan í fyrra framan á sér, þannig að það var æðislegt að vera hann með mér, skröltandi með mér og ég náttúrulega alveg búinn á því. Hann með númerið mitt frá því í fyrra og ég með mitt. Ég fæ gæsahúð þegar ég segi þetta ennþá en þetta var æði,“ segir Davíð. Hausinn það mikilvægasta í langhlaupum Davíð hefur tvívegis hlaupið yfir hundrað kílómetra hlaup, annars vegar í Hengilshlaupinu í fyrra þegar hann hljóp 112 kílómetra og svo þremur mánuðum eftir það. „Það virkar svoleiðis í svona últrahlaupum að ef þú klárar ekki færðu bara DNF, Did not finish, og þar af leiðandi skráist hlaupið ekki á þig. Þannig að ég fór strax og fann mér hlaup erlendis, sem voru 112 kílómetrar, svo ég gæti fengið það skráð,“ segir Davíð. „Fór þremur mánuðum seinna og tók 112 þannig að ég fékk það skráð og skjalfest. Ég er búinn að taka nokkrum sinnum yfir fimmtíu kílómetra en þetta er fyrsta sinn sem ég tek hlaup í þessari lengd en þetta er náttúrulega hundrað mílu hlaup, sem er áfangi fyrir marga hlaupara.“ Davíð fagnar áfanganum með kærustunni sinni Elmu Rut Valtýsdóttur.Brynja Kr. Thorlacius Hann segir fátt geta undirbúið mann fyrir svona löng hlaup. „Það er rosalega erfitt að æfa fyrir það að hlaupa í þrjátíu klukkutíma, þú náttúrulega hleypur og ert klár í hlaupin en svo er hausinn á þér allt í þessu. Ef þú ert ekki með sterkan haus þá geturðu ekki gert neitt í þessu. Ég er mjög sterkur þar og er alltaf að læra meira og meira inn á mig í því,“ segir Davíð. „Ég hef ekkert alveg ótrúlega gaman af hlaupunum sjálfum, ég hef gaman að því að skora á sjálfan mig og þetta er bara toppurinn á tilverunni. Ég er einn af þessum ofvirku strákum sem passaði aldrei inn í skólakerfið og einu skiptin sem ég er rólegur í höfðinu er þarna og það er æðislegt að gera þetta svona, ég tala nú ekki um þegar þú kemur í mark með allt fólkið og allir fagnandi og litli strákurinn með mér. Þetta er bara æðislegt.“ Miklu erfiðara að vita að keppnin sé engin Aðspurður hvað taki næst við segir hann ekkert fast í hendi. Hann ætli þó að taka sér nokkra daga til að jafna sig. „Ég er með eitt svona draumamarkmið sem ég ætla bara að hlada fyrir sjálfan mig. Ég er ekki hættur og þetta verður ekki lengsta hlaupið mitt, langt því frá. Ég ætla að taka mér núna viku, tíu daga og taka því mjög rólega, fara í böð og nudd og svona en þið heyrið nafnið mitt einhvers staðar annarst staðar í einhverju svipuðu en hvenær ég tek hundrað mílur næst veit ég ekki en ég fer lengra en þetta einhvern tíma, það er pottþétt,“ segir Davíð. Hann segir hlaupið hafa tekið mjög á, sérstaklega þar sem hann þurfti að hlaupa einn nær allan tímann. Davíð hleypur í mark með fjögurra ára syni sínum Ían Erik. Ían var með hlaupanúmer Davíðs frá því í Hengilshlaupinu í fyrra fast framan á sér þegar þeir komu í mark.Brynja Kr. Thorlacius „Þetta er rosalegur rússíbani. Það eru sjö sem skráðu sig í hlaupið núna en við vorum bara tveir sem mættum og svo fæ ég að vita það svona tólf tíma inn í hlaupið að hinn sé dottinn út og þá er ég bara einn með sjálfum mér. Og ég var bara einn með sjálfum mér í 31 klukkutíma og það gerir hlaupið tíu sinnum erfiðara,“ segir Davíð. „Það er engin keppni, það er enginn að ýta á eftir þér, þú ert aldrei að spá í því hvort einhver sé að ná þér eða hvort þú sért að ná einhverjum í hlaupinu. Þarna ertu bara einn með sjálfum þér og það er rosalega auðvelta að segja: Æj, ég nenni ekkert að vera í þessu einn, af hverju ætti ég ekki bara að hætta núna? En þá þarftu að setja hausinn áfram og bara: Heyrðu, þú klárar þetta. Punktur.“ Heillandi að sjá hversu langt líkaminn komist Hann segist allan tímann hafa verið ákveðinn í að klára. „Ég var þar allan tímann og það var aldrei neitt þannig að ég ætlaði að fara að stoppa eða snúa við eða eitthvað. Bara aldrei. Af því að ég ætlaði allan tímann að klára þetta, hundrað prósent.“ Heldurðu að þú takir aftur þátt í þessu hlaupi á næsta ári? „Veistu, ég bara veit það ekki. Ef þú hefðir spurt mig að þessu í gær, einhvern tíma á leiðinni í gær þá hefði ég alltaf sagt nei. En þetta er bara eins og með margt annað maður er farinn að spá í því strax daginn eftir hvað maður á að gera næst. Það er aldrei að vita en ég ætla ekki að segja já eða nei. Það er alltaf gaman að taka þátt í einhverju krefjandi en ég ætla að halda því opnu, ég veit ekki meir,“ segir Davíð. Skipuleggjendur hlaupsins fagna áfanganum með Davíð.Brynja Kr. Thorlacius Hann hvetur fólk til þess að skora á sjálft sig og komast að því hvað það geti gert. „Ég er að þessu af því að ég vil vita hversu raunverulega langt ég get tekið líkamann minn. Ég held það sé bara geggjað fyrir alla að aðeins kitla pinnana og sjá hvað er hægt að gera. Ég veit að ég get farið miklu lengra en þetta og það heillar mig alla vega að sjá hversu raunverulega langt ég get tekið sjálfan mig og ég held að allir hefðu gott af því að finna aðeins fyrir því hvað er að fara út að helstu þolmörkunum. Það er rosalega gefandi.“ Hlaup Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
„Ég er bara merkilega góður, eiginlega engin óþægindi nema leiðindanuddsár sem myndast hér og þar en að öðru leyti bara mjög fínn. Ekki neitt þannig en auðvitað er eitthvað að sem er kannski eðlilegt miðað við aðstæður. Ég labba upp stiga og allt og ekkert vesen,“ segir Davíð Rúnar í samtali við fréttastofu. Davíð var fyrsti keppandinn í hlaupinu til að leggja af stað og sá síðasti í mark en hann hljóp alls 168,5 kílómetra. Hann segir hlaupið hafa gengið ágætlega en síðustu tuttugu kílómetrarnir hafi verið erfiðastir. Davíð tekur á móti verðlaunapeningum eftir hlaupið með syni sínum.Brynja Kr. Thorlacius „Það var mjög gaman og mjög fínt upp í svona 140 kílómetra þá var kallinn orðinn frekar bensínlaus. Þá fóru öll tímamarkmið og þannig pælingar lengst út um gluggann en auðvitað er markmiðið að sigra gæjann í speglinum og þegar þú klárar svona er þér alveg sama um tímann þannig,“ segir Davíð. „Ég var orðinn frekar bensínlaus í kring um 140 og eitthvað, hætti að geta tekið inn næringu í einhverja sex klukkutíma og þá ertu bara orkulaus en heilt yfir bara eins og nýr allan tímann eiginlega.“ Tók mikið á að hafa ekki klárað hlaupið í fyrra Þetta er annað sinn sem Davíð tekur þátt í Hengilshlaupinu en í fyrra komst hann ekki alla leið í mark. Hann segir að sig hafi dreymt um að komast í markið í heilt ár. „Ég lenti í veseni í undirbúningnum og svona og þurfti að hætta í fyrra í 112 kílómetrum. Ég svaf með númerið mitt frá því í fyrra í náttborðinu í heilt ár, var búinn að sjá fyrir mér þetta augnablik alveg í ár. Það tók mikið á mig í heilt ár að hafa ekki náð að klára þannig að ég var búinn að sjá fyrir mér í heilt ár að koma með númerið með mér í mark,“ segir Davíð. Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hann kom í mark síðdegis í gær en sonur hans Ían Erik hljóp með honum síðustu metrana. „Ég lét strákinn minn hlaupa með mér, hann er fjögurra ára, með númerið mitt síðan í fyrra framan á sér, þannig að það var æðislegt að vera hann með mér, skröltandi með mér og ég náttúrulega alveg búinn á því. Hann með númerið mitt frá því í fyrra og ég með mitt. Ég fæ gæsahúð þegar ég segi þetta ennþá en þetta var æði,“ segir Davíð. Hausinn það mikilvægasta í langhlaupum Davíð hefur tvívegis hlaupið yfir hundrað kílómetra hlaup, annars vegar í Hengilshlaupinu í fyrra þegar hann hljóp 112 kílómetra og svo þremur mánuðum eftir það. „Það virkar svoleiðis í svona últrahlaupum að ef þú klárar ekki færðu bara DNF, Did not finish, og þar af leiðandi skráist hlaupið ekki á þig. Þannig að ég fór strax og fann mér hlaup erlendis, sem voru 112 kílómetrar, svo ég gæti fengið það skráð,“ segir Davíð. „Fór þremur mánuðum seinna og tók 112 þannig að ég fékk það skráð og skjalfest. Ég er búinn að taka nokkrum sinnum yfir fimmtíu kílómetra en þetta er fyrsta sinn sem ég tek hlaup í þessari lengd en þetta er náttúrulega hundrað mílu hlaup, sem er áfangi fyrir marga hlaupara.“ Davíð fagnar áfanganum með kærustunni sinni Elmu Rut Valtýsdóttur.Brynja Kr. Thorlacius Hann segir fátt geta undirbúið mann fyrir svona löng hlaup. „Það er rosalega erfitt að æfa fyrir það að hlaupa í þrjátíu klukkutíma, þú náttúrulega hleypur og ert klár í hlaupin en svo er hausinn á þér allt í þessu. Ef þú ert ekki með sterkan haus þá geturðu ekki gert neitt í þessu. Ég er mjög sterkur þar og er alltaf að læra meira og meira inn á mig í því,“ segir Davíð. „Ég hef ekkert alveg ótrúlega gaman af hlaupunum sjálfum, ég hef gaman að því að skora á sjálfan mig og þetta er bara toppurinn á tilverunni. Ég er einn af þessum ofvirku strákum sem passaði aldrei inn í skólakerfið og einu skiptin sem ég er rólegur í höfðinu er þarna og það er æðislegt að gera þetta svona, ég tala nú ekki um þegar þú kemur í mark með allt fólkið og allir fagnandi og litli strákurinn með mér. Þetta er bara æðislegt.“ Miklu erfiðara að vita að keppnin sé engin Aðspurður hvað taki næst við segir hann ekkert fast í hendi. Hann ætli þó að taka sér nokkra daga til að jafna sig. „Ég er með eitt svona draumamarkmið sem ég ætla bara að hlada fyrir sjálfan mig. Ég er ekki hættur og þetta verður ekki lengsta hlaupið mitt, langt því frá. Ég ætla að taka mér núna viku, tíu daga og taka því mjög rólega, fara í böð og nudd og svona en þið heyrið nafnið mitt einhvers staðar annarst staðar í einhverju svipuðu en hvenær ég tek hundrað mílur næst veit ég ekki en ég fer lengra en þetta einhvern tíma, það er pottþétt,“ segir Davíð. Hann segir hlaupið hafa tekið mjög á, sérstaklega þar sem hann þurfti að hlaupa einn nær allan tímann. Davíð hleypur í mark með fjögurra ára syni sínum Ían Erik. Ían var með hlaupanúmer Davíðs frá því í Hengilshlaupinu í fyrra fast framan á sér þegar þeir komu í mark.Brynja Kr. Thorlacius „Þetta er rosalegur rússíbani. Það eru sjö sem skráðu sig í hlaupið núna en við vorum bara tveir sem mættum og svo fæ ég að vita það svona tólf tíma inn í hlaupið að hinn sé dottinn út og þá er ég bara einn með sjálfum mér. Og ég var bara einn með sjálfum mér í 31 klukkutíma og það gerir hlaupið tíu sinnum erfiðara,“ segir Davíð. „Það er engin keppni, það er enginn að ýta á eftir þér, þú ert aldrei að spá í því hvort einhver sé að ná þér eða hvort þú sért að ná einhverjum í hlaupinu. Þarna ertu bara einn með sjálfum þér og það er rosalega auðvelta að segja: Æj, ég nenni ekkert að vera í þessu einn, af hverju ætti ég ekki bara að hætta núna? En þá þarftu að setja hausinn áfram og bara: Heyrðu, þú klárar þetta. Punktur.“ Heillandi að sjá hversu langt líkaminn komist Hann segist allan tímann hafa verið ákveðinn í að klára. „Ég var þar allan tímann og það var aldrei neitt þannig að ég ætlaði að fara að stoppa eða snúa við eða eitthvað. Bara aldrei. Af því að ég ætlaði allan tímann að klára þetta, hundrað prósent.“ Heldurðu að þú takir aftur þátt í þessu hlaupi á næsta ári? „Veistu, ég bara veit það ekki. Ef þú hefðir spurt mig að þessu í gær, einhvern tíma á leiðinni í gær þá hefði ég alltaf sagt nei. En þetta er bara eins og með margt annað maður er farinn að spá í því strax daginn eftir hvað maður á að gera næst. Það er aldrei að vita en ég ætla ekki að segja já eða nei. Það er alltaf gaman að taka þátt í einhverju krefjandi en ég ætla að halda því opnu, ég veit ekki meir,“ segir Davíð. Skipuleggjendur hlaupsins fagna áfanganum með Davíð.Brynja Kr. Thorlacius Hann hvetur fólk til þess að skora á sjálft sig og komast að því hvað það geti gert. „Ég er að þessu af því að ég vil vita hversu raunverulega langt ég get tekið líkamann minn. Ég held það sé bara geggjað fyrir alla að aðeins kitla pinnana og sjá hvað er hægt að gera. Ég veit að ég get farið miklu lengra en þetta og það heillar mig alla vega að sjá hversu raunverulega langt ég get tekið sjálfan mig og ég held að allir hefðu gott af því að finna aðeins fyrir því hvað er að fara út að helstu þolmörkunum. Það er rosalega gefandi.“
Hlaup Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira