Fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. maí 2022 13:57 Hressileg fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala var tekin í dag. Nýr Landspítali/Eva Björk Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju bílastæða– og tæknihúsi nýs Landspítala, ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þórana Elín Dietz frá HÍ einnig skóflustungu að húsinu. Nýtt bílastæða- og tæknihús hins nýja Landspítala verður um 19 þúsund fermetrar að stærð með um 500 bílastæði og 200 hjólastæði. Í húsinu verða þar að auki 200 bílastæði í bílakjallara við meðferðarkjarnann fyrir sjúklinga og aðstandendur. Þá liggja einnig fyrir áfrom um byggingu bílakjallara undir Sóleyjartorgi, sambærilegum bílakjallara Hörpunnar, sem er ætlað sama tilgangi. Í fréttatilkynningu er tekið fram að tæknihluti hússins sé afar mikilvægur en þar verði tæknirými fyrir varaaflsvélar Landspítalans þannig að tryggt sé að rafmagn verði til staðar á öllu svæðinu ef truflanir verða á afhendingu rafmagns. Það sama gildir um búnað fyrir varakyndingu ef skortur verður á heitu vatni. Húsið mun þar að auki hýsa kælikerfi spítalans og loftræstikerfi. Teikning af nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala.Nýr Landspítali Góður skriður á verkefni um nýjan Landspítala „Það er ánægjulegt að enn bætast við byggingar sem eru á framkvæmdastigi hér í þessari mikilvægu uppbyggingu við nýjan Landspítala. Vel hefur tekist til hér við framkvæmdir á svæðinu og bílastæða – og tæknihúsið er áfangi á þessari vegferð að nýjar byggingar hér á svæðinu myndi eina heild,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, tekur í sama streng: „Það er ánægjulegt að sjá hversu góður skriður hefur verið á verkefninu um nýjan Landspítala. Við fögnum hverjum áfanga, stórum sem smáum, á þessari vegferð því takmarkið færist nær. Bílastæða- og tæknihúsið er mikilvægur hlekkur í þessu stóra verkefni“. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók fyrstu skóflustungu að nýja húsinu.Nýr Landspítali/Eva Björk Eitt af mörgum mikilvægum skrefum Varðandi útboð á verkefninu segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdarstjóri Nýs Landspítala, að eftir alútboð hafi verið samið við byggingarverktakann Eykt um bæði hönnun og verkframkvæmd. „Jarðvinnu á rannsóknahúsinu er lokið og nú strax hefst nýr áfangi við jarðvinnu á bílastæða– og tæknihúsinu. Dagurinn í dag eitt af mörgum mikilvægum skrefum í hraðri uppbyggingu hér við Hringbraut“. Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar ehf., segir Eykt þekkja vel til Hringbrautarverkefnisins: “Við erum núna að steypa upp meðferðarkjarnann, þar er allt á fullri ferð. Samstarfið gengur vel við Nýja Landspítalann og húsið sem nú fer af stað er enn ein ný áskorun”. Rauða örin sýnir væntanlega staðsetningu nýs bílastæða- og tæknihúss.Nýr Landspítali/Eva Björk Bílastæði Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Sjá meira
Nýtt bílastæða- og tæknihús hins nýja Landspítala verður um 19 þúsund fermetrar að stærð með um 500 bílastæði og 200 hjólastæði. Í húsinu verða þar að auki 200 bílastæði í bílakjallara við meðferðarkjarnann fyrir sjúklinga og aðstandendur. Þá liggja einnig fyrir áfrom um byggingu bílakjallara undir Sóleyjartorgi, sambærilegum bílakjallara Hörpunnar, sem er ætlað sama tilgangi. Í fréttatilkynningu er tekið fram að tæknihluti hússins sé afar mikilvægur en þar verði tæknirými fyrir varaaflsvélar Landspítalans þannig að tryggt sé að rafmagn verði til staðar á öllu svæðinu ef truflanir verða á afhendingu rafmagns. Það sama gildir um búnað fyrir varakyndingu ef skortur verður á heitu vatni. Húsið mun þar að auki hýsa kælikerfi spítalans og loftræstikerfi. Teikning af nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala.Nýr Landspítali Góður skriður á verkefni um nýjan Landspítala „Það er ánægjulegt að enn bætast við byggingar sem eru á framkvæmdastigi hér í þessari mikilvægu uppbyggingu við nýjan Landspítala. Vel hefur tekist til hér við framkvæmdir á svæðinu og bílastæða – og tæknihúsið er áfangi á þessari vegferð að nýjar byggingar hér á svæðinu myndi eina heild,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, tekur í sama streng: „Það er ánægjulegt að sjá hversu góður skriður hefur verið á verkefninu um nýjan Landspítala. Við fögnum hverjum áfanga, stórum sem smáum, á þessari vegferð því takmarkið færist nær. Bílastæða- og tæknihúsið er mikilvægur hlekkur í þessu stóra verkefni“. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók fyrstu skóflustungu að nýja húsinu.Nýr Landspítali/Eva Björk Eitt af mörgum mikilvægum skrefum Varðandi útboð á verkefninu segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdarstjóri Nýs Landspítala, að eftir alútboð hafi verið samið við byggingarverktakann Eykt um bæði hönnun og verkframkvæmd. „Jarðvinnu á rannsóknahúsinu er lokið og nú strax hefst nýr áfangi við jarðvinnu á bílastæða– og tæknihúsinu. Dagurinn í dag eitt af mörgum mikilvægum skrefum í hraðri uppbyggingu hér við Hringbraut“. Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar ehf., segir Eykt þekkja vel til Hringbrautarverkefnisins: “Við erum núna að steypa upp meðferðarkjarnann, þar er allt á fullri ferð. Samstarfið gengur vel við Nýja Landspítalann og húsið sem nú fer af stað er enn ein ný áskorun”. Rauða örin sýnir væntanlega staðsetningu nýs bílastæða- og tæknihúss.Nýr Landspítali/Eva Björk
Bílastæði Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent