Hluti af vandanum eða hluti af lausninni? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 17. maí 2022 16:00 Í gær flutti dómsmálaráðherra frumvarp sitt um útlendingamál á Alþingi. Við erum flest meðvituð um að tugir milljónir manna eru á flótta í heiminum í dag. Myndin er enn skýrari nú þegar stríð er hafið í Úkraínu og milljónir manna eru á flótta þaðan. En þrátt fyrir að vita að flótti frá heimalandi sé veruleiki tugmilljóna eru það samt alltaf sögurnar af einstaklingum sem snerta okkur mest. Sögur af fólki Í umræðum um þetta mál á þinginu í gær nefndi ég sögu sem hreyfði mikið við mér á sínum tíma. Sögu sem segir af stefnu Íslands gagnvart fólki á flótta. Það var saga af sýrlenskri konu sem vann í leikskólanum Vinagarði. Sagan situr í mér af þeirri einföldu ástæðu að dóttir mín var einu sinni í þessum frábæra leikskóla. Konurnar sem þar störfuðu eiga stað í hjarta mínu eftir þau góðu ár. Í fréttum kom fram að konan vann í leikskólanum í hálft ár. Maríu Sighvatsdóttur aðstoðarleikskólastjóri hafði þetta um konuna að segja: „Hún hefur ofboðslega góða nærveru, er áhugasöm og lagði sig mikið fram við að kynnast starfinu. Það var gott að vinna með henni, ég lærði mjög margt af henni. Hún kenndi börnunum og lærði svo af okkur og þeim líka. Þannig að allir græddu á vinnu hennar hér. Hennar er virkilega sárt saknað.“ Konunni var vísað til Grikklands vegna þess að hún hafði hlotið alþjóðlega vernd þar. Íslensk yfirvöld höfnuðu því að taka mál hennar til efnismeðferðar þar sem Grikkland er sagt öruggt ríki fyrir flóttamenn. Við vitum að ég held öll að þar beið hennar þó ekkert sérstakt skjól. Ég spurði dómsmálaráðherra þess vegna í gær hvort það væri rétt að með þessu frumvarpi væri verið að boða framhald á því að fólk sem hefur fengið alþjóðlega vernd á stöðum eins og í Grikklandi verði vísað frá Íslandi. Hvort það verði meginreglan að gera engan greinarmun á því hvar fólk hefur fengið vernd. Hin „raunverulega þörf“ Rökstuðningur ríkisstjórnarinnar hefur verið sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í „raunverulegri þörf“ fyrir vernd hérlendis. Rauði krossinn hefur þó bent á að óalgengt sé að fólk sem veitt hefur verið alþjóðlega vernd í ríkjum norður Evrópu sæki um vernd hér. Stærsti hópurinn komi hins vegar frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, þar sem aðstæður flóttafólks eru óviðunandi skv. Rauða krossinum. Örlög sýrlensku konunnar urðu þau að börnin í leikskólanum kvöddu hana öll, hvert og eitt, með því að faðma hana en án þess að vita að í framhaldinu kvaddi hún líka Ísland. Það er áhugavert að hugsa til þess hvers vegna svona fór. Ekki var ástæðan sú að fækka þurfti starfsfólki. Það vantar starfsfólk í marga leikskóla um allt land. Ekki var ástæðan heldur sú að konan vildi ekki halda áfram að starfa í leikskólanum. Og konan var mikils metin af starfsfólki. Mikils metin af börnunum. Mikils metin af foreldrum barnanna. Ástæðan var einfaldlega sú að þessari konu urðu á þau mistök að hafa lent í stríðinu í Sýrlandi og að hafa ekki komið beinustu leið til Íslands á flótta sínum, heldur fyrst til Grikklands. Sagan frá Íslandi Saga þessarar konu er sorgleg en sagan sem börnin í Vinagarði munu heyra þegar fram líða stundir er þó ekki síður sorgleg. Það er sagan af því hverjar aðstæður geta verið á Íslandi gagnvart fólki í neyð. Eftir að hafa lesið frumvarp dómsmálaráðherra er svarið skýrt um að sögur sem þessar verða hluti af stefnu stjórnvalda. Og reyndar verður tónn íslenskra stjórnvalda harðari í garð fólks á flótta en áður. Staða fólks á flótta er stórpólitískt efni í samfélagi þjóðanna. Og ég óttast að með þessu frumvarpi séum við að stíga það skref að Ísland verði hluti af vandanum sem heimurinn stendur frammi gagnvart fólki á flótta fyrir frekar en að vera hluti af lausninni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í gær flutti dómsmálaráðherra frumvarp sitt um útlendingamál á Alþingi. Við erum flest meðvituð um að tugir milljónir manna eru á flótta í heiminum í dag. Myndin er enn skýrari nú þegar stríð er hafið í Úkraínu og milljónir manna eru á flótta þaðan. En þrátt fyrir að vita að flótti frá heimalandi sé veruleiki tugmilljóna eru það samt alltaf sögurnar af einstaklingum sem snerta okkur mest. Sögur af fólki Í umræðum um þetta mál á þinginu í gær nefndi ég sögu sem hreyfði mikið við mér á sínum tíma. Sögu sem segir af stefnu Íslands gagnvart fólki á flótta. Það var saga af sýrlenskri konu sem vann í leikskólanum Vinagarði. Sagan situr í mér af þeirri einföldu ástæðu að dóttir mín var einu sinni í þessum frábæra leikskóla. Konurnar sem þar störfuðu eiga stað í hjarta mínu eftir þau góðu ár. Í fréttum kom fram að konan vann í leikskólanum í hálft ár. Maríu Sighvatsdóttur aðstoðarleikskólastjóri hafði þetta um konuna að segja: „Hún hefur ofboðslega góða nærveru, er áhugasöm og lagði sig mikið fram við að kynnast starfinu. Það var gott að vinna með henni, ég lærði mjög margt af henni. Hún kenndi börnunum og lærði svo af okkur og þeim líka. Þannig að allir græddu á vinnu hennar hér. Hennar er virkilega sárt saknað.“ Konunni var vísað til Grikklands vegna þess að hún hafði hlotið alþjóðlega vernd þar. Íslensk yfirvöld höfnuðu því að taka mál hennar til efnismeðferðar þar sem Grikkland er sagt öruggt ríki fyrir flóttamenn. Við vitum að ég held öll að þar beið hennar þó ekkert sérstakt skjól. Ég spurði dómsmálaráðherra þess vegna í gær hvort það væri rétt að með þessu frumvarpi væri verið að boða framhald á því að fólk sem hefur fengið alþjóðlega vernd á stöðum eins og í Grikklandi verði vísað frá Íslandi. Hvort það verði meginreglan að gera engan greinarmun á því hvar fólk hefur fengið vernd. Hin „raunverulega þörf“ Rökstuðningur ríkisstjórnarinnar hefur verið sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í „raunverulegri þörf“ fyrir vernd hérlendis. Rauði krossinn hefur þó bent á að óalgengt sé að fólk sem veitt hefur verið alþjóðlega vernd í ríkjum norður Evrópu sæki um vernd hér. Stærsti hópurinn komi hins vegar frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, þar sem aðstæður flóttafólks eru óviðunandi skv. Rauða krossinum. Örlög sýrlensku konunnar urðu þau að börnin í leikskólanum kvöddu hana öll, hvert og eitt, með því að faðma hana en án þess að vita að í framhaldinu kvaddi hún líka Ísland. Það er áhugavert að hugsa til þess hvers vegna svona fór. Ekki var ástæðan sú að fækka þurfti starfsfólki. Það vantar starfsfólk í marga leikskóla um allt land. Ekki var ástæðan heldur sú að konan vildi ekki halda áfram að starfa í leikskólanum. Og konan var mikils metin af starfsfólki. Mikils metin af börnunum. Mikils metin af foreldrum barnanna. Ástæðan var einfaldlega sú að þessari konu urðu á þau mistök að hafa lent í stríðinu í Sýrlandi og að hafa ekki komið beinustu leið til Íslands á flótta sínum, heldur fyrst til Grikklands. Sagan frá Íslandi Saga þessarar konu er sorgleg en sagan sem börnin í Vinagarði munu heyra þegar fram líða stundir er þó ekki síður sorgleg. Það er sagan af því hverjar aðstæður geta verið á Íslandi gagnvart fólki í neyð. Eftir að hafa lesið frumvarp dómsmálaráðherra er svarið skýrt um að sögur sem þessar verða hluti af stefnu stjórnvalda. Og reyndar verður tónn íslenskra stjórnvalda harðari í garð fólks á flótta en áður. Staða fólks á flótta er stórpólitískt efni í samfélagi þjóðanna. Og ég óttast að með þessu frumvarpi séum við að stíga það skref að Ísland verði hluti af vandanum sem heimurinn stendur frammi gagnvart fólki á flótta fyrir frekar en að vera hluti af lausninni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun