Reykjavík á réttri leið Dagur B. Eggertsson skrifar 14. maí 2022 13:01 Um hvað er kosið? Reykjavík er í örum vexti sem skapar ótal spennandi verkefni og brýn viðfangsefni. Við þurfum að tryggja græna borgarþróun og að samfélagið skapi öllum borgarbúum jöfn tækifæri. Framundan eru brýn verkefni en í mínum huga er það ótvírætt að Reykjavík er á réttri leið. Fjárfest fyrir börn Á undanförnum árum hefur borgin fjárfest í því sem skiptir máli í Reykjavík. Við höfum sett mikið fjármagn í leik- og grunnskólana okkar, íþróttamannvirki, húsnæðismál og búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Við höfum lagt áherslu á meiri velferð þannig að engin sé skilin eftir – og við viljum borg þar sem gott er að eldast. Öruggt húsnæði Fimm þúsund Reykjavíkingar hafa fengið öruggt húsaskjól á vegum óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga undanfarin ár. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa minnkað um helming. Þessari uppbyggingu þarf að halda áfram og önnur sveitarfélög þurfa að fylgja með. Þannig sköpum við heilbrigðari húsnæðismarkað. Það hafa aldrei byggst eins margar íbúðir í sögu Reykjavíkur og á undanförnum fjórum árum og nú eru tilbúnar vel staðsettar lóðir til að tvöfalda uppbygginguna á næstu árum. Dreifing byggðar væri tafsamari og dýrari. Allt er loftslagsmál Með þéttingu byggðar erum við að nýta innviðina betur, bæta þjónustu og skapa skemmtilegri og betri borg. Við erum líka að bæta umferðarmálin, umhverfið og loftslagið. Við höfum lagt hjólastíga út um allt og ætlum að gera meira af því. Á næsta kjörtímabili mun Borgarlínan komast til framkvæmda og Miklabraut fer í stokk – ef núverandi stefna heldur áfram. Annars verður stóra stopp og umferðin, umhverfið og loftslagsmálin líða fyrir. Kæri kjósandi. Samfylkingin er öflugt og jákvætt umbreytingarafl sem vill græna borg og jöfnuð. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og útsjónarsemi en líka úthald, festu og seiglu. Ég bið um þinn stuðning og skýrt umboð til að halda áfram. Höfundur er borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Um hvað er kosið? Reykjavík er í örum vexti sem skapar ótal spennandi verkefni og brýn viðfangsefni. Við þurfum að tryggja græna borgarþróun og að samfélagið skapi öllum borgarbúum jöfn tækifæri. Framundan eru brýn verkefni en í mínum huga er það ótvírætt að Reykjavík er á réttri leið. Fjárfest fyrir börn Á undanförnum árum hefur borgin fjárfest í því sem skiptir máli í Reykjavík. Við höfum sett mikið fjármagn í leik- og grunnskólana okkar, íþróttamannvirki, húsnæðismál og búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Við höfum lagt áherslu á meiri velferð þannig að engin sé skilin eftir – og við viljum borg þar sem gott er að eldast. Öruggt húsnæði Fimm þúsund Reykjavíkingar hafa fengið öruggt húsaskjól á vegum óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga undanfarin ár. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa minnkað um helming. Þessari uppbyggingu þarf að halda áfram og önnur sveitarfélög þurfa að fylgja með. Þannig sköpum við heilbrigðari húsnæðismarkað. Það hafa aldrei byggst eins margar íbúðir í sögu Reykjavíkur og á undanförnum fjórum árum og nú eru tilbúnar vel staðsettar lóðir til að tvöfalda uppbygginguna á næstu árum. Dreifing byggðar væri tafsamari og dýrari. Allt er loftslagsmál Með þéttingu byggðar erum við að nýta innviðina betur, bæta þjónustu og skapa skemmtilegri og betri borg. Við erum líka að bæta umferðarmálin, umhverfið og loftslagið. Við höfum lagt hjólastíga út um allt og ætlum að gera meira af því. Á næsta kjörtímabili mun Borgarlínan komast til framkvæmda og Miklabraut fer í stokk – ef núverandi stefna heldur áfram. Annars verður stóra stopp og umferðin, umhverfið og loftslagsmálin líða fyrir. Kæri kjósandi. Samfylkingin er öflugt og jákvætt umbreytingarafl sem vill græna borg og jöfnuð. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og útsjónarsemi en líka úthald, festu og seiglu. Ég bið um þinn stuðning og skýrt umboð til að halda áfram. Höfundur er borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar