Innlent

Eftirför í Hafnarfirði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögregla handtók manninn og er hann grunaður um ölvunarakstur.
Lögregla handtók manninn og er hann grunaður um ölvunarakstur. Vísir/Vilhelm

Um hádegisbilið í dag var tilkynnt um árekstur í Hafnarfirði og hafði sökudólgurinn stungið af á ökutæki sínu. Lögreglan gat staðsett bifreiðina og gaf manninum merki um að stöðva akstur en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Við það hófst eftirför þar sem maðurinn ók meðal annars gegn rauðu ljósi, rásaði milli akreina og ók á öfugum vegarhelming. Lögregla náði að lokum að stöðva akstur mannsins og var hann handtekinn. Hann er grunaður um ölvunarakstur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Veitingastaður í Reykjavík óskaði eftir aðstoð vegna einstaklings sem hafði pantað mat og drykk fyrir tæpar tíu þúsund krónur en neitaði að greiða reikninginn.

Þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við fjölbýlishús í miðbænum í dag. Þegar lögregla kom á staðinn hafði verið brotist inn í húsið og komst þjófurinn í burtu með muni úr húsinu. Ekki kemur fram hvort maðurinn sé fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×