„Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2022 20:01 Orri Vignir Hlöðversson oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Á morgun kemur líklega í ljós hvort formlegar meirihlutaviðræður geti hafist milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Tilkall Sjálfstæðismanna til bæjarstjórastólsins geti haft áhrif á viðræður. Formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefjast í seinni hluta vikunnar á milli Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar. Viðræðurnar gætu leitt til þess að yfir tuttugu ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ líði undir lok. Ef flokkunum fjórum tekst að mynda meirihluta er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta þar sem Vinstri græn náðu ekki inn manni á laugardaginn Oddviti Framsóknarflokksins segist hafa trú á því að meirihlutaviðræður muni ganga vel, en útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk. „Sjálfstæðisflokkurinn situr þarna eftir. Við ákváðum að byrja á þessum og vonandi gengur það bara vel og ég hef ekki trú á öðru en ef svo fer þá auðvitað útilokum við ekki neitt. Við verðum að ná meirihluta,“ sagði Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ. Framsóknarflokkur fór úr engum manni í fjóra. Halla metur það sem svo að niðurstaða kosninganna gefi það skýrt til kynna að kjósendur vilji breytingar. Líkt og greint hefur verið frá fara nú fram óformlegar viðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. „Við erum fyrst og fremst að fara yfir stefnuskrár og málefnaskrár okkar beggja megin. Síðan förum við meira út í strúktúrínn á væntu sambandi og strúktúrinn á viðræðunum í dag og vonandi verður komin niðurstaða í það á morgun hvort við treystum okkur í formlegar viðræður en þessi samtöl ganga ágætlega,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi. Nú hefur Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi verð mjög skýr um að hún vilji bæjarstjórastólinn, hefur það áhrif á viðræður? „Já þetta hefur allt áhrif. Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi sem menn og konur þurfa að koma sér saman um í svona viðræðum. Ég hef sagt að það hafi ekki verið sjálfstætt markmið með mínu framboði að ásælast bæjarstjórasólinn, hins vegar er ég mjög meðvitaður um að ég er hæfur í það. Komi ég til greina í hann mun ég að sjálfsögðu íhuga það mjög vandlega,“ sagði Orri. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefjast í seinni hluta vikunnar á milli Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar. Viðræðurnar gætu leitt til þess að yfir tuttugu ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ líði undir lok. Ef flokkunum fjórum tekst að mynda meirihluta er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta þar sem Vinstri græn náðu ekki inn manni á laugardaginn Oddviti Framsóknarflokksins segist hafa trú á því að meirihlutaviðræður muni ganga vel, en útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk. „Sjálfstæðisflokkurinn situr þarna eftir. Við ákváðum að byrja á þessum og vonandi gengur það bara vel og ég hef ekki trú á öðru en ef svo fer þá auðvitað útilokum við ekki neitt. Við verðum að ná meirihluta,“ sagði Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ. Framsóknarflokkur fór úr engum manni í fjóra. Halla metur það sem svo að niðurstaða kosninganna gefi það skýrt til kynna að kjósendur vilji breytingar. Líkt og greint hefur verið frá fara nú fram óformlegar viðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. „Við erum fyrst og fremst að fara yfir stefnuskrár og málefnaskrár okkar beggja megin. Síðan förum við meira út í strúktúrínn á væntu sambandi og strúktúrinn á viðræðunum í dag og vonandi verður komin niðurstaða í það á morgun hvort við treystum okkur í formlegar viðræður en þessi samtöl ganga ágætlega,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi. Nú hefur Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi verð mjög skýr um að hún vilji bæjarstjórastólinn, hefur það áhrif á viðræður? „Já þetta hefur allt áhrif. Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi sem menn og konur þurfa að koma sér saman um í svona viðræðum. Ég hef sagt að það hafi ekki verið sjálfstætt markmið með mínu framboði að ásælast bæjarstjórasólinn, hins vegar er ég mjög meðvitaður um að ég er hæfur í það. Komi ég til greina í hann mun ég að sjálfsögðu íhuga það mjög vandlega,“ sagði Orri.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira