Tíminn er takmörkuð auðlind! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 3. júní 2022 07:00 Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu. Stórir samráðshópar Ég fór í mikla þverpólitíska vinnu á síðasta kjörtímabili við að gera breytingar á strandveiðikerfinu ásamt ýmsum ráðstöfunum sem gögnuðust sjávarbygggðunum og minni útgerðum og hefði gjarnan viljað að haldið yrði áfram á þeirri braut. Ég þekki vel til vinnu í stórum samráðshópum um fiskveiðistjórnarkerfið eins og þeirri sem sett var á fót árin 2009 til 2012 þar sem útkoman var fjöldi sérálita og bókana og frumvarp sem endaði í skrúfunni í lok kjörtímabilsins. Hverjir vilja engu breyta Það eru ekki bara stórútgerðirnar sem vilja engar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu heldur eru það líka fjármálafyrirtækin sem setja stólinn fyrir dyrnar með veðsetningu í auðlindinni þetta vitum við sem höfum setið í slíkum nefndum og glímt við þessi mál á þingi. Ég hefði gjarnan viljað sjá að nýttar væru allar þær skýrslur og upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir með aðkoma allra flokka og ótal sérfræðinga og hafist yrði handa við að gera þær breytingar strax sem blasir við að gera þurfi. Hefjast handa á fyrirliggjandi upplýsingum Þar má nefna t.d. að koma útgerðum undir kvótaþakið og nýta og efla félagslega hluta kerfisins markvisst til þeirra sem því var ætlað að nýtast í upphafi ,taka á endurvigtun,brottkasti og kvótabraski/að þeir borgi veiðigjöld sem leigi frá sér kvóta og koma á leigupotti ríkisins fyrir kvótalitlar útgerðir eða kvótalausar og skylda hluta afla á uppboð á fiskmarkaði og að innlendar fiskvinnslu hafi forganga í að bjóða í fisk sem seldur er óunninn úr landi svo tekin séu nokkur brýn dæmi. Því miður er það lenska í íslenskum stjórnmálum að ætla alltaf að finna upp hjólið í stað þess að skipta strax um þá hlekki í keðjunni sem ónýtar eru. Sporin hræða Sporin hræða um útkomu úr stórum nefndum um heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu þó markmiðin séu göfug þá eru þau vörðuð ótal pyttum og ekki miklar líkur á að hægt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað þarf til svo skapa megi meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið til framtíðar, nema að það yrði þá minnsti samnefnari sem litlu skipti eða eingöngu hækkun veiðigjalda og engin kerfisbreyting. Tíminn til aðgerða er skammur Tíminn er takmörkuð auðlind og brýnt er að nýta hann vel í þágu þeirra sem órétti eru beittir í ranglátu kvótakerfi sem er að festa sig enn betur í sessi eftir því sem árin líða. Tryggja þarf atvinnurétt og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna og koma í veg fyrir enn meiri samþjöppun í greininn og auðsöfnunn fárra. Tryggja þarf sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá og að greinin skili þjóðinni sanngjarnri rentu af sameiginlegri auðlind með sjálfbærri nýtingu að leiðarljósi. Varaþingmaður VG NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu. Stórir samráðshópar Ég fór í mikla þverpólitíska vinnu á síðasta kjörtímabili við að gera breytingar á strandveiðikerfinu ásamt ýmsum ráðstöfunum sem gögnuðust sjávarbygggðunum og minni útgerðum og hefði gjarnan viljað að haldið yrði áfram á þeirri braut. Ég þekki vel til vinnu í stórum samráðshópum um fiskveiðistjórnarkerfið eins og þeirri sem sett var á fót árin 2009 til 2012 þar sem útkoman var fjöldi sérálita og bókana og frumvarp sem endaði í skrúfunni í lok kjörtímabilsins. Hverjir vilja engu breyta Það eru ekki bara stórútgerðirnar sem vilja engar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu heldur eru það líka fjármálafyrirtækin sem setja stólinn fyrir dyrnar með veðsetningu í auðlindinni þetta vitum við sem höfum setið í slíkum nefndum og glímt við þessi mál á þingi. Ég hefði gjarnan viljað sjá að nýttar væru allar þær skýrslur og upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir með aðkoma allra flokka og ótal sérfræðinga og hafist yrði handa við að gera þær breytingar strax sem blasir við að gera þurfi. Hefjast handa á fyrirliggjandi upplýsingum Þar má nefna t.d. að koma útgerðum undir kvótaþakið og nýta og efla félagslega hluta kerfisins markvisst til þeirra sem því var ætlað að nýtast í upphafi ,taka á endurvigtun,brottkasti og kvótabraski/að þeir borgi veiðigjöld sem leigi frá sér kvóta og koma á leigupotti ríkisins fyrir kvótalitlar útgerðir eða kvótalausar og skylda hluta afla á uppboð á fiskmarkaði og að innlendar fiskvinnslu hafi forganga í að bjóða í fisk sem seldur er óunninn úr landi svo tekin séu nokkur brýn dæmi. Því miður er það lenska í íslenskum stjórnmálum að ætla alltaf að finna upp hjólið í stað þess að skipta strax um þá hlekki í keðjunni sem ónýtar eru. Sporin hræða Sporin hræða um útkomu úr stórum nefndum um heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu þó markmiðin séu göfug þá eru þau vörðuð ótal pyttum og ekki miklar líkur á að hægt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað þarf til svo skapa megi meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið til framtíðar, nema að það yrði þá minnsti samnefnari sem litlu skipti eða eingöngu hækkun veiðigjalda og engin kerfisbreyting. Tíminn til aðgerða er skammur Tíminn er takmörkuð auðlind og brýnt er að nýta hann vel í þágu þeirra sem órétti eru beittir í ranglátu kvótakerfi sem er að festa sig enn betur í sessi eftir því sem árin líða. Tryggja þarf atvinnurétt og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna og koma í veg fyrir enn meiri samþjöppun í greininn og auðsöfnunn fárra. Tryggja þarf sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá og að greinin skili þjóðinni sanngjarnri rentu af sameiginlegri auðlind með sjálfbærri nýtingu að leiðarljósi. Varaþingmaður VG NV kjördæmi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun