Ögurstund Reykjavíkurflugvallar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 13. maí 2022 22:00 Snemma á þessari öld sýndi ég kollega mínum á Ríkisútvarpinu, Gísla Marteini Baldurssyni, kort sem ég hafði gert af flugvallarsvæðinu í Reykjavík og skipulagsáformum þar í kring. Markmiðið var að útskýra að það væri greinilega búið að ákveða að þrengja að flugvellinum til að geta síðar sagt að það væri ekki lengur pláss fyrir hann. Stjórnkerfinu í Reykjavík hafði hlaupið svo kapp í kinn að búið var að skipuleggja byggingarsvæði á ríkislandi og innan flugvallargirðingar. Síðar fjallaði ég um þetta í Kastljóssþætti. Síðan þá hafa borgaryfirvöld unnið leynt og ljóst að þessu markmiði. Það er sama hvað kemur í ljós í millitíðinni, tannhjól kerfisins halda áfram að snúast. Svipað eins og varðandi áform um byggingu „nýs Landspítala” við Hringbraut. Það var sama hvað kom í ljós. Í því tilviki var svarið alltaf á þá leið að það væri búið að verja svo miklum tíma og peningum í að undirbúa mistökin að það yrði að klára þau. Ráðist var í endalausar úttektir á Reykjavíkurflugvelli og leit að öðrum flugvallarstæðum en á meðan var haldið áfram að grafa undan flugvellinum (bókstaflega). 2013 vildi borgin ráðast í enn eina athugunina á því hvort ekki mætti losna við flugvöllinn og leggjast yfir kortin enn á ný í leit að nýjum stað. Hið kvika Hvassahraun var nefnt í þessu samhengi. Ég taldi úttektina óþarfa enda búið að margskoða málið. En þetta átti að vera flugvallarrannsóknin til að enda allar flugvallarrannsóknir. Ég átti ekki aðkomu að málinu en þó var ég ítrekað beðinn um að undirrita það sem forsætisráðherra. Rökin voru þau að þá yrði flugvöllurinn varinn fyrir ágangi í áratug. Með þeim rökum féllst ég á að skoða samkomulagið. Eftir lesturinn varð ég forviða. Þar var gert ráð fyrir því að ein af þremur brautum flugvallarins, neyðarbrautin svo kallaða, myndi víkja svo enn yrði hægt að þrengja að vellinum. Auk þess átti aðstaða fyrir kennslu og einkaflug (litlar flugvélar) að víkja. Ég var ekki bara forviða heldur líka reiður og sagði að ekki kæmi til greina að undirrita samkomulagið. Fyrir vikið var lagt fram nýtt samkomulag þar sem fallist var á að þessi atriði yrðu tekin út og aðeins fjallað um að flugvöllurinn fengi að vera í friði á meðan aðrir staðir yrðu skoðaðir gegn því að ég undirritaði samkomulagið. Teljandi þetta allt hinn mesta óþarfa féllst ég þó á þessa niðurstöðu til að losna við áformin um að leggja af neyðarbrautina og þrengja að annarri starfsemi og verja flugvöllinn á meðan málið yrði skoðað eina ferðina enn. Samkomulagið var undirritað á blaðamannafundi í Hörpu þar sem ég var stuttur í spuna enda illa við að þurfa að samþykkja enn eina flugvallarskoðunina en þó feginn að með því yrði ásælni borgarstjórnarinnar stöðvuð í áratug. Seinna komst ég að því að eftir þessa opinberu undirritun hefðu innanríkisráðherrann og borgarstjórinn farið í bakherbergi og undirritað viðbótarsamkomulag með leynd. Þar höfðu atriðin sem ég lét taka út úr samkomulaginu verið sett inn í sérstakan leynisamning. Svona vinnur kerfið að því markmiði að losna við flugvöllinn með öllum tiltækum ráðum. Nokkrum árum seinna (áður en friðhelginni var lokið) fékk borgarstjórinn samgönguráðherra til að undirrita enn eitt flugvallarsamkomulagið. Í það skiptið voru engin leynisamkomulög í bakherbergjum. Bara afdráttarlaus vilji til að losna við flugvöllinn eins og borgarstjórinn lýsti eftir undirritunina og ítrekaði í kappræðum oddvita nú, kvöldið fyrir kjördag. Þetta samþykkti ríkisstjórnin ásamt samgöngusáttmála þar sem ríkisstjórnin tók að sér að henda 50 milljörðum í að hefja framkvæmdir við Borgarlínu. Og hver er ein helsta forsenda Borgarlínunnar? Jú, brotthvarf Reykjavíkurflugvallar. Ef það á að verja Reykjavíkurflugvöll verður það ekki gert öðruvísi en að „henda skrúflykli inn í gangverk kerfisins”. Aðeins einn flokkur, Miðflokkurinn, er tilbúinn til þess. Frambjóðandi Framsóknarflokksins (sem áður bauð fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir) tók undir að flugvöllurinn færi. Þar með varð ljóst að kerfislæg aðför að Reykjavíkurflugvelli með fjármagni frá ríkisstjórninni héldi áfram með væntanlegum meirihluta Samfylkingar, Nýju Framsóknar og Vg (ásamt öðrum ef á þarf að halda). Borgarstjórnarkosningarnar nú munu því að öllum líkindum ráða úrslitum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Aðeins einn flokkur er tilbúinn til að grípa inn í til að verja samgöngumiðstöð Íslands alls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Húsnæðismál Borgarstjórn Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Snemma á þessari öld sýndi ég kollega mínum á Ríkisútvarpinu, Gísla Marteini Baldurssyni, kort sem ég hafði gert af flugvallarsvæðinu í Reykjavík og skipulagsáformum þar í kring. Markmiðið var að útskýra að það væri greinilega búið að ákveða að þrengja að flugvellinum til að geta síðar sagt að það væri ekki lengur pláss fyrir hann. Stjórnkerfinu í Reykjavík hafði hlaupið svo kapp í kinn að búið var að skipuleggja byggingarsvæði á ríkislandi og innan flugvallargirðingar. Síðar fjallaði ég um þetta í Kastljóssþætti. Síðan þá hafa borgaryfirvöld unnið leynt og ljóst að þessu markmiði. Það er sama hvað kemur í ljós í millitíðinni, tannhjól kerfisins halda áfram að snúast. Svipað eins og varðandi áform um byggingu „nýs Landspítala” við Hringbraut. Það var sama hvað kom í ljós. Í því tilviki var svarið alltaf á þá leið að það væri búið að verja svo miklum tíma og peningum í að undirbúa mistökin að það yrði að klára þau. Ráðist var í endalausar úttektir á Reykjavíkurflugvelli og leit að öðrum flugvallarstæðum en á meðan var haldið áfram að grafa undan flugvellinum (bókstaflega). 2013 vildi borgin ráðast í enn eina athugunina á því hvort ekki mætti losna við flugvöllinn og leggjast yfir kortin enn á ný í leit að nýjum stað. Hið kvika Hvassahraun var nefnt í þessu samhengi. Ég taldi úttektina óþarfa enda búið að margskoða málið. En þetta átti að vera flugvallarrannsóknin til að enda allar flugvallarrannsóknir. Ég átti ekki aðkomu að málinu en þó var ég ítrekað beðinn um að undirrita það sem forsætisráðherra. Rökin voru þau að þá yrði flugvöllurinn varinn fyrir ágangi í áratug. Með þeim rökum féllst ég á að skoða samkomulagið. Eftir lesturinn varð ég forviða. Þar var gert ráð fyrir því að ein af þremur brautum flugvallarins, neyðarbrautin svo kallaða, myndi víkja svo enn yrði hægt að þrengja að vellinum. Auk þess átti aðstaða fyrir kennslu og einkaflug (litlar flugvélar) að víkja. Ég var ekki bara forviða heldur líka reiður og sagði að ekki kæmi til greina að undirrita samkomulagið. Fyrir vikið var lagt fram nýtt samkomulag þar sem fallist var á að þessi atriði yrðu tekin út og aðeins fjallað um að flugvöllurinn fengi að vera í friði á meðan aðrir staðir yrðu skoðaðir gegn því að ég undirritaði samkomulagið. Teljandi þetta allt hinn mesta óþarfa féllst ég þó á þessa niðurstöðu til að losna við áformin um að leggja af neyðarbrautina og þrengja að annarri starfsemi og verja flugvöllinn á meðan málið yrði skoðað eina ferðina enn. Samkomulagið var undirritað á blaðamannafundi í Hörpu þar sem ég var stuttur í spuna enda illa við að þurfa að samþykkja enn eina flugvallarskoðunina en þó feginn að með því yrði ásælni borgarstjórnarinnar stöðvuð í áratug. Seinna komst ég að því að eftir þessa opinberu undirritun hefðu innanríkisráðherrann og borgarstjórinn farið í bakherbergi og undirritað viðbótarsamkomulag með leynd. Þar höfðu atriðin sem ég lét taka út úr samkomulaginu verið sett inn í sérstakan leynisamning. Svona vinnur kerfið að því markmiði að losna við flugvöllinn með öllum tiltækum ráðum. Nokkrum árum seinna (áður en friðhelginni var lokið) fékk borgarstjórinn samgönguráðherra til að undirrita enn eitt flugvallarsamkomulagið. Í það skiptið voru engin leynisamkomulög í bakherbergjum. Bara afdráttarlaus vilji til að losna við flugvöllinn eins og borgarstjórinn lýsti eftir undirritunina og ítrekaði í kappræðum oddvita nú, kvöldið fyrir kjördag. Þetta samþykkti ríkisstjórnin ásamt samgöngusáttmála þar sem ríkisstjórnin tók að sér að henda 50 milljörðum í að hefja framkvæmdir við Borgarlínu. Og hver er ein helsta forsenda Borgarlínunnar? Jú, brotthvarf Reykjavíkurflugvallar. Ef það á að verja Reykjavíkurflugvöll verður það ekki gert öðruvísi en að „henda skrúflykli inn í gangverk kerfisins”. Aðeins einn flokkur, Miðflokkurinn, er tilbúinn til þess. Frambjóðandi Framsóknarflokksins (sem áður bauð fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir) tók undir að flugvöllurinn færi. Þar með varð ljóst að kerfislæg aðför að Reykjavíkurflugvelli með fjármagni frá ríkisstjórninni héldi áfram með væntanlegum meirihluta Samfylkingar, Nýju Framsóknar og Vg (ásamt öðrum ef á þarf að halda). Borgarstjórnarkosningarnar nú munu því að öllum líkindum ráða úrslitum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Aðeins einn flokkur er tilbúinn til að grípa inn í til að verja samgöngumiðstöð Íslands alls.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun