Tvíburasystur dúxuðu með nákvæmlega sömu meðaleinkunn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2022 21:07 Þær systur hafa hjálpast að með námið. Það skilaði sér í meðaleinkunn upp á 9,32, hjá þeim báðum. Vísir/Vésteinn Tvíburasystur sem dúxuðu menntaskóla með sömu lokaeinkunn, upp á kommu, segja dýrmætt að eiga lærdómsfélaga í gegnum skólagönguna. Þrátt fyrir að hafa hjálpast að með námið var keppnisskapið aldrei langt undan. Tvíburasysturnar Ásrún Adda og Þóra Kristín útskrifuðust í gær frá Menntaskóla Borgarfjarðar, með besta námsárángur útskriftarnema skólans í ár. Þær voru með sömu meðaleinkunn, upp á kommu, níu komma þrjátíu og tvo. Voruð þið í einhverri keppni, um hvor ykkar yrði með hærri meðaleinkunn og taka dúxinn? „Ekki endilega, en það alltaf á milli systra hvor verður hærri og eitthvað svoleiðis,“ segir Þóra. Þeim systrum kom nokkuð á óvart að hafa verið með sömu einkunn, en þær fengu ekki að vita lokaeinkunnir sínar fyrr en á útskriftarathöfninni. Þar var nafn Ásrúnar lesið upp á undan Þóru. Voruð þið þá farnar að hugsa að önnur ykkar myndi taka þetta og hin ekki? „Já þá vorum við farnar að hugsa að ég væri búin að vinna þetta og Þóra ekki, en svo þegar hún fékk sína einkunn þá kom þetta mjög á óvart,“ segir Ásrún. Hjálpin er aldrei langt undan Þær systur segja lítinn sem engan mun hafa verið á einkunnaspjöldum þeirra og eru ekki í vafa um hver lykillinn að námsárangri sé. „Við höfum alltaf sagt það að við skiljum ekki hvernig fólk getur lært án þess að vera með einhvern annan hjá sér. Við höfum alltaf verið tvær að læra saman, og það hjálpar mjög mikið. Það að geta talað saman og ef einhver veit ekki neitt þá getum við spurt hvor aðra. Það er eitt af því sem er lykillinn, og bara að vinna reglulega,“ segir Þóra. „Og gera verkefnin bara eins vel og maður getur,“ segir Ásrún. Framtíðin er alls óráðin hjá Ásrúnu og Þóru. Þær stefna á að hefja vinnu í haust, og ætla að sjá til hvert framtíðin leiðir þær eftir áramót. Skóla - og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Borgarbyggð Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Tvíburasysturnar Ásrún Adda og Þóra Kristín útskrifuðust í gær frá Menntaskóla Borgarfjarðar, með besta námsárángur útskriftarnema skólans í ár. Þær voru með sömu meðaleinkunn, upp á kommu, níu komma þrjátíu og tvo. Voruð þið í einhverri keppni, um hvor ykkar yrði með hærri meðaleinkunn og taka dúxinn? „Ekki endilega, en það alltaf á milli systra hvor verður hærri og eitthvað svoleiðis,“ segir Þóra. Þeim systrum kom nokkuð á óvart að hafa verið með sömu einkunn, en þær fengu ekki að vita lokaeinkunnir sínar fyrr en á útskriftarathöfninni. Þar var nafn Ásrúnar lesið upp á undan Þóru. Voruð þið þá farnar að hugsa að önnur ykkar myndi taka þetta og hin ekki? „Já þá vorum við farnar að hugsa að ég væri búin að vinna þetta og Þóra ekki, en svo þegar hún fékk sína einkunn þá kom þetta mjög á óvart,“ segir Ásrún. Hjálpin er aldrei langt undan Þær systur segja lítinn sem engan mun hafa verið á einkunnaspjöldum þeirra og eru ekki í vafa um hver lykillinn að námsárangri sé. „Við höfum alltaf sagt það að við skiljum ekki hvernig fólk getur lært án þess að vera með einhvern annan hjá sér. Við höfum alltaf verið tvær að læra saman, og það hjálpar mjög mikið. Það að geta talað saman og ef einhver veit ekki neitt þá getum við spurt hvor aðra. Það er eitt af því sem er lykillinn, og bara að vinna reglulega,“ segir Þóra. „Og gera verkefnin bara eins vel og maður getur,“ segir Ásrún. Framtíðin er alls óráðin hjá Ásrúnu og Þóru. Þær stefna á að hefja vinnu í haust, og ætla að sjá til hvert framtíðin leiðir þær eftir áramót.
Skóla - og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Borgarbyggð Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira