„Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2022 20:01 Orri Vignir Hlöðversson oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Á morgun kemur líklega í ljós hvort formlegar meirihlutaviðræður geti hafist milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Tilkall Sjálfstæðismanna til bæjarstjórastólsins geti haft áhrif á viðræður. Formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefjast í seinni hluta vikunnar á milli Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar. Viðræðurnar gætu leitt til þess að yfir tuttugu ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ líði undir lok. Ef flokkunum fjórum tekst að mynda meirihluta er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta þar sem Vinstri græn náðu ekki inn manni á laugardaginn Oddviti Framsóknarflokksins segist hafa trú á því að meirihlutaviðræður muni ganga vel, en útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk. „Sjálfstæðisflokkurinn situr þarna eftir. Við ákváðum að byrja á þessum og vonandi gengur það bara vel og ég hef ekki trú á öðru en ef svo fer þá auðvitað útilokum við ekki neitt. Við verðum að ná meirihluta,“ sagði Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ. Framsóknarflokkur fór úr engum manni í fjóra. Halla metur það sem svo að niðurstaða kosninganna gefi það skýrt til kynna að kjósendur vilji breytingar. Líkt og greint hefur verið frá fara nú fram óformlegar viðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. „Við erum fyrst og fremst að fara yfir stefnuskrár og málefnaskrár okkar beggja megin. Síðan förum við meira út í strúktúrínn á væntu sambandi og strúktúrinn á viðræðunum í dag og vonandi verður komin niðurstaða í það á morgun hvort við treystum okkur í formlegar viðræður en þessi samtöl ganga ágætlega,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi. Nú hefur Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi verð mjög skýr um að hún vilji bæjarstjórastólinn, hefur það áhrif á viðræður? „Já þetta hefur allt áhrif. Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi sem menn og konur þurfa að koma sér saman um í svona viðræðum. Ég hef sagt að það hafi ekki verið sjálfstætt markmið með mínu framboði að ásælast bæjarstjórasólinn, hins vegar er ég mjög meðvitaður um að ég er hæfur í það. Komi ég til greina í hann mun ég að sjálfsögðu íhuga það mjög vandlega,“ sagði Orri. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Sjá meira
Formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefjast í seinni hluta vikunnar á milli Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar. Viðræðurnar gætu leitt til þess að yfir tuttugu ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ líði undir lok. Ef flokkunum fjórum tekst að mynda meirihluta er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta þar sem Vinstri græn náðu ekki inn manni á laugardaginn Oddviti Framsóknarflokksins segist hafa trú á því að meirihlutaviðræður muni ganga vel, en útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk. „Sjálfstæðisflokkurinn situr þarna eftir. Við ákváðum að byrja á þessum og vonandi gengur það bara vel og ég hef ekki trú á öðru en ef svo fer þá auðvitað útilokum við ekki neitt. Við verðum að ná meirihluta,“ sagði Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ. Framsóknarflokkur fór úr engum manni í fjóra. Halla metur það sem svo að niðurstaða kosninganna gefi það skýrt til kynna að kjósendur vilji breytingar. Líkt og greint hefur verið frá fara nú fram óformlegar viðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. „Við erum fyrst og fremst að fara yfir stefnuskrár og málefnaskrár okkar beggja megin. Síðan förum við meira út í strúktúrínn á væntu sambandi og strúktúrinn á viðræðunum í dag og vonandi verður komin niðurstaða í það á morgun hvort við treystum okkur í formlegar viðræður en þessi samtöl ganga ágætlega,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi. Nú hefur Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi verð mjög skýr um að hún vilji bæjarstjórastólinn, hefur það áhrif á viðræður? „Já þetta hefur allt áhrif. Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi sem menn og konur þurfa að koma sér saman um í svona viðræðum. Ég hef sagt að það hafi ekki verið sjálfstætt markmið með mínu framboði að ásælast bæjarstjórasólinn, hins vegar er ég mjög meðvitaður um að ég er hæfur í það. Komi ég til greina í hann mun ég að sjálfsögðu íhuga það mjög vandlega,“ sagði Orri.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Sjá meira