Ellefu nýjar verslanir og veitingastaðir opnaðir eftir nokkrar vikur Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2022 19:21 Her iðnaðarmanna leggur þessa dagana lokahönd á nýtt torg í miðborginni. Þar taka ellefu nýir veitingastaðir og verslanir til starfa eftir um fimm vikur. Allt frá því fyrir hrun þegar byrjað var að byggja Hörpu hefur miðborgin verið undirlögð byggingaframkvæmdum með tilheyrandi brölti, umferð stórra vöru- og steypubíla og þrengingum á umferð. Hér sést allt Hafnartorgið beggja meginn Geirsgötu þar sem er að verða til blandð hverfi íbúða, berslunar, veitinga og annarrar þjónustu í hjarta miðborgarinnar.Reginn Senn líður að því að þessum miklum byggingarframkvæmdum í miðborginni ljúki. Stór áfangi að því eru nýbyggingar við Bryggjugötu. Finnur Bogi Hannesson þróunarstjóri Hafnartorgs hjá Reginn segir að innan örfárra vikna verði opnað þar torg með veitingastöðum og verslunum sem verði aðgengilegar frá mörgum stöðum. Finnur Bogi Hannesson segir að eftir að nýja togið verði tilbúið verði til nýtt hverfi í miðborginni.Stöð 2/Sigurjón Við erum hér í miðjunni á þessu nýja verslunar- og veitingatorgi og þið ætlið að opna eftir nokkrar vikur. Þið eruð bjartsýnir? „Já, en samt bara raunhæfir myndi ég telja,“ segir Finnur Bogi en fréttamanni þykir mikið eiga eftir að gera á svæðinu. Hann segir flesta veitingastaðina verða eitthvað á undan verslununum en stefnt sé að því að öllu verði lokið fyrir mánaðamót. Hægt verði að ganga inn á torgið frá mörgum stöðum. „Þetta er eiginlega torg inni í húsi. Við erum með mjög gott aðgengi beint úr bílakjallara. Rúllustigi beint upp úr bílakjallara með ellefu hundruð stæði. Svo erum við með aðgengi beint frá Geirsgötu, Bryggjugötu og beint frá gestamóttökunni á Edition hótelinu,“ segir Finnur Bogi. Hafnartorg Gallery verður á jarðhæðum blá-merktu húsanna á myndinni.Reginn Meðal verslana í nýja hlutanum verði fyrsta North Face útivistarverslunin á Íslandi og stærsta verslun 66 gráða norður. Með Hafnartogi beggja megin Geirsgötu sé að verða til nýtt borgarhverfi þar sem menningin, verslun, veitingar og þjónusta sé allt á einum stað. Í kring um þessa miðju verða fjölbreyttir veitingastaðið og verslanir.Reginn „Með því að hafa fjölbreytileika, að aðilar geti unnið vel saman á svona svæði, er lykillinn teljum við. Og við erum að ná því núna,“ segir Finnur Bogi. Um þrjátíu verslanir og veitingastaðir verði á Hafnartorgi til samans. Stafræn myndlist mun fá að njóta sín á veitinga- og verslunartorginu.Reginn Til að allt þetta gangi upp dugar ekkert minna en her iðnaðarmanna sem í dag var við störf í öllum hornum. Hafnartorg norðan meginn Geirsgötu, séð niður Bryggjugötu.Reginn Þú ert að segja mér að í júlí geti ég labbað á þetta iðnaðarsvæði sem lítur út eins og það er í dag og hér verði allt sprell lifandi? „Já, það ætla ég svo sannarlega að vona. Alla vega verða einstakar verslanir opnaðar hérna eftir nokkrar vikur og allt svæðið eflaust í júlí,“ segir Finnur Bogi Hannesson. Reykjavík Veitingastaðir Verslun Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Allt frá því fyrir hrun þegar byrjað var að byggja Hörpu hefur miðborgin verið undirlögð byggingaframkvæmdum með tilheyrandi brölti, umferð stórra vöru- og steypubíla og þrengingum á umferð. Hér sést allt Hafnartorgið beggja meginn Geirsgötu þar sem er að verða til blandð hverfi íbúða, berslunar, veitinga og annarrar þjónustu í hjarta miðborgarinnar.Reginn Senn líður að því að þessum miklum byggingarframkvæmdum í miðborginni ljúki. Stór áfangi að því eru nýbyggingar við Bryggjugötu. Finnur Bogi Hannesson þróunarstjóri Hafnartorgs hjá Reginn segir að innan örfárra vikna verði opnað þar torg með veitingastöðum og verslunum sem verði aðgengilegar frá mörgum stöðum. Finnur Bogi Hannesson segir að eftir að nýja togið verði tilbúið verði til nýtt hverfi í miðborginni.Stöð 2/Sigurjón Við erum hér í miðjunni á þessu nýja verslunar- og veitingatorgi og þið ætlið að opna eftir nokkrar vikur. Þið eruð bjartsýnir? „Já, en samt bara raunhæfir myndi ég telja,“ segir Finnur Bogi en fréttamanni þykir mikið eiga eftir að gera á svæðinu. Hann segir flesta veitingastaðina verða eitthvað á undan verslununum en stefnt sé að því að öllu verði lokið fyrir mánaðamót. Hægt verði að ganga inn á torgið frá mörgum stöðum. „Þetta er eiginlega torg inni í húsi. Við erum með mjög gott aðgengi beint úr bílakjallara. Rúllustigi beint upp úr bílakjallara með ellefu hundruð stæði. Svo erum við með aðgengi beint frá Geirsgötu, Bryggjugötu og beint frá gestamóttökunni á Edition hótelinu,“ segir Finnur Bogi. Hafnartorg Gallery verður á jarðhæðum blá-merktu húsanna á myndinni.Reginn Meðal verslana í nýja hlutanum verði fyrsta North Face útivistarverslunin á Íslandi og stærsta verslun 66 gráða norður. Með Hafnartogi beggja megin Geirsgötu sé að verða til nýtt borgarhverfi þar sem menningin, verslun, veitingar og þjónusta sé allt á einum stað. Í kring um þessa miðju verða fjölbreyttir veitingastaðið og verslanir.Reginn „Með því að hafa fjölbreytileika, að aðilar geti unnið vel saman á svona svæði, er lykillinn teljum við. Og við erum að ná því núna,“ segir Finnur Bogi. Um þrjátíu verslanir og veitingastaðir verði á Hafnartorgi til samans. Stafræn myndlist mun fá að njóta sín á veitinga- og verslunartorginu.Reginn Til að allt þetta gangi upp dugar ekkert minna en her iðnaðarmanna sem í dag var við störf í öllum hornum. Hafnartorg norðan meginn Geirsgötu, séð niður Bryggjugötu.Reginn Þú ert að segja mér að í júlí geti ég labbað á þetta iðnaðarsvæði sem lítur út eins og það er í dag og hér verði allt sprell lifandi? „Já, það ætla ég svo sannarlega að vona. Alla vega verða einstakar verslanir opnaðar hérna eftir nokkrar vikur og allt svæðið eflaust í júlí,“ segir Finnur Bogi Hannesson.
Reykjavík Veitingastaðir Verslun Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira