Sætta sig ekki við tap formanns Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 24. maí 2022 13:31 Nú er ljóst hver býður sig fram í stjórn Félags grunnskólakennara (FG). Augljóst er að hluti framboðanna er sett fram til höfuðs nýkjörnum formanni félagsins. Ákveðnir aðilar sem hafa setið í stjórn undanfarin ár eru tilbúir að vinna félaginu mein og ekki síður væntanlegum formanni. Peningar og kennarastéttin Greiðslufyrirkomulagi til stjórnar var breytt. Undanfarin ár hafa stjórnarmenn fengið hærri greiðslur en ella. Hafa unnið sér í haginn. Árið 2017 fengu stjórnarmenn 1.125.000 krónur í árslaun, árið 2018 var upphæðin 2. 048.000 krónur. Fyrir 2020 voru launagreiðslur stjórnarmanna 1.760.000 krónur. Árið 2021 ekki komið á blað. Eru hækkanir í takt við launahækkanir kennara? Greiðslur vegna samninga- og viðræðunefndar voru líka hækkaðar en vert er að vekja athygli á að stjórnarmenn sitja líka í samninganefnd. Einstaklingar sem sitja í þessum nefndum verða ekki fyrir tekjutapi því vinnuveitandi borgar laun þeirra eins og þeir væru við kennslu. Formaður félagsins er á fastlaunasamningi, há laun allt árið öll árin til að vega upp á móti álagsvinnu m.a. við samningavinnu. Formaður Kennarafélags Reykjavíkur (KFR) sem sat í viðræðunefnd er í 50% starfi hjá Félagi grunnskólakennara og 50% í kennslu. Heyrst hefur að formaðurinn fái viðbótargreiðslu fyrir einhver störf hjá Félagi grunnskólakennara. Samkvæmt ársreikningi félagsins voru launagreiðslur viðræðu- og samninganefndar 13 og hálf milljón. Rúm milljón á mánuði. Árið áður fóru tæpar 6 milljónir í sama lið. Fer ekki hátt enda þeirra vasar. Formaður Kennarafélags Reykjavíkur hefur grætt á fyrirkomulaginu, hann var í viðræðunefnd. Sjálftaka, það má spyrja sig. Kennarasamband Íslands gaf út reglur um greiðslufyrirkomulag fyrir nefndarstörf þannig að öll félög innan sambandsins hefðu sama fyrirkomulag. Virt að vettugi. Ekki allt uppi á borði Margt skrýtið hefur gengið á í núverandi stjórn sem hinn almenni félagsmaður hefur ekki hugmynd um. Ekki allt jafngott. Enginn hefur opinberað það. Hluti stjórnarmanna FG vill grunnskólakennara út úr Kennarasambandi Íslands. Það vita flestir sem hafa fylgst eitthvað með. Hafa félagsmenn verið spurðir, ekki svo ég viti. Sama stjórnarfólk gefur kost á sér til að vinna áframhaldandi vinnu m.a. að koma grunnskólakennurum út úr sambandinu. Unnið var að málinu á síðasta ársfundi félagsins og þótti nokkrum fundarmönnum skrýtið að umræða færi ekki fram um málið. Unnið í nefnd sem valdir einstaklingar sátu í. Slæm vinnubrögð, spyrjið ykkur að því kennarar. Fallegt á yfirborðinu Formaður Kennarafélags Reykjavíkur hefur lagst á sveif með félagsskapnum sem ætlar að sitja í stjórnarandstöðu næstu árin, svo ég noti orð stjórnarmanns. Málflutningur formannsins í kynningu sinni til stjórnar er ótrúverðugur með öllu. Hann er langt frá því að vera hæfur í samskiptum. Hann skilar illa af sér aðalfundi. Hann kallar stjórnarmenn annarra svæðadeilda nornir, því þeir búkka sig ekki og beygja eins og aðrir vilja. Hann vill ekki ræða reikninga KFR á aðalfundi. Kennarar í Reykjavík bíða eftir svari stjórnar KFR um hvernig styrk Reykjavíkurborgar upp á nokkrar milljónir var ráðstafað. Þeir hafa áhyggjur af að formaðurinn hafi fengið meirihlutann í vasann falið á bak við nefndagreiðslur og fundi. Kennarar í borginni nutu ekki eins og borgin ætlaði sér með peningunum. Formaður KFR er vinur fráfarandi formanns eins og hluti þeirra sem bjóða sig fram. Hann var dæmdur fyrir skattsvik og hluti stjórnarmanna FG, sem nú bjóða sig fram, meðvirkir og tóku ekki á málinu. Rétt eins og einelti fráfarandi formanns. Dyggð að þegja sagði öldungur þeirra sem bjóða sig fram. Andstætt vinnubrögðum kennara. Sjúkdómur að þjóna æskunni Einn stjórnarmaður telur konur í kennarastéttinni líða af sjúkdómi sem felst í að þjóna æskunni. Sagt í samhengi við stöðu stráka í skólakerfinu. Skoða ætti hærri laun fyrir karlkennara því þeir ná betur til stráka en konur. Verðugur stjórnar- og samningamaður? Spyrjið ykkur að því kennara. Sami einstaklingur ásakar stjórnarmenn svæðisdeildar að vera einkaklúbbur af því hann hafði ekki erindi sem erfiði á aðalfundi þegar hann kom með óréttmæta gagnrýni. Félagsmenn vísuðu gagnrýni hans á bug. Hann kunni því illa. Stjórnarandstaða Elsti einstaklingurinn sem býður sig fram hættir eftir 2 ár, þá 70 ára. Yfirgefur stjórn og vonar sennilega að hafa sprengt hana í tæka tíð. Hann sagði á snjáldursíðu að komandi formaður væri í stjórnarandstöðu. Verðandi formaður félagsins hefur spurt gagnrýnna spurninga um framkvæmd ýmissa ákvarðana sem teknar hafa verið s.l. fjögur ár. Stjórn FG hefur ekki alltaf farið að félagslögum og reglum og við það hefur formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra gert athugasemd. Meðal annars var gerð athugasemd við að aðafundi félagsins væri frestað um hálft ár að tilefnislausu. Enn hefur dagsetning á fundinn ekki litið dagsins ljós. Slík gagnrýni kemur við kaunin á fólki. Tilgangur með framboði, spyrjið ykkur að því. Ósætti að óþörfu Eitt af því sem hluti stjórnarmanna hefur gert undanfarin ár er að búa til gjá milli grunnskólakennara og stjórnenda, rétt eins og þeir séu fornir fjendur. Svo á ekki að vera. Stéttirnar eiga að ganga hönd í hönd því þeir vinna að sama verkefni, gera skólakerfið betra. Kennarar hljóta að gera kröfu á stjórn FG að hún gangi sáttaveginn í stað þess að mynda gjá. Hvorki stjórnendur né kennarar hagnast á óvild í garð hvors annars, jafnvel þó málefnalegur ágreiningur sé um ýmsa þætti. Munið að kjósa Kosið verður í stjórn Félags grunnskólakennara næstu daga og opnar fyrir kosningu þriðjudaginn 24. maí kl. 14:00. Kosið á Mínum síðum, rafrænar kosningar. Það ríður á að fólk sem vill vinna með komandi formanni komist í trúnaðarstörfin. Ef ekki mun stríðsástand ríkja sem bitnar á hinum almenna félagsmanni. Afleitt fyrir stéttina og baráttu grunnskólakennara sem á nú þegar undir högg að sækja. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Stéttarfélög Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Nú er ljóst hver býður sig fram í stjórn Félags grunnskólakennara (FG). Augljóst er að hluti framboðanna er sett fram til höfuðs nýkjörnum formanni félagsins. Ákveðnir aðilar sem hafa setið í stjórn undanfarin ár eru tilbúir að vinna félaginu mein og ekki síður væntanlegum formanni. Peningar og kennarastéttin Greiðslufyrirkomulagi til stjórnar var breytt. Undanfarin ár hafa stjórnarmenn fengið hærri greiðslur en ella. Hafa unnið sér í haginn. Árið 2017 fengu stjórnarmenn 1.125.000 krónur í árslaun, árið 2018 var upphæðin 2. 048.000 krónur. Fyrir 2020 voru launagreiðslur stjórnarmanna 1.760.000 krónur. Árið 2021 ekki komið á blað. Eru hækkanir í takt við launahækkanir kennara? Greiðslur vegna samninga- og viðræðunefndar voru líka hækkaðar en vert er að vekja athygli á að stjórnarmenn sitja líka í samninganefnd. Einstaklingar sem sitja í þessum nefndum verða ekki fyrir tekjutapi því vinnuveitandi borgar laun þeirra eins og þeir væru við kennslu. Formaður félagsins er á fastlaunasamningi, há laun allt árið öll árin til að vega upp á móti álagsvinnu m.a. við samningavinnu. Formaður Kennarafélags Reykjavíkur (KFR) sem sat í viðræðunefnd er í 50% starfi hjá Félagi grunnskólakennara og 50% í kennslu. Heyrst hefur að formaðurinn fái viðbótargreiðslu fyrir einhver störf hjá Félagi grunnskólakennara. Samkvæmt ársreikningi félagsins voru launagreiðslur viðræðu- og samninganefndar 13 og hálf milljón. Rúm milljón á mánuði. Árið áður fóru tæpar 6 milljónir í sama lið. Fer ekki hátt enda þeirra vasar. Formaður Kennarafélags Reykjavíkur hefur grætt á fyrirkomulaginu, hann var í viðræðunefnd. Sjálftaka, það má spyrja sig. Kennarasamband Íslands gaf út reglur um greiðslufyrirkomulag fyrir nefndarstörf þannig að öll félög innan sambandsins hefðu sama fyrirkomulag. Virt að vettugi. Ekki allt uppi á borði Margt skrýtið hefur gengið á í núverandi stjórn sem hinn almenni félagsmaður hefur ekki hugmynd um. Ekki allt jafngott. Enginn hefur opinberað það. Hluti stjórnarmanna FG vill grunnskólakennara út úr Kennarasambandi Íslands. Það vita flestir sem hafa fylgst eitthvað með. Hafa félagsmenn verið spurðir, ekki svo ég viti. Sama stjórnarfólk gefur kost á sér til að vinna áframhaldandi vinnu m.a. að koma grunnskólakennurum út úr sambandinu. Unnið var að málinu á síðasta ársfundi félagsins og þótti nokkrum fundarmönnum skrýtið að umræða færi ekki fram um málið. Unnið í nefnd sem valdir einstaklingar sátu í. Slæm vinnubrögð, spyrjið ykkur að því kennarar. Fallegt á yfirborðinu Formaður Kennarafélags Reykjavíkur hefur lagst á sveif með félagsskapnum sem ætlar að sitja í stjórnarandstöðu næstu árin, svo ég noti orð stjórnarmanns. Málflutningur formannsins í kynningu sinni til stjórnar er ótrúverðugur með öllu. Hann er langt frá því að vera hæfur í samskiptum. Hann skilar illa af sér aðalfundi. Hann kallar stjórnarmenn annarra svæðadeilda nornir, því þeir búkka sig ekki og beygja eins og aðrir vilja. Hann vill ekki ræða reikninga KFR á aðalfundi. Kennarar í Reykjavík bíða eftir svari stjórnar KFR um hvernig styrk Reykjavíkurborgar upp á nokkrar milljónir var ráðstafað. Þeir hafa áhyggjur af að formaðurinn hafi fengið meirihlutann í vasann falið á bak við nefndagreiðslur og fundi. Kennarar í borginni nutu ekki eins og borgin ætlaði sér með peningunum. Formaður KFR er vinur fráfarandi formanns eins og hluti þeirra sem bjóða sig fram. Hann var dæmdur fyrir skattsvik og hluti stjórnarmanna FG, sem nú bjóða sig fram, meðvirkir og tóku ekki á málinu. Rétt eins og einelti fráfarandi formanns. Dyggð að þegja sagði öldungur þeirra sem bjóða sig fram. Andstætt vinnubrögðum kennara. Sjúkdómur að þjóna æskunni Einn stjórnarmaður telur konur í kennarastéttinni líða af sjúkdómi sem felst í að þjóna æskunni. Sagt í samhengi við stöðu stráka í skólakerfinu. Skoða ætti hærri laun fyrir karlkennara því þeir ná betur til stráka en konur. Verðugur stjórnar- og samningamaður? Spyrjið ykkur að því kennara. Sami einstaklingur ásakar stjórnarmenn svæðisdeildar að vera einkaklúbbur af því hann hafði ekki erindi sem erfiði á aðalfundi þegar hann kom með óréttmæta gagnrýni. Félagsmenn vísuðu gagnrýni hans á bug. Hann kunni því illa. Stjórnarandstaða Elsti einstaklingurinn sem býður sig fram hættir eftir 2 ár, þá 70 ára. Yfirgefur stjórn og vonar sennilega að hafa sprengt hana í tæka tíð. Hann sagði á snjáldursíðu að komandi formaður væri í stjórnarandstöðu. Verðandi formaður félagsins hefur spurt gagnrýnna spurninga um framkvæmd ýmissa ákvarðana sem teknar hafa verið s.l. fjögur ár. Stjórn FG hefur ekki alltaf farið að félagslögum og reglum og við það hefur formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra gert athugasemd. Meðal annars var gerð athugasemd við að aðafundi félagsins væri frestað um hálft ár að tilefnislausu. Enn hefur dagsetning á fundinn ekki litið dagsins ljós. Slík gagnrýni kemur við kaunin á fólki. Tilgangur með framboði, spyrjið ykkur að því. Ósætti að óþörfu Eitt af því sem hluti stjórnarmanna hefur gert undanfarin ár er að búa til gjá milli grunnskólakennara og stjórnenda, rétt eins og þeir séu fornir fjendur. Svo á ekki að vera. Stéttirnar eiga að ganga hönd í hönd því þeir vinna að sama verkefni, gera skólakerfið betra. Kennarar hljóta að gera kröfu á stjórn FG að hún gangi sáttaveginn í stað þess að mynda gjá. Hvorki stjórnendur né kennarar hagnast á óvild í garð hvors annars, jafnvel þó málefnalegur ágreiningur sé um ýmsa þætti. Munið að kjósa Kosið verður í stjórn Félags grunnskólakennara næstu daga og opnar fyrir kosningu þriðjudaginn 24. maí kl. 14:00. Kosið á Mínum síðum, rafrænar kosningar. Það ríður á að fólk sem vill vinna með komandi formanni komist í trúnaðarstörfin. Ef ekki mun stríðsástand ríkja sem bitnar á hinum almenna félagsmanni. Afleitt fyrir stéttina og baráttu grunnskólakennara sem á nú þegar undir högg að sækja. Höfundur er grunnskólakennari.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun